Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 47
Það er erfitt að gera sér grein fyrir,
hvílíkt áfall það er einyrkja bónda með
sjö börn í ömegð, að inissa starfsþrek sitt
og finna líkama sinn visna skref fyrir
skref.
Hjá J átvarði var aldrei uppgjöf að
finna. Hann barðist við sjúkdóm sinn
með einstæðri hetjudáð. Hefi ég heyrt
haft eftir læknum að sú barátta nálgaðist
að vera brot á líffræðilegu lögmáli.
Eftir því sem líkaminn visnaði og kraft-
ana þraut, einbeitti hann sér æ meir að
ritstörfum.
Snemma fór hann að reifa skoðanir sín-
ar á fundum og í blaðagreinum. Ritferil
sinn hóf hann i handskrifuðu blaði ung-
mennafélagsins og ræðumennsku á fund-
um sama félags.
Strax þá kom í ljós vald hans á íslensku
máli. Staðgóö þekking og rökföst fram-
setning. Á yngri árum þótti mörgum hann
helst til óvæginn. En brandur hans var
svo beittur og lögin markviss að mjög
varð úr höggi að draga svo ekki sviði.
Með auknum þroska mildaðist stíllinn
en sljóvgaðist þó aldrei. Það var viðtekin
venja samstarfsmanna hans, jafnt sam-
herja sem andstæðinga, að fela honum að
semja öll bréf, ávörp og orðsendingar.
Hann virtist umhugsunarlaust leysa slík
verkefni þótt öðrum fyndist ærinn vandi.
Slíkt var vald hans á máli og efni.
Eftir að hann gat ekki lengur haldið á
penna, las hann fyrir en aðrir skrifuðu.
Þegar höndin hætti að hlýða skipun tók
hann að pikka á ritvél með priki, sem
hann hafði i munninum. Nafn sitt skrifaði
hann ávallt þannig að stýra penna með
munninum. Síðustu árin hafði hann tekið
tölvu í þjónustu sína.
Við þessi skilyrði skrifaði hann fjórar
bækur ásamt fjölda greina og annarra
verkefna.
Bækurnar eru:
Umleikinn ölduföldum, útgefin 1979,
Sigríður stórráða, 1985,
Saga Torfa Bjarnasonar og Ólafs-
dalsskóla, 1986 og
Hefur liðugt tungutak, 1987.
Þá hefur hann ritstýrt útgáfu marka-
skrár Austur-Barðastrandarsýslu þrisvar
sinnum.
Þessi afköst virðast ærin heilbrigðum
hvað þá lömuðum manni, nánast ofur-
mannleg. Mörg þessara verka kröfðust
söfnunar og könnunar heimilda, en hann
gat hvorki handleikið bók né blað.
Þar kemur til ómetanlegur þáttur konu
hans, sent auk þess að annast hann sem
sjúkling, aðstoðaði hann við að fletta
191