Réttur


Réttur - 01.04.1987, Side 45

Réttur - 01.04.1987, Side 45
sænska ríkisins, utanríkismálanefndinni, þar sem eiga sæti forustumenn þingflokk- anna og konungurinn. Ekki minnkaði fjaðrafokið þegar upp komst að Henn- ingsson þessi væri jafnframt SÁPO njósn- ari. SÁPO, ríki í ríkinu Einhver ráðherra varð náttúrulega að hlaupa upp út af þessu og krefja SÁPO skýringar á því að leyniþjónustan hefði njósnara í leynilegustu nefnd ríkisins, njósnara sem þar að auki er yst af hægri- kanti með góð tengsl í samtökum eins og EAP og WACL. SÁPO svaraði því til að Henningsson (sem reyndar hefur gengið undir nafninu „háttsettur ríkisstarfsmað- ur“ í pressunni) hefði komið til SÁPO í ágúst í fyrra og sagst ekki geta þagað lengur um hátterni vinar síns „hægriöfga- mannsins". SÁPO hefði þá ráðið hann til að njósna um vini sína á hægrikantinum. Jafnframt hefði ríkisstjórnin verið látin vita um að utanríkisnefndarritarinn væri orðinn SÁPO-njósnari. Eftir að SÁPO kom með þessa sögu hefur málið koðnað niður í pressunni eins og aðrar bólur í þessu máli. Nú eru hins vegar áreiðanlegar heimildir fyrir því að hér er um yfirklór að ræða hjá SÁPO, Henningsson hefur verið SÁPO-njósnari í heil fimm ár. Og ekki nóg með það held- ur er annar ritari í utanríkismálanefnd- inni, Lars-Axel Nilsson, SÁPO-njósnari og þó að Henningsson hafi verið vikið úr nefndinni þá situr Nilsson þar enn. Þannig fær SÁPO milliliðalaust upplýs- ingar um það sem fer fram á fundum utanríkisnefndarinnar. Hvert fara þessar upplýsingar? Það er alþekkt að SÁPO hefur náið samband við CIA, ísraeisku leyniþjónustuna og jafnvel þá Suður-Afr- ísku og að mikilvægar upplýsingar ganga kaupum og sölum milli þessara leyniþjón- usta á nokkurs konar vöruskiptagrund- velli. Tengist SÁPO morðinu á Palme? SÁPO er ekki fyrsta leyniþjónustan sem hagar sér eins og ríki í ríkinu. En tengist SÁPO morðinu á Palme? Það er í verkahring SÁPO að athuga hvort þeim mönnum sem starfa sem ritar- ar í utanríkismálanefndinni sé treystandi og það hefði ekki getað farið framhjá SÁPO hvers konar maður Henningsson er. Það þarf því ekki mikið að velta vöng- um til að láta sér detta í hug að SÁPO hafi einfaldlega komið þessum njósnur- um sínum fyrir í nefndinni, að þeir hafi skýrt frá því að einhverjar (eða allar) mikilvægar breytingar á utanríkisstefnu Svíþjóðar strönduðu á Palme, að þessar upplýsingar hafi komist til skila til hlutað- eigandi ríkis/ríkja, að í stað þess að fræða SÁPO um vini sína á hægrikantinum hafi Henningsson verið falið að hafa samband við þá, ... „Ég fæ ónotatilfinningu þegar ég hugsa til þess að það var bara SÁPO sem vissi að Olof var án lífvarða morðkvöldið“, segir Harry Schein nánasti vinur Palme allt frá námsárunum. Enn um símhringinguna Við látum þessum vangaveltum lokið þar sem greinin hér aö framan hófst: Sú ályktun að símhringingin til hjónanna í Bromma hafi verið ætluð þáverandi for- ustumanni WACL er náttúrulega fjarri því að vera staðfest staðreynd. Þessi ályktun byggir eingöngu á því að sím- númerin eru lík og það er náttúrulega oft hægt að draga fram eitthvað þvíumlíkt. Þannig hefur t.d. komið fram að Henn- ingsson á nafna í símskránni og skeikar bara einni tölu á símnúmeri þess manns og símnúmeri hjónanna í Bromma. 93

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.