Réttur


Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 35

Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 35
svari fyrir þá stefnu gagnvart Nikaragúa að styðja stjórn Sandinista í stað þess að standa með Bandaríkjunum gegn Níkara- gúa. Palme stóð framarlega meðal vest- rænna leiðtoga í baráttunni gegn aðskiln- aðarstefnunni í Suður-Afríku, bæði í al- þjóðasambandi krata og hjá Sameinuðu þjóðunum. Stjórnvöld í Suður-Afríku óttuðust að Palme yrði aðalritari Samein- uðu þjóðanna. Palme var sáttasemjari í stríðinu milli íraks og írans, stríði sem Bandaríkin vilja gjarnan að haldi áfram því óstöðugleiki í þessum heimshluta hentar þeim vel m.a. vegna Palestínu og Afganistans. Palme stóð að svokallaðri Palmenefnd ásamt m.a. Willy Brandt og Arbatov sem á sæti í miðstjórn sovéska kommúnista- flokksins. Nefnd þessi lét til sín taka í ýmis konar friðarmálum. Palme var einhver fremsti forsvarsmað- ur fimmmeginlandahópsins svokallaða en í honum eru pólitískir forustumenn alls staðar að úr heiminum. Hefur þessi hóp- ur beitt sér fyrir afvopnun og fyrir kjarn- orkuvopnalausum svæðum víðsvegar um heim og eru tillögur hans gjörsamlega á skjön við stríðsæsingastefnu Reagans. Reyndar er Paime ekki fyrsti forustumað- ur þessa hóps sem fellur fyrir morðingja- hendi. Indira Ghandi, forsætisráðherra Indlands, var einnig myrt fyrir nokkrum árum og hefur sonur hennar látið að því liggja að CIA hafi átt þar hlut að máli. Palme var í miklum metum víða í þriðja heiminum og mörg þriðjaheimsríki lýstu yfir þjóðarsorg við fráfall hans, t.d. var lýst yfir 7 daga þjóðarsorg í Mósam- bik. Hann var ófeiminn við að heimsækja framsækin ríki sem ekki eru í náðinni hjá Bandaríkjunum, s.s. Nikaragúa og Kúbu, og Yassir Arafat forustumanni PLO bauð hann í heimsókn til Stokkhólms. Um það leyti sem hann var myrtur stóð fyrir dyrum opinber heimsókn til Sovét- ríkjanna og voru allar líkur á að hann myndi taka undir afvopnunartillögur Sovétríkjanna og lýsa yfir stuðningi við stöðvun þá á tilraunasprengingum sem þau stóðu að einhliða síðastliðið ár. Um áramótin 85/86 tók nýr bandarísk- ur sendiherra, Gregory Newell, við em- bætti í Svíþjóð. Þeir Palme hittust tvisvar til að ræða hugsanlega opinbera heim- sókn Palme til Bandaríkjanna. Sendi- herrann setti fram ákveðin skilyrði í því sambandi. Eitt skilyrðið var það að Sví- þjóð færi að haga sér rétt hjá Sameinuðu þjóðunum og öðrum alþjóðastofnunum. Þegar Svíþjóð ætti engra eiginhagsmuna að gæta á tilteknu svæði ætti hún að greiða atkvæði eins og Bandaríkin eða sitja hjá. Palme brást eðlilega hinn versti við og sagði að þetta væri ótrúleg ósvífni. Bandaríkin - CIA - WACL - EAP - herinn - SÁPO - lögreglan? Fráfall Palme var augljóslega fagnaðar- efni fyrir bandarísk stjórnvöld og sé haft í huga að þar á bæ víla menn ekki fyrir sér að ryðja forustumönnum annarra þjóða úr vegi, — eða alla vega að reyna það sbr. loftárásina á Líbýu í fyrra svo nýlegt og hrikalegt dæmi sé tekið, — þarf ekkert sérstaklega frjótt ímyndunarafl til að láta sér detta í hug að CIA standi að baki morðinu á Palme. Ástæðan fyrir því að grípa varð til loftárásar gegn Kadaffi var m.a. sú að í Líbíu gat CIA ekki beitt fyrir sig WACL og öðrum handbendum eins og auðvelt er í Svíþjóð. Skyldi eitthvað vera til í því sem verið er að ýja að hér að framan? Skýtur eitt- 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.