Réttur


Réttur - 01.04.1987, Page 17

Réttur - 01.04.1987, Page 17
■ir^Tiniii Félagsheimilið og hluti af bæjarlífinu. um þátttakendur í þeirri stjórn. Þá voru boðaðar miklar framkvæmdir og mikil uppbygging. Við sósíalistar í Neskaupstað fylgdum þeim uppbyggingarboðskap af miklum áhuga. Við ákváðum að koma á fót tog- araútgerð og kaupa tvo nýsköpunartogara. Við hófumst handa um að byggja nýtísku fiskvinnslustöð þ.e.a.s. frystihús með góðri aðstöðu til fjölþættrar fiskvinnslu. Við byggðum verkamannabústaði, hóf- um hafnarframkvæmdir og ákváðum að koma upp myndarlegu sjúkrahúsi á veg- um bæjarins. Það var vissulega framfara og uppbygg- ingarhugur í Norðfirðingum á þessum árum. Kosningasigurinn í bæjarstjórnarkosn- ingunum í janúar 1946 var í beinu fram- haldi af starfi okkar sósíalista í málefnum bæjarbúa á þessum tíma, og kosninga- stefnuskrá okkar boðaði framhald þessar- ar uppbyggingarstefnu. Reynt með öllum ráðum að fella meirihluta sósíalista Það leyndi sér ekki að reynt var með ýmsum hætti að koma í veg fyrir áfram- haldandi völd sósíalista í Neskaupstað. Fulltrúar hinna flokkanna, Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, voru ekki ánægðir með þessa þróun. Þeir töldu sig, í gegnum stjórnvöld, með valda- aðstöðu í bönkum og flestum valdastofn- 65

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.