Réttur


Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 11

Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 11
Dýrtíðin var mikil á stríðsárunum fyrri en vinnan minnkaði þá mikið. En það var sama hvort unnin var eftirvinna eða ekki, kaupið var alltaf það sama. Ég leigði hjá Andrési Bryde, hjá honum var ég á bátum. í hvert sinn er ég borgaði honum húsaleiguna var flaskan á lofti. Já, það var nóg af því í þá daga. En það sást aldrei að menn væru ölvaðir við vinnu. Og á fé- •agsfundum sá ég aldrei vín á nokkrum •nanni. Félagið vann á móti áfengisdrykkju. — Guðmundur Gissurarson húsráð- andi í litlum bæ við Lindargötu 35 var einn af stofnendum Dagsbrúnar. Hann var fæddur 30. ágúst 1867 í Litlabæ sem var rétt við Lindargötu 35 en þar hafði hann verið í 68 ár þegar samtalið fór fram. Eina húsið við Laugaveginn var Vísir, þar bjó Jón yfirdómari. Þar fyrir vestan þar sem Völundur er nú, við Klapparstíg, var Lindin, sem Lindargata heitir eftir. Lind var einnig hér fyrir neð- an á Kveldúlfslóðinni. Þarna kom vatnið hreint upp úr jörðinni. Svo var gerður brunnur. Þá kom upp taugaveiki. Niku- lásarkot var skammt frá þar sem Land- smiðjan er nú. Þá var holtið hér einn svakki í rigningum, og vorum við að stela steini og steini úr görðum til að stikla á hingað heim. Það voru engar götur um holtið. Þeir gátu farið að leggja Laug- aveginn og brúa lækinn, — Fúlutjarnar- lækinn — eftir að tveir kvenmenn sem voru að koma úr þvottalaugunum fórust í læknum. Nei það var engin brú á læknum, ekkert að gera nema vaða hann. Hann var krappur, djúpur og illur yfir- lerðar, einkum í myrkri. Það var ljóta ferðalagið að fara í. Laugar þá og standa úti í hvaða veðri sem var. Sæmundur með sextán skó bar marga poka af þurrum þvotti inn í Laugar suma daga og blautan þvott til baka. Á morgnana bar hann vatn. Það er húsráðandinn í litlum bæ við Lindargötu 35 sem talar. Dyr móti norð- vestri. Smellilás að utan. Skellihurð að innan, með járnlóði. Skafbylurinn ham- ast á bænum, en við heyrum það ekki inn. Veggir eru þykkir, hlaðnir úr höggnum grásteini úr holtinu. Bærinnn er lágreistur og tekur lítið á sig í veðrum. Inni er hlýtt og andlit húsráðandans er hann spjallar við gesti sína ljómar af þeirri fölskvalausu gleði er ekki verður séð í háreistum sam- kvæmissölum. Nei, Guðmundur Stefáns- son næturvörður byggði þennan bæ, Guð- mundur Gissurarson keypti hann árið 1903 á 1700 krónur. Þá var ég farinn að búa. Ég hefði aldrei farið að búa ef konan hefði ekki verið duglegri en ég. Nei við áttum ekkert og fengum ekkert nema skammir í heimamund. Ég átti ekk- ert nema puttana þegar ég fór að búa. Seldi jakkann minn og keypti fyrir hann fyrstu aðdrættina. Fór svo að róa niðri í Klapparvör, við vorum á fjögurra manna fari, Jóhann í Klapparhúsum var formað- ur. Þá gat maður ekki fengið neitt fyrr en fiskurinn var þurr. Ég bar fiskinn til þurrkunar inn á móts við Laugaveg 60, þá voru þar klappir, konan bar með mér á börum. Ég man það að eitt sinn fékk ég 30 krónur fyrir skippund af fiski, þóttist ég þá ríkur maður. Guðmundur Gissurarson var spurður hvernig kjörin voru áður en Dagsbrún var stofnuð. Þá var allt borið af bryggjunum upp í pakkhús. Þegar þangað var komið voru handleggirnir bilaðir. Það var ljótt að detta á hausinn með saltpoka. Konur unnu jafnt og karlar í timbri og kolum, sumar voru komnar á steypirinn. Það var ljótt. Við höfðum aldrei frí á sunnudög- um. Það var enginn matartími. Matur var 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.