Réttur


Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 24

Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 24
tíma hefur það tíðkast að afurðasala og almenn vöruútvegun til neytenda væri á einni hendi í sama kaupfélagi. Eins og Björn á Löngumýri bendir á í Tímanum 5. febrúar gat þetta gengið meðan við- skiptaeiningar voru litlar og eigið fjár- magn nær ekkert, en nú er þetta ger- breytt. Bændur eru í minnihluta í flestum kaupfélögum, en oftast vantar þau fjármagn, eins og Björn segir. Þau slá því ekki hendinni á móti hagnaði af afurða- sölunni, og sama er að segja um SÍS. Þetta gerist á sama tíma og það er lífs- nauðsyn fyrir landbúnaðinn að lækka framleiðslukostnað. Niðurstaða Björns er sú, að afurðasölufélög bænda eigi að vera sjálfstæð og með sérstökum forstjórum. Félögin þyrftu að mynda sölusamband sín á milli og ráða framkvæmdastjóra, mann með „eldsál og góða viðskiptahæfileika“. Hér er því skipulag Sambandsins orðið bændum fjötur um fót. Og hvað mundi svo gerast ef íslenskur landbúnaður hrynur undan ásókn frjálshyggjunnar vegna þess að verðlag búvöru er of hátt? Ef þetta mætti kenna Sambandinu að einhverju leyti, væri það því til lítils sóma, svo mjög sem bændum hefur verið hrósað fyrir frumkvæði að samvinnustefnu á íslandi. Fiskimenn og Sambandið Ef langt er frá bóndanum upp í höfuð- stöðvar Sambandsins, þá gildir það miklu fremur um sjómennina, sem eiga ákaf- lega mikið undir því, að Sambandið skili þeim arði af sjávaraflanum, sem það selur til útlanda. Það er ekki einu sinni svo, að þar sé neitt málamynda samvinnuskipu- lag, heldur er fiskvinnslan og fisksalan al- gjör einkarekstur af Sambandsins hálfu. Því verra er fyrir almúgamanninn að fylgjast með þessari starfsemi þar sem mikill hluti hennar fer fram á erlendri grund. Vel má vera, að þessi rekstur Sambandsins gangi vel, en það verður þá ekki talið aðferðum samvinnustefnunnar til tekna. Þarna á hún algerlega óplægðan akur. Iðnverkamenn og Sambandið Upphafsmenn samvinnustefnu voru iðnverkamenn, vefararnir í Rochdale í Englandi. Sambandið stendur að vísu fyr- ir talsverðum iðnaði, en í raun er allur sá rekstur á sama grundvelli og hjá öðrum iðnrekendum, án þess að samvinnufélög starfsfólksins sjálfs gegni þar nokkru hlut- verki. Þarna eins og í framleiðslu og sölu sjávarafurða á samvinnuhreyfingin svo að segja allt óunnið. Tryggjendur og Sambandið Sambandið hefur komið upp myndar- legu tryggingafélagi, Samvinnutrygging- um. En það er rangnefni að kenna það við samvinnuhreyfingu. Til þess að svo mætti verða þyrftu það að vera tryggjend- urnir sjálfir, sem stæðu að því og veldu stjórn þess. Svo er ekki, heldur er það aðalfundur Sambandsins sem kýs full- trúaráð Samvinnutrygginga. Og það er ekki einu sinni þetta fulltrúaráð sem kýs stjórn fyrirtækisins, heldur er það líka fyrrnefndur aðalfundur SÍS. í þessu full- trúaráði hef ég oft á undanförnum árum hreyft því, að komið yrði á þetta meira samvinnusniði, en á móti því hafa full- trúar Sambandsins staðið bjargfastir. (Stjórnarformaður hefur reyndar lengi verið sjálfur framkvæmdastjóri SÍS). Það 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.