Réttur


Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 56

Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 56
kenningar lýstu myndun jafnvægis við að- stæður sem væru mjög sérstæðar og þær dygðu ekki við greiningu á nútíma auð- valdskerfum, til þess yrði að smíða al- menna kenningu, en bók hans var einmitt hans framlag. í framhaldi af þessu tefldi Keynes fram „hviku“ jafnvægishugtaki gegn kyrrstöðu-jafnvægishugtaki ríkjandi hagfræðikenninga. Á meðan kyrrstöðu- hugtakið byggir á þeirri hugmynd að kerfi leiti ávallt í sama upphafsástand eftir að utanaðkomandi afl hefur raskað því, ger- ir hvikuhugtakið ráð fyrir að hverfular hugmyndir um framtíðina hafi áhrif á ákvarðanir í nútíðinni. Jafnvægi getur þannig skapast á mörkuðum án þess að full atvinna og hámarksafköst séu niður- staðan. Virk eftirspurn Á þessum nýju forsendum byggði Keynes síðan kenningu sína um efnahags- kerfið. Samkvæmt henni ræðst heildar framleiðsla hagkerfisins og atvinnustigið um leið af „virkri eftirspurn“ sem er jafn- vægispunktur heildar framboðs og heildar eftirspurnar í hagkerfinu. En þungamiðj- una í kenningu Keynes er að finna í skýringum hans á því hvernig óvissa og væntingar um framtíðina hafa áhrif á heildarfjárfestingar og heildarneyslu í hagkerfinu. Það eru þannig væntingar manna um afköst eða gróðamöguleika fjárfestinga í framtíðinni og neysluvilji fólks í ljósi væntinga um tekjur í framtíð- inni sem ráða því hvort fjárfest er eða neytt er eða hvort fólk heldur að sér höndum og safnar peningum og/eða skell- ir sér í spákaupmennsku á verðbréfa- mörkuðum. Keynes telur það vera eðli mannsins að auka ekki neyslu sína hlutfallslega jafn- mikið og tekjur aukast. Af þessu leiðir að eftirspurn í hagkerfinu eykst ekki jafn hratt og framboð og framleiðsla, eða m.ö.o. þegar til lengri tíma er litið er til- hneiging til offramleiðslu í auðvaidskerf- inu. Það er einmitt á slíkum tímamótum sem spákaupmennska getur leitt til þess að samdráttur breytist í djúptæka kreppu, því þegar bjartsýni manna um framtíðina breytist í svartsýni tekur fólk að safna að sér peningum og selja verð- bréf sín áður en þau lækka verulega, en um leið og peningar tæmast úr bönkum — vegna þess að fólk tryggir sig gegn því að glata auðæfum sínum ef bankar færu á hausinn — minnkar peningaframboð og vextir hækka en það dregur enn frekar úr væntingum um framtíðargróðamöguleika fjárfestinga. Þannig verður vítahringur kreppunnar til að hann magnast enn frek- ar eftir því sem atvinnuleysi eykst og eftirspurn dregst saman í hagkerfinu, en það dregur enn frekar úr fjárfestingum og atvinnuleysi eykst o.s.frv. o.s.frv. Kreppulausnir Keynes Rökrétt lausn kreppunnar samkvæmt ofansögðu hlýtur því að vera að auka eftirspurnina og fá þannig hjólin til að snúast. Keynes taldi af og frá, eins og hagfræðingar hinnar ríkjandi hagfræði héldu fram, að draga yrði úr sköttum á eignafólki til að auka sparnað. Þótt slík stefna leiddi til lækkunar vaxta þá leiddi þessi aðgerð ekki til þess að neysla og eftirspurn ykist og um leið jákvæðar væntingar um gróða og afkomu í framtíð- inni. Keynes taldi því rétt að minnka stéttamun til að tryggja almennari eftir- spurn. Hann gagnrýndi einnig harkalega hug- myndir ríkjandi hagfræði um að rétta leiðin til að auka gróðamöguleika fyrir- tækja væri að lækka launin. Slík aðgerð 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.