Réttur - 01.04.1987, Síða 25
er dálítið erfitt að fylgjast með hvernig
Samvinnutryggingar hafa verið notaðar
til að greiða fyrir Sambandinu, beint og
óbeint, en ég hygg að þess hefði gætt
meira en raun er á, ef Samvinnutrygging-
ar hefðu ekki traustan forstjóra, sem gæt-
ir hagsmuna þeirra eftir bestu getu.
Hvad er til ráða?
í þessu spjalli hef ég aðeins tæpt á
nokkrum þýðingarmiklum þáttum í starf-
semi Sambandsins, en margt er þó ótalið.
Til dæmis hef ég ekki gert nein skil óhreina
barninu, sem heitir Reginn h/f, og er ætl-
að að draga til Sambandsins hluta úr
hermangsgróðanum. En þessar ábending-
ar ættu þó að duga til þess að menn geri
sér grein fyrir að hér er þörf á meiri háttar
hreingerningu. Ég held að það hljóti að
koma til álita, að Sambandið verði greint
niður í einingar, sem eru óháðar öðrum
landssamtökum og þjóna hver um sig
starfsemi samstæðra samvinnufélaga. Þá
er í fyrsta lagi upplagt að ein einingin
verði Innkaupasamband kaupfélaganna.
Þar er grunnurinn tilbúinn.
Björn Pálsson stingur upp á því í Tíma-
grein sinni, að bændur myndi samtök
afurðasölufélaganna, en þau þyrfti þá
víðast að skipuleggja að nýju og greina
þau frá kaupfélögunum. Hann gerir sér
reyndar grein fyrir því, að þetta muni
mæta andstöðu bæði kaupfélaganna og
SÍS, og hann tæpir jafnvel á því, að þarna
þurfi löggjafinn að hlutast til. Ef af þessu
yrði, væri auðvitað sjálfsagt, að þær eign-
ir, sem kaupfélögin og samvinnufélög
bænda hafa safnað saman í Sambandinu,
rynnu aftur til þessara aðil'a.
Hvað sem þessu öllu líður, held ég að
öllum ætti að vera ljóst, að íslenskir sam-
vinnumenn eiga gífurlegt starf óunnið.
Og næst lægi það forystumönnum í Sam-
bandinu að hefja það starf, finna rétta
leið af þeim villigötum, sem samvinnu-
hreyfingin hefur þrætt. Verði það, eins og
ég vona, er ástæða til að óska þeim góðs
gengis í því þýðingarmikla endurreisnar-
starfi.
73