Réttur


Réttur - 01.04.1987, Side 1

Réttur - 01.04.1987, Side 1
léttur 70. árgangur 1987 - 2. hefti Manngildi íslendinga og sjálfstæö hugsun beiö sáran ósigur í nýafstöðnum kosningum. í fyrsta skipti í sögu vorri haföi peningavaldið úrslitaáhrif á útkom- una. Talið er aö stjórnarflokkarnir tveir hafi eytt yfir 15 milljónum króna í þess- ar kosningar, mynda-auglýsingar í blöðum o.s.frv. Og svo hefur tekist að minnka pólitískan þroska þjóðarinnar með 45 ára hersetu og látlausum áróðri til eflingar þrælslundinni að slík varð útkoman hjá þeirri þjóð, sem í reisn sinni neitaði bandaríska hervaldinu um 99 ára yfirdrottnun 1945. Með þessar staðreyndir í huga þarf ekki að undra þótt Alþýðubandalagið hafi borið skarðan hlut frá borði í viðureign við volduga fjölmiðla peninga- valdsins, en skorti nú sjálft þann bitra brand, er Þjóðviljinn forðum var í frels- isbaráttu alþýðustéttar og þjóðarheildar. — En gleymum því ei, að það er aðeins orustan, sem hefur tapast við erfiðar kringumstæður, en stríðið heldur áfram: frelsisstríð þeirrar íslensku alþýðu, sem verið er að reyna að hneppa á ný í fjötra fátæktar og vinnuþrældóms og það af ríkustu yfirstétt, sem á íslandi hefur drottnað og fær fyrst og fremst milljónatuga auð sinn frá ofbeldis-auðvaldi því, sem hefur gert hvorttveggja í senn: lækkað laun hins vinnandi fólks og hertekiö land vort með ofbeldi og svikum. Hræsni stríðsgróðalýðs Bandaríkjanna sýndi sig sem oftar á Reykjavíkur- fundinum 9. - 11. júní. „Fagurt skal mæla, en flátt hyggja", — má segja um erindreka þeirra, er þóttust vilja samþykkja einhverja fækkun kjarnorkustöðva á landi, en gróðalýður vopnaframleiðslunnar lýsti því um leið yfir að hann myndi stórauka kjarnorku-kafbátaflota sinn, einkum á Norður Atlantshafi. Þessir herrar eru farnir að óttast almenningsálitið eftir slys í kjarnorkustöðv- unum á landi, en vilja nú margfalda hættuna jafnt í legi sem í lofti, því flug- vélaflotann skulu þeir og fá að auka. M.ö.o.: Gróðinn af manndrápsvélum

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.