Réttur


Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 8

Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 8
kreppu- og atvinnuleysisárin miklu með allri sinni örbirgð og þrotlausri baráttu verkamanna fyrir atvinnu. Það er mikil saga sem ekki verður sögð hér. Ekki má þó gleyma, að í hörðustu at- vinnuleysisbaráttunni vann reykvískur verkalýður einn stærsta varnarsigur í kaupgjaldsbaráttunni, þann 9. nóvember 1932. Tilefni þeirra geysilegu stéttaátaka var tilraun Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Reykjavíkur til að lækka kaupið í atvinnu- bótavinnunni niður í eina kr. um tímann. Bæjarstjórnin hafði gert þessa samþykkt 2. nóvember og vissu allir að hér var á ferðinni upphaf að almennri kauplækkun, enda höfðu atvinnurekendur um líkt leyti komið sömu erindum til Dagsbrúnar. Sunnudaginn 5. nóvember var farin kröfuganga til að mótmæla aðgerðum bæjarstjórnarinnar. Þátttakendur í kröfu- göngunni voru áætlaðir um fjögur þúsund. Þann 9. nóvember var fundur í bæjarstjórninni og lögðu þá allir verka- menn í atvinnubótavinnunni niður vinnu og fóru að fundarhúsi bæjarstjórnarinnar, (Templarahúsinu). Þangað komu einnig hundruð manna af öðrum vinnustöðum og atvinnuleysingjar. Við fundarhúsið kom til blóðugra bardaga milli verka- manna og lögreglunnar, er lauk með al- gerum sigri verkamanna. Fundur bæjar- stjórnarinnar leystist upp, en snemma morguninn eftir samþykkti bæjarstjórnin að falla frá öllum kröfum um kauplækk- un. Einhugur verkamanna í Reykjavík hef- ur sjaldan verið jafn mikill og í þessum átökum og vald sitt hafa þeir aldrei sýnt á jafn eftirminnilegan hátt. Lesa má um þessi átök í bókinni „Gúttó- slagurinn 9. nóvember 1932“, eftir Ólaf R. Einarsson og Einar Karl Haraldsson. í júlímánuði 1937 auglýsti Dagsbrún nýjan kauptaxta, höfðu þá farið fram miklar umræður í félaginu um styttingu vinnutímans og kauphækkun. Horfið var frá því að stytta vinnudaginn en kaupið skyldi hækkað í kr. 1,50 á klst. Ekki vildu atvinnurekendur fallst á þennan taxta og kom þá til verkfalls er hófst 17. júlí og stóð í eina viku. Á félagsfundi 24. júlí eru samþykktir nýjir samningar, sem byggðir voru á tillögum sáttasemjara. Kaupið var ákveðið kr. 1,45 í dagvinnu, kr. 2,15 í eftirvinnu og kr. 2,70 í helgidagavinnu og fyrir vinnu eftir kl. 10 á kvöldin, en sér- stakt leyfi Dagsbrúnar þurfti til að vinna á þeim tíma. Hér skal á það minnst hversu auðvalds- öflunum hafði sortnað fyrir augum eftir ósigurinn í „Gúttóslagnum“ þar sem lög- reglan virtist ómegnug til illra verka, enda fékk „ríkislögreglu" hugmyndin byr undir báða vængi auðvaldsins. Önnur leið þótti þá ólíkleg til að ná kúgunartökum á verkalýðnum og til þess að kljúfa einingu Dagsbrúnarmanna og kemur það fram í eftirfarandi kafla sem Eðvarð nefnir: „Samningsfrelsið afnumið. Niðurlæging Dagsbrúnar“. Undir lok fjórða tugs aldarinnar dró til mikilla tíðinda í kjaramálum verkalýðs- ins. Síðari heimsstyrjöldin hefst og allt jafnvægi í verðlagsmálum fer úr skorðum. í apríl 1939 voru gengislækkunarlögin samþykkt, er felldu gengi krónunnar um 22% og aftur var gengið lækkað um 11% í september. Hafði þetta að sjálfsögðu í för með sér mikla lífskjaraskerðingu, en jafnframt var samningsfrelsið tekið af verkalýðsfélögunum og kauphækkanir bannaðar. Smávegis uppbætur átti að greiða en ekki kom til þess árið 1939. Dagsbrún og önnur verkalýðsfélög mót- 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.