Réttur


Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 5

Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 5
þyrfti. Enda hafa þessi mál alla tíð skipað öndvegi í starfi félagsins.“ Þegar Dagsbrún var stofnuð mun al- gengast tímakaup verkamanna hafa verið 18-25 aurar yfir vetrarmánuðina en 25-30 aurar sumarmánuðina. Á stofnfundinum 26. janúar 1906 voru gerðar samþykktir um kaupgjald og vinnutíma. Petta var gert á þann hátt, að lög félagsins voru í tvennu lagi, hin venju- legu félagslög og aukalög með ákvæðum um kaupgjald, vinnutíma og önnur vinnu- skilyrði. Vinnutíminn var ákveðinn frá kl. 6 að morgni til kl. 6 að kvöldi. Um matartíma er ekkert sagt, en gengið mun hafa verið út frá einum klukkutíma til matar eins og tíðkast hafði áður, og kaffi- tímum, einu sinni eða tvisvar á dag. Venjulegur dagvinnutími var því 11 klst. á dag. Þessi vinnutími hélst óbreyttur allt til ársins 1930, nema hvað skýrari ákvæði voru sett um matar- og kaffitíma. í fyrstu aukalögunum var kaupið ákveð- ið 25 aurar á klukkustund á tímabilinu 1. október til 1. apríl og eftirvinna 35 aurar. Frá 1. apríl til 1. október máttu menn ekki vinna fyrir lægra kaupi en 30 aurum á klukkustund í dagvinnu og 35 aurum í eftirvinnu. Á sunnudögum máttu menn ekki vinna nepia rtauðsyn krefði og skyldi kaupið þá vera 50 aurar til kl. 7 að kvöldi og 65 aurar eftir það. Aukalögin með þessum kjaraákvæðum gengu í gildi 1. febrúar 1906 og munu atvinnurekendur strax hafa virt þau. Eðvarð vitnar til Alþýðublaðsins (gamla), frá 11. febrúar 1906. Það skrifar Pétur G. Guðmundsson meðal annars: „Kröfurnar eru svo vægar, að félagið væri einskis virði væru þær vitund vægari.“ En þrátt fyrir þessar auðmjúku kröfur verkamanna skýrðu blöð andstæðinganna „Reykjavíkin" og „Dagblaðið“ frá því Tryggvi Emilsson um haustið að „vinnulaun hefðu hækkað í ár geipilega hér í Reykjavík fyrir samtök verkamanna“ og kvarta jafnframt um að menn haldi ekkert betur áfram við vinn- una en þeir gerðu áður. Kaupgjaldsákvæði fyrstu aukalaganna giltu þar til í ársbyrjun 1908, en þá var breytt þannig til að greiða skyldi 30 aura á klst. í dagvinnu allt árið. Þannig hélst kaupið til 1913, en þá var kaup síðast ákveðið með aukalögum félagsins. Eftir það var kaup ákveðið með auglýstum taxta eða samningum, sem þó var miklu sjaldnar allt fram að árinu 1937. Um aukalögin eða taxtann 1913 urðu nokkur átök og auglýstu atvinnurekendur annan taxta og ætluðu að lengja vinnu- daginn á ný. Þessu lauk með samkomu- lagi og hækkaði kaupið þá í 35 aura í dag- vinnu frá 1. apríl. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.