Réttur


Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 10

Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 10
„ Við fengum hvergi hús“ Ur vidtölum viö tvo af stofnendum Dagsbrúnar Magnús J. Bjarnason og Guðmund Gissurarson. Tryggvi Emilsson tók saman. í tilcfni af 50 ára minningu Dagsbrúnar höfðu þeir Eðvarð Sigurðsson og Hannes Stephensen ásamt Jóni Bjarnasyni blaðamanni, samband við nokkra af stofnendum Verkamannafélagsins Dagsbrúnar með heimsóknum og áttu við þá samtöl sem Jón skráði. Einn af þeim var Magnús J. Iijarnason, áttræður stofnandi Dagsbrúnar, búsettur í Bjarnaborg í Reykjavík. Magnús var fæddur 27. nóv. 1874 á Syðri-Skógum í Kolbeinsstaðahreppi, Hnappadalssýslu. Aðspurður um stofnun Dagsbrúnar svar- aði Magnús: — Nei, það var ekki þægilegt að stofna hana Dagsbrún. Við fengum hvergi hús, fyrr en loks fiskihús vestur í bæ, hjá Jóni Magnússyni frá Skuld. F*að var heldur ekki þægilegt eftirá. Við vorum svo fáir á fyrsta fundinum, fundarmenn voru 36 að tölu. Atvinnurekendur voru alveg vitlaus- ir og vildu engan taka í vinnu sem var á fyrsta fundinum. Fyrsti fundurinn var28. desember 1905, en það voru margir á stofnfundinum í Bárubúð 26. jan. 1906 og þá gáfu atvinnurekendur sig. Magnús var spurður hverra hann minntist helst frá þessum tíma og hvernig upphafið var að stofnuninni. Hann minntist á Árna Jónsson verkamann sem einn aðalhvatamann að stofnun verka- mannafélagsins, en svo töluðu menn sig saman um þetta við höfnina, það var nauðsynlegt, því þetta var drep. Manni var þrælað út 14-16 tíma á dag, og þetta var ekkert kaup. Maður fékk ekki einu sinni að éta. Okkur var færður maturinn niður að höfn, svo lá hann í pakkhúsinu, eða einhverstaðar og við vissum oft ekki af honum fyrr en að kvöldi þegar við vor- um að fara heim. Maður var oft blautur og illa hafður. Þegar skipað var upp úr bátunum var unnið hvernig sem veður var. Það var mikil framför þegar gúmmí- stígvélin komu til sögunnar. Ég vann alltaf við höfnina, segir Magnús. Afgreiðsla skipanna var hálfgerð sjómennska. Þá var höfnin ekki komin. Ekki var hægt að nota bryggjur, allt flutt í bátum. Milliferða- skipin lágu við keðjur útifyrir. Við höfð- um alltaf báta í slefi og ég var við taugina og mátti aldrei fara frá henni og tók því minni þátt en ella í umræðum félaga minna um að stofna félag. Vel man ég þegar byrjað var á hafnargerðinni. Það voru mikil viðbrigði þegar höfnin kom. Vinnan minnkaði svo mikið. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.