Réttur


Réttur - 01.10.1975, Side 58

Réttur - 01.10.1975, Side 58
skilning að í Jandhelgismálinu er um þessar mundir barist um tilverugrundvöll íslenskrar þjóðar. Flokksráðsfundur Alþýðubandalags- ins heitir á alla þá, sem skilja hvað er í húfi að gera sér ljósan háskann af núverandi stjórnarstefnu, að sameinast um kröfuna: Oskoruð yfirráð íslendinga sjálfra yfir landi sínu, gögnum þess og gceSum, ásamt öllum auðlmdum íslenska landgrunnsins og sjávar- ins yfir því." Vinborg Harðardóttir hafði framsögu á fundinum um jafnréttismál. I ályktun fund- arins um það mál segir: „Það verður að heyja baráttuna fyrir jafn- rétti kynjanna í nánum tengslum við baráttu verkalýðshreyfingarinnar og konur verða að vera virkar í stéttarfélögum sínum. Á sama hátt verður verkalýðshreyfingin að taka fullt tillit tii jafnréttis- og frelsisbaráttu kvenna og gera að sinni. Aðeins frjálsar undan fordóm- um og með sama rétt og skyldur og karlar geta konur raunverulega orðið virkar í sam- eiginlegri baráttu. Flokksráðsfundurinn minnir á að jafnrétti er grundvallaratriði í stefnuskrá Alþýðu- bandalagsins og lýsir yfir fullum stuðningi við jafnréttis- og frelsisbarátm kvenna. „Engin kvennabarátta án stéttabaráttu! Engin stéttabarátta án kvennabaráttu!” I ályktun um flokksstarfið sem starfshópur á fundinum undirbjó að undangengnum um- ræðufundi ungra sósíalista um flokksstarfið, þá var samþykkt að nýkjörinni miðstjórn bæri að veita starfinu að verkalýðsmálum algeran forgang og hefja skipulagningu á öflugu verkalýðsmálastarfi. Auka yrði um- ræðu og skoðanaskipti innan flokksins og samþykkt var að koma á fót fræðslumiðstöð er annaðist fyrirgreiðslu við fræðslustarf fé- lagsdeilda og skipuleggði erinda- og nám- skeiðshald. A flokksráðsfundinum var kjörin ný mið- stjórn, en sú lagabreyting var gerð á fundin- um að fjölgað var í miðstjórn og sitja nú 45 menn í miðstjórn. AÐVARANIR UM HRUN ÞJÓÐARBÚSKAPAR Fiskifræðingar og starfshópur á vegum Rannsóknarráðs ríkisins hefur aðvarað þjóð- ina á hinn alvarlegasta hátt um yfirvofandi hrun þjóðarbúskaparins, ef ekki er komið á virkri stjórn veiðanna nú þegar, er takmarki fyrst og fremst veiðar þorsksins. A áraatgnum 1951—60 var meðal þorsk- afli 468 þús smálestir, á áratugnum 1961— 70 var hann kominn niður í 395 þús. smá- lestir. Standist spár má búast við að meðal- aflinn yfirstandandi áratug verði 325 þús. smálestir. Verði ekkert að gert má búast við minnkun niður í 320 þús. smálestir árið 1978 og allt niður í 230 þús. árið 1979- Síðan myndi halda áfram að versna: 1985 t.d. niður í 100 þús. smálestir. Hætta er svo á algerum bresti stofnsins. M. ö. orðum: Með því fyrirhyggjuleysi, er ríkt hefur, getur afleiðingin í versta falli orð- ið efnahagslegt hrun og gjaldþrot þjóðarinn- ar. Það má forða frá þessum ófarnaði, ef tekin er upp virk stjórn á veiðunum. Yrði þá aflinn á næsta ári að dragast saman, líklega niður í 210 þús. smálestir, en síðan mætti búast við stöðugri aflaaukningu í krafti virkr- ar stjórnar og getur þá aflinn, ef klak tekst vel verið kominn yfir 400 þús. smálestir 1985. — Þannig má bjarga þorskstofninum með virkri stjórn á veiðunum. Menn munu minnast þess að undangengn- ar tvær heimsstyrjaldir björguðu þorskstofn- inum, er hann var í hættu kominn. Nú verð- um vit vor sjálfra — og virk barátta út á við — að vinna það verk. Það ber allt að 266

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.