Réttur


Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 51

Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 51
en hann var myrtur árið 1961. Margt er enn á huldu í sambandi við þá atburði og ýmislegt bendir til að CIA hafi átt þar hlut að máli. Sömu örlög biðu bróður hans Róberts Kennedy þegar hann bauð sig fram til forseta árið 1968. Litlu munaði að Ronald Reagan bættist í hópinn þegar skotið var á hann á götu fyrir sex árum. Sagt er að tilræðismaður- inn hafi verið geðsjúkur og má segja að þar hafi komið vel á vondan en efnahags- stefna Reagans hefur einmitt hrakið fjölda fólks út af geðveikrahælum og eigr- ar það nú um meðal annarra atvinnuleys- ingja og heimilislausra án nokkurrar um- önnunar. Fleiri en forsetar bó að forsetamorðin séu óhugnanlega mörg eru þau þó ekki dæmigerð fyrir póli- tísk morð í Bandaríkjunum. Hið dæmi- gerða eru morð á forustumönnum verka- lýðs- og mannréttindahreyfinga. Á tímum þrælahaldsins, fyrir rétt rúmri öld, taldist dráp á blökkumanni ekki til morðs. Þetta viðhorf ríkir enn í samtök- um eins og Ku Klux Klan og John Birch Society. í verkalýðshreyfingunni um allan heim eru Chicagó-morðin árið 1886 enn í fersku minni. Þar skaut lögreglan til bana sex verkamenn í sambandi við verkfalls- fund þann þriðja maí. í réttarhöldunum sem fylgdu í kjölfarið voru sjö verka- menn í viðbót dæmdir til dauða og voru þeir teknir af lífi þann ellefta nóvember ári síðar. Þessir atburðir voru upphaf fyrsta maí hátíðahaldanna. Ekki er skrít- ið að ekki hafi tekist að gera fyrsta maí að opinberum hátíðisdegi verkamanna í Bandaríkjunum. Róbert Kennedy myrtur árið 1968. Frá Joe Hill til Malcolm X Enn þann dag í dag eru manndráp „eðli- legur“ þáttur baráttunnar gegn verkalýðs- og mannréttindahreyfingum. Verkföllum bandarískra verkamanna hefur alltaf ver- ið svarað með byssukúlum og hvort sem það er lögreglan eða keyptir mafíubófar sem á byssunum halda þá kemur skipunin frá atvinnurekendum. Sama er að segja um mannréttindabaráttuna. Jafnt lögregl- an sem óopinberar hryðjuverkasveitir 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.