Réttur


Réttur - 01.10.1988, Page 45

Réttur - 01.10.1988, Page 45
JENS GUÐMUNDSSON: Játvarður Jökull Júlíusson Minningargrein um góðan dreng og baráttuhetju Játvarður Jökull Julíusson rithöfundur og fyrrverandi bóndi er látinn. Ein- stæðri hetjusögu og merkri starfsævi er lokið. Játvarður var fæddur á Miðjanesi í Reykhólasveit ó.nóvember 1914. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra á Reykhólum 15. október síðastliðinn. Játvarður átti til þróttmikilla og greindra Breiðfirðinga að telja. Móðir hans, Helga Jónsdóttir, Guðmundssonar bónda á Miðjanesi, var greind mannkostakona, atorkumikil og áhugasöm. Þannig mynd hefur hún mótað í mínum huga eftir um- ræöu samtíðarmanna. Persónuleg kynni af henni hafði ég ekki. Júlíus Ólafsson, Jónssonar garðyrkju- manns, var harðgreindur, víðlesinn og víðförull, sérstæður og eftirminnilegur persónuleiki. Júlíus var langdvölum fjarri heimili sínu. M.a. kennari á ýmsum stöðum og auk þess stundaði hann fleiri störf utan heimilis. Það kom því í hlut Helgu að annast búið og heimiliö við þau frum- stæðu verkskilyrði er þá tíðkuðust. Þar við bættist að systir Játvarðar, nokkru yngri en hann, var astmasjúklingur er þurfti sérstaka umönnun. Játvarður þekkti því frá blautu barnsbeini harðræði lífsbaráttunnar hjá alþýðu þessa lands á fyrri hluta þessarar aldar. En jafnframt kynntist hann hugsjónum og baráttuvilja aldamótakynslóðarinnar. Þetta hygg ég að öðru fremur hafi mótað lífsstíl hans og þroskaferil. Á Miðjanesi var oftast tvíbýli á upp- vaxtarárum JáÞarðar. Ábúendaskipti voru tíð. Sumir þeirra manna létu félags- og landsmál mjög til sín taka. Það er því augljóst að strax á barnsaldri hefur Ját- varður komist í snertingu við pólitíska umræðu. Hann hefur í blaðaviðtali gert grein fyrir sínum pólitísku þenkingum á ung- lingsárunum. Fyrst aðhylltist hann Fram- sóknarflokkinn, en fljótlega fannst hon- um sá flokkur hverfa um of frá sinni upp- haflegu stefnu og þá skipaði hann sér í raðir sósíalista og fylgdi þeirri stefnu æ síðan. Mér hefur alltaf virst sósíalismi Játvarðar mótast meir af hjartans einlægni 189

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.