Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 62
ERLEND
VÍÐSJÁ
Trúarofsóknir í Bandaríkjunum
Bandarískir fjölmiölar stæra sig af því
að þeir séu verjendur lýðræðis, trúfrelsis,
— svo ekki sé nú talað um verjendur
„frelsis hinna ríku“ til að græða á þeim
fátæku.
Það er rétt í þessu sambandi að rifja
upp atburð, er gerðist í sjálfri Philadelfíu,
stofnborg lýðveldisins. Sovéskur blaða-
maður, V. Simonov, var þarna vestra þá
og lýsir atburðinum, er gerðist 13. maí
1985, á þessa leið:
„Tvö ár eru liðin, en ég man hvert
smáatriði, eins og þetta hafi gerst í gær.
Ég man hvernig fjölskyldumynd í
ramma brast í rjúkandi öskunni við fætur
mér. Helmingur myndarinnar var
brunninn. Pað sást í brúðarkjól. Hér hef-
ur einhvern tíma verið haldin brúðkaups-
veisla. En þann 13. maí 1985 var varpað
sprengjum á konur og börn á þessum stað
og á þann, sem mótmælir Ameríku.
Já, Bandaríkin minnast dapurlegs af-
mælis. Fyrir tveim árum varpaði lögregl-
an í Philadelfíu íkveikjusprengju á hús
nr. 6221 við Osage-stræti, þar sem var að-
setur Move-heimspeki og trúarsamtak-
anna.
í dag vitum við hvað gerðist. Ellefu
manns, þar á meðal fjögur börn, brunnu
inni. Sextíu hús brunnu. Hundruð fjöl-
skyldna blökkumanna stóðu uppi heimil-
islausar og urðu að eyða nóttunni í
kjöllurum í kirkjum.og í loftvarnabyrgj-
um sem voru gerð til þess að vernda fólk
gegn „rússneskum sprengjum“.
En það voru bandarísk yfirvöld, sem
vörpuðu sprengjunni, bandarískir „þjón-
ar lýðræðisins“.
Bang — og samfélag var lagt í rúst.
Bang — og karlar, konur og börn —
bandarískir borgarar — voru loga slegin
vegna þess að þau voguðu sér að fordæma
gróðahyggjuna, sem þrúgar samfélagið,
vegna þess að þau voguðu sér að lýsa yfir
vantrú á bandaríska siðmenningu, sem að
þeirra mati, eyðileggur bæði eðli og góðar
vonir í hinni mannlegu sál.
Tvö ár hafa liðið síðan sagan skipaði
harmleiknum á Osage-stræti á bekk með
morðinu á Martin Luther King og Wat-
ergate-hneykslinu. Þann dag stóð hin
hugsandi Ameríka og syrgði yfir hinum
látnu í öskunni, sem enn rauk upp af.
Þann dag jarðsetti hún sumar vonir sínar.
Hvar er hin „nýja bjartsýni", „nýja trú á
föðurlandshugsjónir“, sem Reaganstjórn-
in lofaði? Pær hafa verið jarðsettar í rúst-
unum í Philadelfíu — a.m.k. hvað varðar
þá Bandaríkjamenn, sem ekki eru þröng-
sýnir.
Eftir því sem tíminn líður, því skýrar
sjáum við hið táknræna eðli þess skamma
starfs, sem Move-samtökin unnu. Hræði-
legur harmleikur hefur átt sér stað í Phila-
delfíu, vöggu Bandaríkjanna og er hann
óskiljanlegur í siðmenningu dagsins í
dag.“
110