Réttur


Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 64

Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 64
Landrán Eftir að Bretar höfðu hertekið ís- land 1940, kröfðust þeir þess 1941 að ísland bæði um hervernd Bandaríkjanna og er íslenska ríkisstjórnin varð ekki við þeirri kröfu, hótaði breska ríkisstjórnin 24. júní 1941 að ef islandi yrði ekki við þeirri kröfu innan 24 klst. skyldi þjóðin svelt inni: allar sigl- ingar til og frá landinu stöðvaðar. Við slíkri hótun lét ríkisstjórnin undan. — Síðan var allt svikið, sem lofað var, svo sem brottför hers að stríði loknu og 7. júlí 1951 var landið enn hertekið af innrás- arher bandarískum, er situr hér enn. 9. júlí 1951 var Alþingi í her- teknu landi látið samþykkja of- beldið, er var gert opinbert bæði af þingmönnum, er atkvæði greiddu með og móti. — Síðan hefur i 46 ár verið reynt að troða því inn í ís- lendinga að Bandaríkjaher væri „verndari" þeirra! • Manngildið „Voila une homme“ (Hér sjáið þér mann) Svo kvað Napoleon I. hafa mælt, er hann var kynntur fyrir Go- ethe í Weimar, eftir sigurinn við Jena. Goethe kvað sjálfur hafa mælt svo fyrir að á grafsteini sínum stæði: „lch bin ein Mensch gewesen und das heizt ein Kámpfer sein". („Ég hef verið maður og það þýður að vera baráttumaður".) • Eitt sinn forðum daga gisti ég (E.O.) hjá góðum félögum sem oftar á ferðum út á landi þá. Þau voru orðin ein og börnin flutt burt. Svo bar til í samtali við húsfreyju eitt sinn að hún sagði mér þessa sögu: Hún hafði verið vinnukona hjá fínu fólki í Reykjavík, líklega á krepputímanum eða nokkru síðar. Gott bókasafn var á heimilinu, sem vinnukonan fékk oft að líta í. Eitt sinn sagði hún við húsfreyju: „Þið eigið engar bækur eftir Hall- dór Kiljan.“ „Nei,“ kvað húsfreyja, „við kaupum ekki bækur eftir svo- leiðis mann.“ Féll svo talið niður. Alllöngu síðar vildi svo til að húsfreyja sú, er ég gisti hjá, hafði gert sér ferð til Reykjavíkur. Heim- sótti hún nú m.a. hina fínu hús- freyju, sem hún hafði verið vinnu- kona hjá áratugum áður og var vel tekið. Bókasafnið hafði aukist mik- ið og m.a. sá vinnukonan „forna“ að bækur Kiljans voru þar allar í skrautbandi. „Þið hafið fengið ykk- ur Halldór Laxness, sé ég,“ sagði nú gesturinn. „Já, sérðu til,“ svar- aði húsfreyjan fína, „nú hefur hann fengið Nóbelsverðlaun og það er ómögulegt annað en eiga hann. En við lesum hann auðvitað ekki.“ • Það er lærdómsríkt fyrir okkur íslendinga að fylgjast með lygum þeim, sem bandaríski CIA-þjónn- inn Oliver North, ber fyrir rann- sóknarnefnd Bandaríkjaþings. Hann lýgur þar vægðarlaust til þess að hilma yfir glæpaverk for- setans og CIA í sambandi við (ran og níðingsverkin gagnvart Nicara- gua. — Það er rétt fyrir okkur ís- lendinga að muna að með sams- konar lygum og hótunum hefur ís- land verið hertekið af Bandaríkja- her, aldrei gerður löglegur samn- ingur um neitt atriði, en peninga- fúlgurnar látnar flæða því örar til aðalverktaka hersetunnar og for- ustuklíkna hernámsflokkanna. Oliver North hefur afhjúpað óafturkallanlega fyrirlitningu Bandaríkjaforseta og CIA, — hinnar leynilegu stjórnar Banda- ríkjanna, á öllu, sem heitir þing og lög: Ofbeldið eitt skal ráða, fram- kvæmt af peningavaldi með mút- um og morðum. Og svo tala fulltrúar þessarar þjóðar um virðingu fyrir þingræöi og- lýðræðil! Og ætlast til að menn taki þá alvarlega. Og íslensku þjóðina ætla út- sendarar CIA sér að forheimskva svo með tímanum að hún trúi því að Bandaríkjaher sá, er hertók landið, sé hér til að vernda íbúa þess! Hafa menn máske gleymt því þegar Hermann Jónasson krafðist þess að yfirlýsing bandaríska utanríkisráðherrranns, Dean Ac- hesons, um að hér yrði aldrei her á friðartímum* væri tekin inn í Nato-samninginn og „ríkisstjórn" íslands neitaði, — en her kom og hertók landið tveim árum síðar. Og Nato segist hafa tryggt frið í 30 ár! * Sjá nánar um þetta í bókinni „ís- land í skugga heimsvaldastefn- unnar“, bls. 288 og síðar. 112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.