Réttur


Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 46

Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 46
VINNUBRÖGÐ CIA: Valdarán — pólitísk morð — hryðjuverk Sjálfsagt eiga margir erfitt með að kyngja því að CIA standi að baki morðinu á Olof Palme. Svíþjóð er „friðsælt“ vestrænt land, tilheyrir hvorki Rómönsku Ameríku, Asíu né Afríku. Þegar betur er að gætt ætti þó að vera Ijóst að þetta skiptir litlu máli þegar um er að ræða að ryðja úr vegi þjóðhöfðingja sem þvælist fyrir Bandaríkjunum á alþjóðavettvangi. Hlutverk CIA er að fremja þau ódæðis- verk sem Bandaríkin telja ekki vænlegt að fremja fyrir opnum tjöldum. CIA sér um að þjálfa sveitir gagnbylt- ingarsinna og búa þær vopnum. CIA laumar njósnurum og spellvirkj- um inn í samtök og flokka. CIA er notuð til að krækja fyrir ákvarð- anir bandaríkjaþings og öldungadeildar- innar. Starfssvið CIA teygir sig frá morðum á óþægilegu fólki yfir í meiriháttar hernað- araðgerðir. Það var CIA sem skipulagði valdaránið í Chile árið 1973 þegar lýð- ræðislega kjörinni umbótastjórn Allende var steypt og hann tekinn af lífi. Fjárhagsáætlun CIA er ekki með í fjár- hagsáætlun Bandaríkjanna. Kostnaður- inn er leynilegur. Pólitísk morð Til eru ítarlegar heimildir sem staðfesta að pólitísk morð eru sjálfsagður þáttur í starfi CIA. Þjóðarleiðtogar, stjórnmála- foringjar, forustumenn þjóðfrelsishreyf- inga, þjóðernissinnar sem neita að hlýða Bandaríkjunum, leppar sem ekki er frek- ara gagn af, — allir eiga þeir á hættu að vera rutt úr vegi. Og þeir eiga það ekki bara á hættu, það sýnir saga seinustu ára- tuga ljóslega. Lítum á nokkur dæmi: Patrice Lumumba Þegar belgíska nýlendan Kongó (nú- verandi Zaire) hlaut formlegt sjálfstæði árið 1960 áttu Bandaríkin ekki bara á hættu að fá ekki lengur að nýta sér að vild hráefnaauðlindir landsins, þau áttu líka á hættu að til valda kæmist stjórnmálafor- ingi sem ógnaði langtímahagsmunum þeirra. Þessi maður hét Patrice Lum- umba. CIA beitti sér fyrir því með aðstoð innlendra handbenda að ryðja Lumumba úr vegi. Það tókst árið 1961. Schneider yfirhershöfðingi CIA myrti yfirmann hersins í Chile, Schneider, þegar hann neitaði að aðstoða 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.