Réttur


Réttur - 01.04.1987, Síða 54

Réttur - 01.04.1987, Síða 54
( ÍVAR JÓNSSON: Keynesisminn — úr kreppu í kreppu Á síöasta ári var hálf öld liðin síðan bók John Maynard Keynes, „Almenna kenningin um atvinnu, vexti og peninga“, var gefin út. Bók þessi var sögð hafa vald- ið byltingu í vestrænni hagfræði og hafa lagt grunninn að hagstjórnarstefnum hins blandaða hagkerfis á Vesturlöndum eftir seinni heimsstyrjöldina. Á grundvelli kenninga Keynes var sköpuð málamiðlun milli vinstrimanna og hægriafla og milli launavinnu og auðmagns, málamiðlun ívar Jónsson. sem virtist hafa þann kynngimátt að eyða atvinnuleysi og leysa auðvaldskerfið und- an áþján efnahagskreppa og leiða Vestur- lönd inn í óstöðvandi hagvaxtarsælu. Stéttaátök voru nú talin heyra sögunni til og launafólki var boðið til gleðiveislu alls- nægtarsamfélagsins. En veislan tók snöggan endi á áttunda áratugnum þegar efnahagskreppan gekk í garð á Vestur- löndum og verkafólki var unnvörpum vís- að á dyr. Þá kom í ljós að hefðbundin keynesísk efnahagsstefna var máttlaus andspænis dýpkandi efnahagskreppu þar sem saman fór aukið atvinnuleysi og vax- andi verðbólga. í þessari grein er stutt- lega fjallað um kenningar Keynes og hefðbundinn keynesismi gagnrýndur. Almenna kenningin Almenna kenningin var hvort tveggja í senn gagnrýni á óraunsæi ríkjandi „klassískra“ hagfræðikenninga og óraun- sæi efnahagsstefna sem á þeim byggja. Að mati Keynes (1883-1946) var slík efnahagsstefna ekki fær um að hindra að samdráttur í efnahagslífinu gæti endað í djúptækri kreppu sem yrði óþarflega löng. Hann andæfði kenningum sem eru náskyldar nýfrjálshyggjukenningum nú- tímans og krefjast þess að afskipti ríkis- valdsins af hagkerfinu séu ávallt í algeru lágmarki. 102

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.