Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 3
TRYGGVI EMILSSON:
Dagsbrún
og lífskjarabaráttan
Ritað í minningu
Eðvarðs Sigurðssonar
Þegar Verkamannafélagið Dagbrún var 50 ára skrifaði Eðvarð Sigurðsson í
Litlu-Brekku grein í blað félagsins „Dagsbrún“ um stofnun þess og kaupgjalds-
baráttuna í 50 ár. Tímaritsgreinin sem hér birtist er bvggð á frásögn Eðvarðs og
skrifuð í minningu lífskjarabaráttu Dagsbrúnarmanna og jafnframt í minningu
Eðvarðs Sigurðssonar sem helgaði verkalýðsbaráttunni allt sitt líf.
Eðvarð segir fyrst frá stofnun Verka-
mannafélagsins og helstu hvata- og fram-
kvæmdamönnum að undirbúningi sam-
takanna. Fyrsti fundurinn var haldinn 28.
desember 1905, fundarmenn voru 36. Þar
kom fram tillaga um stofnun verka-
mannafélags og var hún samþykkt ein-
róma, kosin 5 manna nefnd til að semja
frumvarp til laga fyrir hið fyrirhugaða fé-
lag og til að gefa því nafn. í nefndina
völdust: Árni Jónsson verkamaður, Jón
Magnússon fiskimatsmaður, Sigurður
Sigurðsson búfræðingur, Sigurður Jóns-
son verkamaður og Runólfur Þórðarson
verkamaður.
Næsti fundur var haldinn í Bárubúð
þann 3. janúar 1906 samkvæmt fundar-
boði frá nefndinni. Þó nefndin hefði ekki
lokið störfum sínum, verður þessi fundur
að teljast merkur áfangi í stofnun félags-
ins, því á fundinum lagði nefndin fram
stofnskrá fyrir hið væntanlega félag er
hún hafði komið sér saman um að nefna:
Verkamannafélagið Dagsbrún.
Með samþykkt stofnskrárinnar á
þessum fundi, er félaginu raunveru-
lega valið nafn, hið táknræna og fagra
Eðvarð Sigurðsson