Morgunblaðið - 05.01.2006, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Miðborg | Slippurinn í Reykjavík
verður vettvangur hátíðarhalda á
þrettándanum. Verður þar skyggnst
inn í sérkenni og stemmningu þessa
sögulega svæðis í hjarta borgarinnar,
en það tekur brátt stakkaskiptum
þegar nýtt skipulag vegna Mýrargöt-
ureits tekur gildi.
Markmið hátíðarinnar er að varpa
ljósi á leyndardóma svæðisins og
hvetja fólk til að upplifa Slippinn í
sinni nýverandi mynd. Af því tilefni
verður lifandi myndum blandað við
hljóðflaum og litróf Slippsins. Raf-
væddir tónar Músikhvats munu líða
um svæðið og rithöfundarnir Sig-
urbjörg Þrastardóttir og Gunnar
Hersveinn heiðra Slippinn með hug-
leiðingum sínum. Þá verður frumsýnt
vídeóverk bandaríska listamannsins
Lee Walton, Making Changes,
Reykjavik, Iceland, auk þess sem
kveikt verður Slippabál.
Dagskráin fer fram í Slippnum og
versluninni Guerilla-Store, sem er til
húsa í Slippfélagshúsinu við Mýr-
argötu, en að henni standa hug-
myndatilraunastofan Úrbanistan í
samstarfi við Guerilla-Store og ýmsa
velunnara og heimamenn í Slippnum.
Ásýnd miðbæja gjörbreytist
Ásta Olga Magnúsdóttir, annar að-
standenda Úrbanistan, segir Slippinn
og lík athafnasvæði hörfa óðum úr
miðborgum víða um heim. Sjálf er
hún alin upp í Vesturbænum, aðeins
steinsnar frá Slippnum. „Þessi iðn-
aðarsvæði sem hafa verið í mið-
bænum eru smám saman að hverfa,
ekki bara hér, heldur úti um allt, t.d. í
Kaupmannahöfn. Það er margt sem
hverfur með því, t.d. form og litir og
stemmning á hafnarsvæðum og þá
gjörbreytist ásýndin og stemmningin
í þessum hverfum,“ segir Ásta Olga
og bætir við að breytingarnar séu
ekki endilega slæmar, en mjög vand-
meðfarnar. „Það er viss tregi í manni
og líka viss tilhlökkun og það skiptir
máli hvernig þessar breytingar ger-
ast. Það er ekki sama hvernig er
breytt. Við erum ekki á móti breyt-
ingunum, en viljum vera mjög vak-
andi og hafa samræðu um hvaða hug-
sjónir liggja að baki nýju umhverfi.“
Ásta Olga og félagi hennar í Úr-
banistan, Anna María Bogadóttir,
hafa lengi velt fyrir sér gildismati
menningarlandslags og umhverf-
isgæða. „Það fara t.d. fram húsakann-
anir þegar verið er að endur-
skipuleggja, en það verður ýmislegt
eftir, sem er erfitt að leggja mat á
hvers virði er,“ segir Ásta Olga. „Svo
skiptir líka miklu máli að vera með-
vitaður um svæðið eins og það er
núna, að það getur átt sinn þátt í að
blása nýju lífi í svæðið í framtíðinni.
Það er ákveðinn persónuleiki og
stemmning hérna og margir sem hafa
oft sagt að ef hverfi hafi engan kar-
akter séu þau ekkert rosalega spenn-
andi. Það er ekki auðvelt að búa til
karakter og skapa sál í hverfi eða
húsi. Það er ekki auðvelt að skipu-
leggja það ofan frá, heldur verður það
að koma frá fólkinu.“
Minningum safnað
Ásta Olga og Anna María tóku
meðal annars þátt í sýningunni
„Hvernig borg má bjóða þér?“ sem
var sett upp í september í Listasafni
Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Framlag
þeirra var þá tilraunastofan Úrban-
istan, þar sem var m.a. að finna kort
af Reykjavík þar sem fólk gat sett inn
punkta þar sem það fengi mesta orku
og innblástur og hvar það hitti fólk.
