Réttur


Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 41

Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 41
ástæðu til að vilja Palme feigan, hann var þeim frekar hliðhollur. Án þess að hafa nokkuð milli handanna sem benti til að Kúrdar hefðu komið nálægt morðinu not- aði Holmér tækifærið og hundelti þá mánuðum saman. Óð lögreglan fram með alvæpni, dró fjölskyldufeður út úr rúmun- um fyrir framan börnin, stillti fjölskyld- um upp við vegg meðan húsrannsókn var gerð og handtók fjölda manns. Ekkert fannst athugavert við húsleitina nema þá helst bækur eftir Karl Marx, en ekki er saknæmt í Svíþjóð að hafa slíkt í fórum sínum. Tilgangurinn með þessari svaka- legu uppákomu virðist helst hafa verið sá að skaffa heppilegan blóraböggul. Hans Holmér var ábúðarmikill meðan á þessu öllu stóð. Hann hafði um sig líf- varðasveit alræmdra lögreglurudda og hurfu bæði Palme og morðinginn í skugg- ann fyrir honum. Hann var hálfpartinn gerður að þjóðhetju í sænsku pressunni, m.a. var hann útnefndur maður ársins í fyrra. En þegar ár var liðið frá morðinu og ekki lengur hægt að dylja það að Holmér stóð með tvær hendur tómar og buxurnar á hælunum var honum vikið frá og morðrannsóknin endurskipulögð. Síð- an það var gert hefur rannsókninni heldur ekkert miðað áfram, nema hvað Lisbeth Palme hefur verið yfirheyrð! Allt það sem bendir til að morðingjann sé að finna í röðum lögrelgunnar láta menn eins og vind um eyru þjóta. Engu er líkara en forðast sé að komast að hinu sanna. Pað er því ekki nema von að tveir þriðjuhlut- ar sænsku þjóðarinnar séu búnir að missa alla von um að rnorðið verði nokkurn tíma upplýst. (Innskot í lok maí: Eftir að þessi grein var skrifuð birtist sú frétt að lögreglan hafi verið að finna kassa í herbergi á lög- reglustöðinni með þeim gögnum um lög- Stjórnandi morðrannsóknarinnar fyrsta árið, Hans Holmér, í fylgd galvaskra lifvarða. Áður en Holmér varð lögreglustjóri í Stokkhólmi var hann yfirmaður sænsku leyniþjónustunnar, SÁPO, og þaðan fékk hann hugdettuna að eltingaleiknum við Kúrdana. Árið 1972, í forustutíð llolmérs, komst upp að SÁPO stundaði njósnir innanlands og skráði skoðanir fólks í algjöru trássi við sænsk lög. reglu- og labbröbbumenn sem frá segir hér að ofan. Kassinn á að hafa verið týnd- ur í heilt ár! „Það er merkilegt að svona geti gerst, svo ekki sé meira sagt,“ er haft 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.