Réttur


Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 7

Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 7
í ársbyrjun 1921 hófu atvinnurekendur kauplækkunarherferð og heimtuðu að kaup verkamanna lækkaði í 90 aura (úr kr. 1,48) og hótuðu að stöðva togarana ef ekki yrði að því gengið og framkvæmdu þá hótun að nokkur leyti. Atvinna var lít- il í bænum og mikið um aðkomumenn í atvinnuleit. Var mikið þjarkað um þessi mál, en svo fór að lokum að Dagsbrún gerði samkomulag um að lækka kaupið niður í kr. 1,20. Var það gert 21. mars. Mestu mun hafa ráðið um að verkamenn samþykktu þessa lækkun, að þeir trúðu um of þeim áróðri andstæðinganna að at- vinna yrði meiri ef kaupið lækkaði. Menn sáu líka fljótt að þeir höfðu verið illa blekktir því atvinna var miklu rýrari næstu ár á eftir en verið hafði áður. 24. mars var gerð fundarsamþykkt um að allt yfirvinnukaup skyldi vera kr. 3,00 á klst. Atvinnurekendur vildu ekki greiða nema kr. 1,50. Urðu um þetta nokkur átök við höfnina og var eftirvinna oftar en einu sinni stöðvuð af stjórn Dagsbrúnar. í þessum átökum átti „Pjóðhjálpin“ verk- fallsbrjótalið sem stofnað var, að koma til aðstoðar atvinnurekendum, en lét aldrei sjá sig, enda voru verkamenn oft hundr- uðum saman við höfnina á kvöldin. Verkamenn báru sigur af hólmi í þessum átökum. Eftir þetta gekk á ýmsu í kaupgjalds- baráttunni og var ýmist að kaup hækkaði um nokkra aura eða lækkaði á ný og var á vordögum 1930 kr. 1,20 á klst. í dag- vinnu, eftirvinnukaup kr. 2,00 og nætur og helgidagakaup kr. 2,50. Við stofnun Dagsbrúnar 1906 var, eins og fyrr segir, dagvinnutíminn ákveðinn frá kl. 6 - 6 að frádregnum einum tíma til matar, eða 11 klst. vinnudagur. Oft var rætt um að stytta vinnudaginn og ekki hvað síst að takmarka yfirvinnuna. Til framkvæmda kom í þessum málum þó ekki fyrr en 1930. Um veturinn það ár var mikil næturvinna unnin við höfnina (og segir frá því á öðrum stað, að þegar Hannes Hafstein kom af saltfiskveiðum seint að kvöldi, var þá norðan rok og frost mikið. Byrjað var undir eins að af- ferma skipið og unnið alla nóttina. Dag- inn eftir veiktust þrír verkamenn sem unnu við uppskipunina um nóttina, af lungnabólgu, og dóu tveir þeirra). Petta varð til þess að á Dagsbrúnarfundi 15. mars 1930 var samþykkt að banna nætur- vinnu eftir kl. 10 að kvöldi. Bann þetta átti að gilda til 18. maí um vorið og gekk allgreiðlega að koma því á. Á félagsfundi í Dagsbrún 10. maí 1930 var samþykkt að undangenginni allsherj- ar atkvæðagreiðslu, að næturvinnubannið skyldi gilda áfram. Jafnframt var sam- þykkt að frá og með 14. maí skyldi dag- vinna teljast frá kl. 7 að morgni til kl. 6 að kvöldi, tímakaup í dagvinnu skyldi vera kr. 1,36 á klst. og kr. 2,50 í eftirvinnu. Með þessu var vinnutíminn styttur um eina klst. í dagvinnu og dagkaupið hækk- að úr kr. 13,20 í kr. 13,60, og var þetta stærsta skrefið sem Dagsbrú hafði stigið í kjarabaráttunni frá stofnun 1906. Þessari skipan mála vildi Reykjavíkurbær ekki hlíta, í bæjarvinnunni hafði kaupið verið kr. 1,10 frá 1927, svipað hafði kaupið ver- ið í byggingarvinnunni og í fiskverkunar- stöðvum. Dagsbrún hótaði verkfalli frá 20. maí, af því varð þó ekki og gekk kauptaxtinn í gildi og má segja að eftir það hafði að mestu verið úr sögunni það misræmi í kaupi sem verið hafði árin á undan. Gúttóslagurinn Eftir þetta hélst kaupið óbreytt til árs- ins 1937. Með árinu 1930 fóru í hönd 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.