Þá var hægt að setja inn á kortið
uppáhalds göngutúra fólks og fleira.
Þetta kort má nú finna á netinu á
www.urbanistan.org/borgartilraun1,
en á því má segja að einhver huglæg
gildi borgarinnar séu kortlögð.
Á meðan á hátíðinni stendur og
næstu tvo daga eftir hana, verður
hugmyndum og minningum um
Slippinn sem og sögum og hlutum úr
Slippnum safnað saman og komið fyr-
ir í svonefndu tímahylki í þar til gerð-
um Slippabanka. Verður þar að sögn
aðstandenda hátíðarinnar um að
ræða huglæg verðmæti sem hægt
verður að leysa út í framtíðinni.
Minningum um Slippinn safnað saman á sérstakri Slipphátíð á þrettándanum
Skoða þarf
menningarlands-
lag sem víkur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hugmyndasmiðir Anna María Bogadóttir og Ásta Olga Magnúsdóttir starfrækja hugmyndatilraunastofuna Úr-
banistan þar sem þær velta fyrir sér borgarumhverfi og hugmyndafræði í skipulagi.
Gamalt umhverfi Slippurinn gamli víkur brátt fyrir nýju skipulagi.
Eftir Svavar Knút Kristinsson
svavar@mbl.is
TENGLAR
..............................................
www.urbanistan.org
www.guerilla-store.com
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
AKUREYRI
ÞRETTÁNDAGLEÐI Íþrótta-
félagsins Þórs verður haldin á morg-
un, föstudaginn 6. janúar, á íþrótta-
svæði Þórs við Skarðshlíð og hefst
hún klukkan 19.
Að þessu sinni verður Þrett-
ándagleðin með breyttu sniði, þar
sem hún fer að hluta til innandyra í
Fótboltaskemmunni á félagssvæð-
inu. Þór hefur fengið fjöllistamann-
inn Örn Inga til þess að hafa umsjón
með Þrettándagleðinni að þessu
sinni og það mun eflaust gefa hátíð-
inni nýjan og ferskan blæ.
Auk hinna hefðbundnu skemmti-
atriða s.s. álfakóngur og -drottning,
tröll, jólasveinar, púkar sem verða á
svæðinu mun söngvarinn Jónsi
mæta á hátíðina og taka lagið með
börnunum. Í lokin mun síðan verða
haldin mikilfengleg flugeldasýning.
Þrettándagleði
ÞAU voru bara kát og hress, krakk-
arnir í 7. bekk Síðuskóla þar sem
þau gengu fylktu liði frá skólanum
sínum í sundkennslu, en hana sækja
þau í Glerárlaug við Glerárskóla.
Eflaust hefur mörgum reynst erfitt
að vakna fyrir alla aldir í gærmorg-
un, þegar skólar hófu starfsemi
sína á ný. Oft vill það verða svo í
jólaleyfum skólanema að sólar-
hringnum er snúið dálítið við, vak-
að fram eftir nóttu og sofið fram á
dag. Þessir krakkar virtust samt
bara hin ánægðustu með að hittast
á ný í skólanum og taka upp dag-
legar venjur. Þá er gott að taka
hressandi sundsprett og skola af
sér jólaletina og flugeldarykið.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Skola af sér jólaletina!
ÍBÚUM á Eyjafjarðarsvæðinu
fjölgaði um 186 manns, sem er
0,8%, þeir voru 23.176 í lok árs
2004 en voru 23.362 í byrjun des-
ember á nýliðnu ári samkvæmt
upplýsingum sem Hagstofan tek-
ur saman. Þetta er þó nokkuð
undir landsmeðaltali, sem er
2,1%. Mest munar um fjölgun íbúa
á Akureyri um 277 íbúa eða 1,7%
sem er hlutfallslega sama fjölgun
og á höfuðborgarsvæðinu. Hlut-
fallslega er þó fjölgunin langmest
í Grímsey eða um 11% en þar
fjölgaði íbúum úr 92 í 102.
