Réttur


Réttur - 01.10.1988, Page 30

Réttur - 01.10.1988, Page 30
SjálfboAavinna: Verkefni fjöldans. taki í vaxandi mæli ábyrgð á stjórn lands- ins og framvindu efnahagsmála. Þriðja þing Kommúnistaflokks Kúbu 1986 tók þessa meginreglu til umræðu. Hún var rædd bæði meðal þingfulltrúa og í öllum helstu fjöldasamtökum landsins. Það var upphafið að pólitískri leiðrétt- ingu. Mikilvægi hennar má marka af þeim orðum Fidels Castro á þinginu, að bylt- ingin stefndi ekki í átt til sósíalisma eöa kommúnisma, heldur kerfis sem er verra en kapítalisminn. Mistökin hefðu getað gengið svo langt, að kúbönsk alþýða hefði glatað byltingarákefðinni, stjórn- málaáhuganum og sköpunargleðinni. Forysta Kommúnistaflokksins hafði áður gert þessi vandamál að umtalsefni. Árið 1979 hélt Raúl Castro, varnarmála- ráðherra, ræður fyrir hönd pólitísku nefndar flokksins þar sem hann vakti meðal annars athygli á linku og spillingu margra umsjónarmanna í iðnframleiðslu og landbúnaði. Hann livatti alþýðu manna til árvekni, því leysa þyrfti þessi og önnur vandamál sem hömluðu þróun og framförum. Hann benti á að hér væri ekki um fljótræðisverk að ræða, heldur langt ferli og baráttu. Árið eftir áttu sér staö fjölmennustu mótmæli sögunnar á Kúbu. Af 10 milljón- um íbúa landsins, mótmæltu 5 milljónir á götum úti ógnum Bandaríkjanna. Út- sendarar Bandaríkjastjórnar báru að hluta til ábyrgð á upphlaupi og afbrotum marga einstaklinga sem ekki gátu sætt sig við byltinguna og svipmótið sem hún var að byrja aö taka á sig. Þetta ár, 1980, voru varnir Kúbu endurskipulagðar er ein og hálf milljón sjálfboðaliða, mest konur, gengu til liðs við heimavarnarliðið. Nokkru seinna var skrifræði og spilling umræðuefni ungkommúnista og smá- bænda á sögulegum þingum þeirra. Mikilvægasta aðferðin til að hrinda 174

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.