Réttur - 01.10.1975, Page 59
sama brunni: Hin skefjalausa áfergja, sem er
eðli auðvaldsskipulagsins, stofnar jafnt þorsk-
inum sem þjóðlífi í hættu. Hin svokallaða
„frjálsa" verslun, „frjálsa” framtak, „frjálsa”
fjárfesting á ríkisábyrgð, verður að víkja fyrir
heildarstjórn á þjóðarbúskapnum og auðlind-
um vorum, ef vér eigum að geta búið áfram
í þessu landi við örugga og góða lífsafkomu.
Og til þess verðum við að kunna og vilja
stjórna í alþýðu þágu og rneð afkomuöryggi
þjóðarinnar í framtíðinni fyrir augum —
og ráða landi voru og sjó einir.
ÞRIÐJA „ÞORSKASTRÍÐIÐ"
Fiskveiðilögsagan var formlega færð út í
200 mílur 14. okt. svo sem til stóð, en öðlað-
ist fyrst raungildi, þegar breski samningurinn
féll úr gildi þann 13. nóv. Fiskveiðiflotar
sósíalistísku landanna hafa ekki grandað
267