Réttur


Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 4

Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 4
nafn: Dagsbrún. Orörétt segir Eövarð: „Það skal ekki fullyrt hér að hve miklu leyti þessum frumherjum Dagsbrúnar var ljóst hið sögulega hlutverk sitt, en vafalaust endurspeglar nafngiftin von- irnar, sem bundnar voru viö þetta nýja félag og hlutverk þess, vonina um að nýr dagur væri að rísa fyrir lítilmagn- ann í þjóðfélaginu. í 50 ár hefur þetta nafn, og félagið sem það ber, verið stolt íslensku verkalýðshreyfingarinn- ar. Þúsundum verkamanna hefur þetta nafn orðið einkar hjartfólgið og ands- tæðingar alþýðunnar hafa lært að bera virðingu fyrir því — og ekki alltaf ótta- lausa.“ Stofnskráin, sem þessi fundur gekk frá er svohljóðandi: „Vér sem ritum nöfn vor hér undir, ákveðum hér með að stofna félag með oss, er vér nefnum „Verkamannafélagið Dagsbrún“. Mark og mið þessa félags •vors á að vera: 1. Að styrkja og efla hag og atvinnu félagsmanna. 2. Að koma á betra skipulagi að því er alla daglaunavinnu snertir. 3. Að takmarka vinnu á öllum sunnu- og helgidögum. 4. Að auka menningu og bróðurlegan samhug innan félagsins. 5. Að styrkja þá félagsmenn eftir megni, sem verða fyrir slysum eða öðrum óhöppum.“ Þessi stofnskrá með eiginhandar undir- skrift 384 manna, er höfðu undirritað hana áður en næsti fundur var haldinn, og teljast stofnendur félagsins, hefur varð- veist algerlega ósködduð. Stofnfundur Dagsbrúnar 26. janúar 1906 var næsti fundur og hinn eiginlegi stofnfundur haldinn í Báru- búð við Vonarstræti. Ekki er vitað hve margir sóttu þennan fund, en við eina at- kvæðagreiðslu á fundinum þar sem töiur eru tilfærðar koma fram 240 atkvæði. Fundarstjóri var kosinn Sigurður Sigurðs- son búfræðingur, en fundarritari Sigurður Jónsson og aðstoðarritari Pétur G. Guðmundsson. Fundurinn samþykkti lög fyrir félagið og kaus því stjórn. Og þar með var lokið stofnun Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar, sem ætíð síðan hefur verið aðal forustufélag í íslenskum verka- lýðssamtökum. Fyrstu stjórn hins nýstofnaða félags skipuðu þessir menn: Sigurður Sigurðsson, búfræðingur, for- maður. Ólafur Jónsson, búfræðingur, ritari. Þorleifur Þorleifsson, verkamaður, fjármálaritari. Árni Jónsson, verkamaður, dróttseti. Stefna sú er mörkuð var með stofn- skránni var tekin óbreytt í 2. grein félags- laganna. Á fundinum var félaginu skipt í deildir og skyldu 20-30 félagsmenn vera í hverri deild og kusu þær sér deildarstjóra. Deildarstjórar skyldu hafa fund með stjórninni þegar henni þætti við þurfa. í öllum aðalatriðum hélst þetta skipulag til ársins 1937 að trúnaðarráðið var stofnað. Eftir að Eðvarð hefur sagt frá stofn- fundinum, hverjir voru kosnir í stjórn og hvernig félaginu var skipt í deildir, segir hann: „Ekki þarf neitt að efast um að það voru hin bágbornu kjör og nauðsyn á samtökum sem fylkti verkamönnum í Reykjavík svo fjölmennum um Dagsbrún þegar í upphafi. Tímakaup var óákveðið og hið sama hvenær sólarhringsins sem unnið var og vinnutíminn ótakmarkaður. Það var þetta sem átt var við í tveimur fyrstu töluliðum stofnskrárinnar að bæta 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.