Réttur


Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 9

Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 9
mæltu þessari lagasetningu mjög eindreg- ið. Kaupbindingarákvæði gengislaganna gengu úr gildi 1940 og gat Dagsbrún sagt upp samningum 1. jan. 1941. Samningum var sagt upp 1. nóv. og 28. nóv. voru kröfur félagsins sendar atvinnurekend- urn. Samningsumleitanir, sem hófust um miðjan desember, báru ekki árangur. Við allsherjaratkvæðagreiðslu 22. og 23. des. var samþykkt með 1099 atkvæðum gegn 66 að boða verkfall 1. jan. ef samningar tækjust ekki. Á nýjársdegi 1941 var haldinn Dags- brúnarfundur og lagði stjórnin þar fram tilboð frá atvinnurekendum um óbreytta samninga nema greiða skyldi fulla vísi- tölu mánaðarlega á kaupið (vitað var áður að það mundi nást). Stjórnin mælti með að gengið yrði að þessu tilboði. Fundurinn samþykkti hinsvegar með 446 atkvæðum gegn 101 að halda fast við kröfurnar og auglýsa þær sem kauptaxta, ef ekki yrði að þeim gengið. Kröfurnar voru: Stytting vinnudagsins um eina klukkustund og hækkun grunnkaupsins úr kr. 1,45 í kr. 1,62 (þ.e. óbreytt dag- kaup). Hófst nú verkfall 2. janúar við þær einstæðu aðstæður að verkamenn höfðu stjórn síns félags á móti sér. Verkfallið stóð í eina viku, en á meðan á því stóð varð sá atburður að breska her- stjórnin fangelsaði forustumenn stjórnar- andstöðunnar í félaginu og þar með verk- fallsins. (Og var Eðvarð Sigurðsson einn meðal þeirra sem hnepptir voru í fang- elsi). 8. janúar var látin fara fram allsherjar- atkvæðagreiðsla í Dagsbrún um sömu til- lögur og fundurinn á nýjársdag felldi og fór nú svo að þær voru samþykktar með 879 atkvæðum gegn 808 og ósigur félags- ms vegna fjandsamlegrar afstöðu stjórnar þess þar með innsiglaður. Samningar þessir, sem fjöldi verka- manna leit á sem hreina nauðungarsamn- inga, áttu að gilda til ársloka, en þáver- andi stjórn sagði þeim ekki upp þrátt fyrir vaxandi óánægju verkamanna með þá. Varð allt þetta til þess að stöðugt fleiri verkamenn snerust gegn þessari stefnu í félagsmálum. í ársbyrjun 1942 gaf ríkisstjórnin úr bráðabirgðalög, gerðardómslögin eða þrælalögin eins og þau almennt voru kölluð, með þeim voru kauphækkanir bannaðar og sömuleiðis öll verkföll. Af- lýst var þá verkfölium nokkurra félaga, sem voru hafin. Árið 1942 var kosin ný stjórn í Dags- brún undir forustu Sigurðar Guðnasonar, á því ári voru þrælalögin brotin niður og voru á miðju sumri orðin ómerkt pappírs- plagg og var það viðurkennt af ríkis- stjórninni og þau formlega numin úr gildi 1. september. I þeim tilgangi að rifja upp kaupgjalds- baráttu Dagsbrúnarmanna og minna á lífskjarabaráttuna frá stofnun Dagsbrún- ar 1906 fram að árinu 1942 hefi ég leyft mér að umskrifa svo til orðrétt blaðagrein Eðvarðs Sigurðssonar í blaðinu Dagsbrún (1956). Framhald frá 1942 — kemur svo væntanlega í næstu grein og þá einnig byggt á frásögn Eðvarðs. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.