Réttur


Réttur - 01.04.1987, Síða 59

Réttur - 01.04.1987, Síða 59
leiðingu nýrrar tækni, þróun atvinnuvega og ákvarðana um launaþróun, líkt og í V- Þýskalandi var ekki komið á. Þróunin á Bretlandi leiddi til hnignunar bresks efna- hagslífs og iðnaðar, eins og gildir reyndar einnig um Bandaríkin í samanburði við Frakkland og V-Þýskaland. Nýsköpunar — keynesisminn franski En það er sérstaklega áhugavert að í Frakklandi fæddist „franska efnahags- undrið“ úr skauti nýsköpunar-keynes- isma sem er meira í ætt við hugmyndir Keynes um stórauknar félagslegar fjár- festingar en hina nýklassísku samsuðu, þó svo kenningar Keynes hafi ekki verið kveikjan að honum, enda náði Almenna kenningin ekki verulegri útbreiðslu þar fyrr en síðar. Eftir „frelsun“ Frakklands undan herj- um Hitlers var stór hluti iðnaðar- og bankageirans þjóðnýttur, enda hafði banka- og stóriðnaðarauðvaldið veitt Vichy-stjórninni stuðning. Nú gafst tæki- færi til að hafa bein áhrif á fjárfestingu gegnum banka og gera nýsköpun fransks iðnaðar að veruleika. Frakkar vildu forð- ast ringulreið millistríðsáranna og koma á langtíma áætlanagerð í efnahagslífinu. Á þeim árum hafði verkalýðurinn snúist gegn innleiðingu nýrrar tækni, vinnufyr- irkomulagi færibanda og vinnumælinga og neyslu nýrra tegunda framieiðslu- afurða. Eftir styrjöldina tók verkalýðs- hreyfingin þátt í nýsköpuninni með iðn- rekendum og skriffinnum ríkisvaldsins og sætti sig við færiböndin, akkorðslauna- kerfin og vinnumælingarnar gegn því að tekjurnar hækkuðu í samræmi við fram- leiðniaukninguna. Ákvörðun um tækni- þróunina var um leið komið í hendur stjórnenda fyrirtækjanna. En fleira kom til: Stöðugleiki í launa- þróun var tryggður, því launþegahreyf- ingin gekkst inn á launahækkunarkerfi sem byggðist á samblandi vísitölubinding- ar launa og áætlaðri framleiðniaukningu. Jafnframt tókst verkalýðshreyfingunni og vinstriflokkum að stórauka almanna- tryggingar og félagslega þjónustu sem varð til þess að félagslegar greiðslur urðu talsverður hluti tekna heimilanna. Þessar aðgerðir juku stöðugleikann í efnahags- lífinu ekki síður en stighækkandi eigna- og tekjuskattar samhliða virðisauka- skatti, umsvif hins opinbera og verð- stöðvunarlög. Loks var komið á legg öfl- ugu „leiðbeinandi áætlanakerfi“ sem byggðist á gífurlega umfangsmiklum hag- rannsóknum og upplýsingaöflun hins op- inbera um efnahagsmál. Á grundvelli hins stóraukna upplýsingastreymis og með markvissum og raunsæjum fjárfest- ingaáætlunum hins opinbera og þjóðhags- spám var svo dregið úr óvissu í fjárfest- ingum einkaaðila. Keynesisminn og kreppan í dag Harðnandi samkeppni á alþjóða- mörkuðum og uppurnir gróðamöguleikar upphleðslukerfis eftirstríðsáranna kipptu grunninum undan franska undrinu eins og raunar einnig efnahagslífi annarra auðvaldsríkja. Vesturlönd hafa verið í djúptækri efnahagskreppu síðan í byrjun áttunda áratugarins. Þá kom máttleysi keynesismans berlega í ljós sem lýsti sér í þessu: Annars vegar er keynesisminn ófær um að takast á við misgengisverðbólgu sem felst í því, að vegna hugmynda launþega um réttláta tekjuskiptingu, hækka laun í mörgum/öllum atvinnugreinum ef þau hækka í einni/fáum, þ.e. burt séð frá því hvort um hnignandi eða rísandi atvinnu- 107

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.