Íbúum fjölgar auk þess um 20 í
Svalbarðsstrandarhreppi eða um
5.5% og eru þeir nú 382 og í Hörg-
árbyggð um 8, eða 2% og eru íbú-
ar þar nú 399 talsins. Á öðrum
stöðum í Eyjafirði fækkaði fólki,
hlutfallslega mest í Grýtubakka-
hreppi þar sem nú eru 366 íbúar
en þeir voru 388, fækkaði um 22 í
sveitarfélaginu á milli ára eða
5,7%.
Á Siglufirði fækkaði um 42 eða
um 3%, á Ólafsfirði fækkaði um 34
eða um 3,5%, í Dalvíkurbyggð
fækkaði um 6 manns eða 0,3%, í
Arnarneshreppi fækkaði um 8 eða
4,3% og í Eyjafjarðarsveit fækk-
aði úr 995 í 978 eða um 17 manns
sem eru 1,7%.
Eyjafjarðarsvæðið
Íbúum fjölgaði um 0,8%
JÓLATRJÁM bæjarbúa verður að
venju safnað saman að loknum jól-
um og þau nýtt til endurvinnslu.
Markmiðið er að minnka magn
sorps sem fer til urðunar og end-
urnýta jólatrén, um leið og bæj-
arbúum er gert hægara um vik að
losa sig við trén. Jólatré sem lokið
hafa hlutverki sínu verða kurluð og
afurðin m.a. notuð til jarðvegs-
gerðar.
Gefst bæjarbúum kostur á að
setja trén í sérstaka gáma sem verða
við Kaupang, Hagkaup, Sunnuhlíð
og verslunina Síðu, dagana 6. til 13.
janúar.
Gámarnir eru eingöngu ætlaðir
fyrir jólatré. Þar að auki má koma
með trén á gámastöðina við Rétt-
arhvamm þegar þar er opið. Þá
verða starfsmenn Framkvæmda-
miðstöðvar bæjarins á ferðinni í
hverfum bæjarins í næstu viku, frá
mánudegi til föstudags
og safna jólatrjám sem sett hafa
verið út að götu við lóðarmörk. Ekki
verður safnað trjám frá fyrirtækjum
og stofnunum en forsvarsmönnum
þeirra er bent á að nýta sér söfn-
unargáma og gámastöðina við Rétt-
arhvamm.
Þá verður tekið á móti afgangs-
trjám frá söluaðilum jólatrjáa á
sorphaugasvæðinu á Glerárdal.
Trén þurfa að vera án umbúða og
þau þarf að vigta áður en þau fara til
úrvinnslu á jarðgerðarsvæðinu, seg-
ir í frétt á vef Akureyrarbæjar.
Jólatrén endurnýtt
HA haldi stöðu sinni | Vörður, fé-
lag ungra sjálfstæðismanna á Ak-
ureyri, hefur sent frá sér ályktun,
þar sem skorað er á Þorgerði Katr-
ínu Gunnarsdóttur mennta-
málaráðherra, að leita leiða til að
tryggja rekstrargrundvöll Háskól-
ans á Akureyri svo skólinn haldi
sterkri stöðu sinni. Í nýlegri skýrslu
Ríkisendurskoðunar kom fram að
tekjur á hvern háskólanema eru um
30% lægri við Háskólann á Akureyri
en við Háskóla Íslands. Þetta er að
mati Varðar óásættanlegt og þarf að
leiðrétta. Háskólinn á Akureyri hef-
ur sýnt að hann á betra skilið. Tekið
er undir orð Þorsteins Gunn-
arssonar rektors um að staða mála
sé óásættanleg, auka þarf möguleika
skólans til að afla sértekna, framlag
til rannsókna þarf að hækka og
húsaleigukostnað vegna Borga þarf
að bæta.