Réttur


Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 62

Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 62
ERLEND VÍÐSJÁ Trúarofsóknir í Bandaríkjunum Bandarískir fjölmiölar stæra sig af því að þeir séu verjendur lýðræðis, trúfrelsis, — svo ekki sé nú talað um verjendur „frelsis hinna ríku“ til að græða á þeim fátæku. Það er rétt í þessu sambandi að rifja upp atburð, er gerðist í sjálfri Philadelfíu, stofnborg lýðveldisins. Sovéskur blaða- maður, V. Simonov, var þarna vestra þá og lýsir atburðinum, er gerðist 13. maí 1985, á þessa leið: „Tvö ár eru liðin, en ég man hvert smáatriði, eins og þetta hafi gerst í gær. Ég man hvernig fjölskyldumynd í ramma brast í rjúkandi öskunni við fætur mér. Helmingur myndarinnar var brunninn. Pað sást í brúðarkjól. Hér hef- ur einhvern tíma verið haldin brúðkaups- veisla. En þann 13. maí 1985 var varpað sprengjum á konur og börn á þessum stað og á þann, sem mótmælir Ameríku. Já, Bandaríkin minnast dapurlegs af- mælis. Fyrir tveim árum varpaði lögregl- an í Philadelfíu íkveikjusprengju á hús nr. 6221 við Osage-stræti, þar sem var að- setur Move-heimspeki og trúarsamtak- anna. í dag vitum við hvað gerðist. Ellefu manns, þar á meðal fjögur börn, brunnu inni. Sextíu hús brunnu. Hundruð fjöl- skyldna blökkumanna stóðu uppi heimil- islausar og urðu að eyða nóttunni í kjöllurum í kirkjum.og í loftvarnabyrgj- um sem voru gerð til þess að vernda fólk gegn „rússneskum sprengjum“. En það voru bandarísk yfirvöld, sem vörpuðu sprengjunni, bandarískir „þjón- ar lýðræðisins“. Bang — og samfélag var lagt í rúst. Bang — og karlar, konur og börn — bandarískir borgarar — voru loga slegin vegna þess að þau voguðu sér að fordæma gróðahyggjuna, sem þrúgar samfélagið, vegna þess að þau voguðu sér að lýsa yfir vantrú á bandaríska siðmenningu, sem að þeirra mati, eyðileggur bæði eðli og góðar vonir í hinni mannlegu sál. Tvö ár hafa liðið síðan sagan skipaði harmleiknum á Osage-stræti á bekk með morðinu á Martin Luther King og Wat- ergate-hneykslinu. Þann dag stóð hin hugsandi Ameríka og syrgði yfir hinum látnu í öskunni, sem enn rauk upp af. Þann dag jarðsetti hún sumar vonir sínar. Hvar er hin „nýja bjartsýni", „nýja trú á föðurlandshugsjónir“, sem Reaganstjórn- in lofaði? Pær hafa verið jarðsettar í rúst- unum í Philadelfíu — a.m.k. hvað varðar þá Bandaríkjamenn, sem ekki eru þröng- sýnir. Eftir því sem tíminn líður, því skýrar sjáum við hið táknræna eðli þess skamma starfs, sem Move-samtökin unnu. Hræði- legur harmleikur hefur átt sér stað í Phila- delfíu, vöggu Bandaríkjanna og er hann óskiljanlegur í siðmenningu dagsins í dag.“ 110
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.