Réttur


Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 3

Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 3
TRYGGVI EMILSSON: Dagsbrún og lífskjarabaráttan Ritað í minningu Eðvarðs Sigurðssonar Þegar Verkamannafélagið Dagbrún var 50 ára skrifaði Eðvarð Sigurðsson í Litlu-Brekku grein í blað félagsins „Dagsbrún“ um stofnun þess og kaupgjalds- baráttuna í 50 ár. Tímaritsgreinin sem hér birtist er bvggð á frásögn Eðvarðs og skrifuð í minningu lífskjarabaráttu Dagsbrúnarmanna og jafnframt í minningu Eðvarðs Sigurðssonar sem helgaði verkalýðsbaráttunni allt sitt líf. Eðvarð segir fyrst frá stofnun Verka- mannafélagsins og helstu hvata- og fram- kvæmdamönnum að undirbúningi sam- takanna. Fyrsti fundurinn var haldinn 28. desember 1905, fundarmenn voru 36. Þar kom fram tillaga um stofnun verka- mannafélags og var hún samþykkt ein- róma, kosin 5 manna nefnd til að semja frumvarp til laga fyrir hið fyrirhugaða fé- lag og til að gefa því nafn. í nefndina völdust: Árni Jónsson verkamaður, Jón Magnússon fiskimatsmaður, Sigurður Sigurðsson búfræðingur, Sigurður Jóns- son verkamaður og Runólfur Þórðarson verkamaður. Næsti fundur var haldinn í Bárubúð þann 3. janúar 1906 samkvæmt fundar- boði frá nefndinni. Þó nefndin hefði ekki lokið störfum sínum, verður þessi fundur að teljast merkur áfangi í stofnun félags- ins, því á fundinum lagði nefndin fram stofnskrá fyrir hið væntanlega félag er hún hafði komið sér saman um að nefna: Verkamannafélagið Dagsbrún. Með samþykkt stofnskrárinnar á þessum fundi, er félaginu raunveru- lega valið nafn, hið táknræna og fagra Eðvarð Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.