Réttur


Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 25

Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 25
er dálítið erfitt að fylgjast með hvernig Samvinnutryggingar hafa verið notaðar til að greiða fyrir Sambandinu, beint og óbeint, en ég hygg að þess hefði gætt meira en raun er á, ef Samvinnutrygging- ar hefðu ekki traustan forstjóra, sem gæt- ir hagsmuna þeirra eftir bestu getu. Hvad er til ráða? í þessu spjalli hef ég aðeins tæpt á nokkrum þýðingarmiklum þáttum í starf- semi Sambandsins, en margt er þó ótalið. Til dæmis hef ég ekki gert nein skil óhreina barninu, sem heitir Reginn h/f, og er ætl- að að draga til Sambandsins hluta úr hermangsgróðanum. En þessar ábending- ar ættu þó að duga til þess að menn geri sér grein fyrir að hér er þörf á meiri háttar hreingerningu. Ég held að það hljóti að koma til álita, að Sambandið verði greint niður í einingar, sem eru óháðar öðrum landssamtökum og þjóna hver um sig starfsemi samstæðra samvinnufélaga. Þá er í fyrsta lagi upplagt að ein einingin verði Innkaupasamband kaupfélaganna. Þar er grunnurinn tilbúinn. Björn Pálsson stingur upp á því í Tíma- grein sinni, að bændur myndi samtök afurðasölufélaganna, en þau þyrfti þá víðast að skipuleggja að nýju og greina þau frá kaupfélögunum. Hann gerir sér reyndar grein fyrir því, að þetta muni mæta andstöðu bæði kaupfélaganna og SÍS, og hann tæpir jafnvel á því, að þarna þurfi löggjafinn að hlutast til. Ef af þessu yrði, væri auðvitað sjálfsagt, að þær eign- ir, sem kaupfélögin og samvinnufélög bænda hafa safnað saman í Sambandinu, rynnu aftur til þessara aðil'a. Hvað sem þessu öllu líður, held ég að öllum ætti að vera ljóst, að íslenskir sam- vinnumenn eiga gífurlegt starf óunnið. Og næst lægi það forystumönnum í Sam- bandinu að hefja það starf, finna rétta leið af þeim villigötum, sem samvinnu- hreyfingin hefur þrætt. Verði það, eins og ég vona, er ástæða til að óska þeim góðs gengis í því þýðingarmikla endurreisnar- starfi. 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.