Réttur


Réttur - 01.04.1987, Page 22

Réttur - 01.04.1987, Page 22
samstarf. En hvað er þessi friðsama þjóð að vilja inn í slíkt kompaní? Hvernig gat hún flækt sig jafnrækilega og raun ber vitni í kjarnorkuvígbúnaðarneti Banda- ríkjanna? Ég efast ekki um að íslending- ar séu friðsamir flestir hverjir. Hinsvegar er friðsemin áreiðanlega ekki efst á vin- sældalista þeirra sem með völdin hafa lengstaf farið í þessu Iandi, þar munu ofar á blaði fégræðgi og undirlægjuháttur. Hlutskipti íslendinga í þessu svokall- aða vestræna varnarsamstarfi er farið að minna ískyggilega á hlutskipti smáborgar- ans Biedermanns í leikriti Max Frisch sem hér var sýnt fyrir mörgum árum, Bi- edermann og brennuvörgunum. Bieder- mann þessi hleypti inn á sig skúrkum án þess að mögla og svo fóru þeir að safna bensíntunnum á risloftið hjá honum og leggja kveikiþræði út um allt, og hann sem var svo kurteis og mátti ekki vamm sitt vita kunni ekki við að gera neinar at- hugasemdir, og svo endaði það meira að segja'með því að hann lánaði þeim eld- spýtu til að kveikja í húsinu með. Við skulum ekki vera svo kurteis. Við skulum reka þá öfuga út úr húsinu okkar með allar sínar bensíntunnur áður en þeir koma að biðja okkur um eldspýtu. Látum þá ekki villa okkur sýn með fagurgala um lýðræði og frelsi eða grýlusögum um til- búna óvini. Eini óvinurinn sem við ís- lendingar eigum er þessi her sem við sitj- um uppi með illu heilli og löngu er orðið tímabært að senda heim til föðurhúsanna. Göngunni er ekki lokið. Gangan held- ur áfram þar til markinu er náð og markið er friður, friðlýst land, kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd, friðlýstur heimur. Lát- um aldrei deigan síga í þeirri baráttu, og byrjum á því sem nærtækast er: að sópa okkar eigið hús og fleygja burt drasli sem þar á ekki heima. ísland úr Natál Herinn burtl 70

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.