Réttur


Réttur - 01.04.1987, Síða 7

Réttur - 01.04.1987, Síða 7
í ársbyrjun 1921 hófu atvinnurekendur kauplækkunarherferð og heimtuðu að kaup verkamanna lækkaði í 90 aura (úr kr. 1,48) og hótuðu að stöðva togarana ef ekki yrði að því gengið og framkvæmdu þá hótun að nokkur leyti. Atvinna var lít- il í bænum og mikið um aðkomumenn í atvinnuleit. Var mikið þjarkað um þessi mál, en svo fór að lokum að Dagsbrún gerði samkomulag um að lækka kaupið niður í kr. 1,20. Var það gert 21. mars. Mestu mun hafa ráðið um að verkamenn samþykktu þessa lækkun, að þeir trúðu um of þeim áróðri andstæðinganna að at- vinna yrði meiri ef kaupið lækkaði. Menn sáu líka fljótt að þeir höfðu verið illa blekktir því atvinna var miklu rýrari næstu ár á eftir en verið hafði áður. 24. mars var gerð fundarsamþykkt um að allt yfirvinnukaup skyldi vera kr. 3,00 á klst. Atvinnurekendur vildu ekki greiða nema kr. 1,50. Urðu um þetta nokkur átök við höfnina og var eftirvinna oftar en einu sinni stöðvuð af stjórn Dagsbrúnar. í þessum átökum átti „Pjóðhjálpin“ verk- fallsbrjótalið sem stofnað var, að koma til aðstoðar atvinnurekendum, en lét aldrei sjá sig, enda voru verkamenn oft hundr- uðum saman við höfnina á kvöldin. Verkamenn báru sigur af hólmi í þessum átökum. Eftir þetta gekk á ýmsu í kaupgjalds- baráttunni og var ýmist að kaup hækkaði um nokkra aura eða lækkaði á ný og var á vordögum 1930 kr. 1,20 á klst. í dag- vinnu, eftirvinnukaup kr. 2,00 og nætur og helgidagakaup kr. 2,50. Við stofnun Dagsbrúnar 1906 var, eins og fyrr segir, dagvinnutíminn ákveðinn frá kl. 6 - 6 að frádregnum einum tíma til matar, eða 11 klst. vinnudagur. Oft var rætt um að stytta vinnudaginn og ekki hvað síst að takmarka yfirvinnuna. Til framkvæmda kom í þessum málum þó ekki fyrr en 1930. Um veturinn það ár var mikil næturvinna unnin við höfnina (og segir frá því á öðrum stað, að þegar Hannes Hafstein kom af saltfiskveiðum seint að kvöldi, var þá norðan rok og frost mikið. Byrjað var undir eins að af- ferma skipið og unnið alla nóttina. Dag- inn eftir veiktust þrír verkamenn sem unnu við uppskipunina um nóttina, af lungnabólgu, og dóu tveir þeirra). Petta varð til þess að á Dagsbrúnarfundi 15. mars 1930 var samþykkt að banna nætur- vinnu eftir kl. 10 að kvöldi. Bann þetta átti að gilda til 18. maí um vorið og gekk allgreiðlega að koma því á. Á félagsfundi í Dagsbrún 10. maí 1930 var samþykkt að undangenginni allsherj- ar atkvæðagreiðslu, að næturvinnubannið skyldi gilda áfram. Jafnframt var sam- þykkt að frá og með 14. maí skyldi dag- vinna teljast frá kl. 7 að morgni til kl. 6 að kvöldi, tímakaup í dagvinnu skyldi vera kr. 1,36 á klst. og kr. 2,50 í eftirvinnu. Með þessu var vinnutíminn styttur um eina klst. í dagvinnu og dagkaupið hækk- að úr kr. 13,20 í kr. 13,60, og var þetta stærsta skrefið sem Dagsbrú hafði stigið í kjarabaráttunni frá stofnun 1906. Þessari skipan mála vildi Reykjavíkurbær ekki hlíta, í bæjarvinnunni hafði kaupið verið kr. 1,10 frá 1927, svipað hafði kaupið ver- ið í byggingarvinnunni og í fiskverkunar- stöðvum. Dagsbrún hótaði verkfalli frá 20. maí, af því varð þó ekki og gekk kauptaxtinn í gildi og má segja að eftir það hafði að mestu verið úr sögunni það misræmi í kaupi sem verið hafði árin á undan. Gúttóslagurinn Eftir þetta hélst kaupið óbreytt til árs- ins 1937. Með árinu 1930 fóru í hönd 55

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.