Réttur


Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 54

Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 54
( ÍVAR JÓNSSON: Keynesisminn — úr kreppu í kreppu Á síöasta ári var hálf öld liðin síðan bók John Maynard Keynes, „Almenna kenningin um atvinnu, vexti og peninga“, var gefin út. Bók þessi var sögð hafa vald- ið byltingu í vestrænni hagfræði og hafa lagt grunninn að hagstjórnarstefnum hins blandaða hagkerfis á Vesturlöndum eftir seinni heimsstyrjöldina. Á grundvelli kenninga Keynes var sköpuð málamiðlun milli vinstrimanna og hægriafla og milli launavinnu og auðmagns, málamiðlun ívar Jónsson. sem virtist hafa þann kynngimátt að eyða atvinnuleysi og leysa auðvaldskerfið und- an áþján efnahagskreppa og leiða Vestur- lönd inn í óstöðvandi hagvaxtarsælu. Stéttaátök voru nú talin heyra sögunni til og launafólki var boðið til gleðiveislu alls- nægtarsamfélagsins. En veislan tók snöggan endi á áttunda áratugnum þegar efnahagskreppan gekk í garð á Vestur- löndum og verkafólki var unnvörpum vís- að á dyr. Þá kom í ljós að hefðbundin keynesísk efnahagsstefna var máttlaus andspænis dýpkandi efnahagskreppu þar sem saman fór aukið atvinnuleysi og vax- andi verðbólga. í þessari grein er stutt- lega fjallað um kenningar Keynes og hefðbundinn keynesismi gagnrýndur. Almenna kenningin Almenna kenningin var hvort tveggja í senn gagnrýni á óraunsæi ríkjandi „klassískra“ hagfræðikenninga og óraun- sæi efnahagsstefna sem á þeim byggja. Að mati Keynes (1883-1946) var slík efnahagsstefna ekki fær um að hindra að samdráttur í efnahagslífinu gæti endað í djúptækri kreppu sem yrði óþarflega löng. Hann andæfði kenningum sem eru náskyldar nýfrjálshyggjukenningum nú- tímans og krefjast þess að afskipti ríkis- valdsins af hagkerfinu séu ávallt í algeru lágmarki. 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.