Morgunblaðið - 02.02.2006, Side 10

Morgunblaðið - 02.02.2006, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VÖKUDEILD Barnaspítala Hringsins fagnar 30 ára afmæli í dag. Að sögn Ragnheiðar Sigurð- ardóttur deildarstjóra hefur margt breyst til batnaðar á undanförnum áratugum. „Þetta er náttúrlega mik- ill munur frá því sem áður var. Frá opnun fæðingardeildarinnar árið 1947 var fyrirburum og nýburum sinnt í einu herbergi á kvennadeild og þar voru t.d. engin tæki til önd- unarhjálpar, aðeins súrefni á kút- um,“ segir Ragnheiður og bendir á að aðstæður til meðferðar á veikum nýburum hafi verið ákaflega frum- stæðar fram til þess tíma er vöku- deildin tók til starfa 1976. Að sögn Ragnheiðar er óhætt að segja að tekið hafi verið stórt skref inn í framtíðina þegar deildin var opnuð á sínum tíma, en deildin hlaut frá upphafi góðar tækjagjafir úr ýmsum áttum. Deildin hefur verið í núverandi húsnæði sínu í tæp þrjú ár og er í björtu og rúmgóðu rými á þriðju hæð á Barnaspítalanum. Þar er deildin í beinni tengingu inn á þriðju hæð kvennadeildar Landspít- alans þar sem eru skurðstofur og fæðingarstofur. Um 19% allra nýfæddra barna á landinu koma við á vökudeild Vökudeild er sjúkradeild fyrir fyr- irbura og nýbura, sem þurfa á sér- hæfðri meðferð að halda og er hún, að sögn Ragnheiðar, eina deild sinn- ar tegundar hérlendis. Nýburaskeið spannar fyrstu fjórar vikur lífsins og eru börn því ekki lögð inn á þessa deild ef þau eru eldri en mán- aðargömul. Á deildinni eru tvö sjúkrarými, annars vegar tvískipt rými fyrir 10 gjörgæslusjúklinga og hins vegar salur sem rúmar 12 sjúk- linga. Að sögn Ragnheiðar er sá sal- ur fyrir börn sem eru ekki eins veik og einnig litla fyrirbura meðan þeir eru að ná vexti og þroska til að geta útskrifast til síns heima. Auk þessa er eitt einangrunarherbergi á deild- inni sem og tvö herbergi til gistingar fyrir foreldra. Að sögn Ragnheiðar eru rúmlega fjögur þúsund fæðingar í landinu á ári hverju og má gera ráð fyrir að milli 18–19% allra nýfæddra barna komi við á vökudeildinni, en flest barnanna eru lögð inn á deildina strax eftir fæðingu. „Gera má ráð fyrir að helmingur þessa hóps, eða á bilinu 350–400 börn, dvelji hjá okkur í einhverja daga, en meðallegutím- inn eru tólf dagar. Hinn helming- urinn, eða um 400 börn, dvelur hér hins vegar aðeins í örfáar klukku- stundir,“ segir Ragnheiður og bend- ir á að deildin sé vel tækjum búin, en auk hitakassa eru þar ýmiss konar öndunarvélar, vökva- og lyfjadælur. Bendir Ragnheiður á að öll börn sem koma inn á vökudeild fari í hitakassa þar sem m.a. er hægt að gefa þeim súrefni sé þess þörf, án þess að tengja þurfi börnin sérstaklega við öndunarvél. Aðspurð segir hún að yngsta barnið sem komið hafi inn á deildina hafi verið fætt á 24. viku meðgöngu og léttasta barnið vera um 500 g sem sé svipað og þekkist erlendis. Stökkbreytingar í meðferð ný- og fyrirbura Spurð hvernig hún sjái framtíðina fyrir sér bendir Ragnheiður á að stökkbreytingar hafi orðið í meðferð ný- og fyrirbura á ekki lengri tíma en þrjátíu árum sem m.a. varð til þess að dánartíðni ungbarna hafi lækkað til muna. „Ég reikna með að þróunin verði hröð áfram og að ný lyf, tækni og tæki muni hjálpa okkur enn frekar. Ég vona líka að mæðra- verndinni lánist að hjálpa sem best við að seinka því að konur fæði fyrir settan tíma, þannig að minnstu fyr- irburunum fækki, því þeir eru auð- vitað í mestri hættu á að lenda í vandræðum.“ Á vökudeildinni starfa þrjátíu hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar, fimm læknar auk aðstoðarfólks. Bendir Ragnheiður á að vökudeildin sé í raun gjörgæsludeild og því sé sólarhringsþjónusta og sama mönn- un allan sólarhringinn alla daga árs- ins. Viðmiðið er að á öllum vöktum séu fimm starfsmenn, þar af fjórir hjúkrunarfræðingar og einn sjúkra- liði. Aðspurð um áherslur í hjúkrun deildarinnar segir Ragnheiður hana miða að einstaklingshæfri fjöl- skylduhjúkrun þar sem barnið ásamt fjölskyldunni sé skilgreint sem skjólstæðingur hjúkrunar. Þetta kalli á að samstarf hjúkr- unarfræðinga, sjúkraliða og lækna sé náið sem sé mikilvægt til að sem bestum árangri verði náð. „Markmið okkar er að barnið nái heilsu og þroska og að fjölskyldan fari heim vel undirbúin sem fjölskyldueining, tilbúin til að takast á við hlutverk sitt,“ segir Ragnheiður að lokum. Margt breyst á þeim þrjátíu árum sem eru liðin frá því vökudeild Barnaspítala Hringsins var opnuð Stórt skref stigið inn í framtíð- ina með opnun deildarinnar Morgunblaðið/Sverrir Stökkbreytingar hafa orðið í umönnun fyrirbura og nýbura, að sögn Ragnheiðar Sigurðardóttur deildarstjóra. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í dag. Á dagskrá eru m.a. frum- vörp menntamálaráðherra um háskóla, grunnskóla og æsku- lýðslög. Þá fara fram umræður um útvarpslög og stjórnskipun- arlög. Einnig er á dagskrá þings- ályktunartillaga um stofnbrauta- kerfi fyrir hjólreiðar. Tvær utandagskrárumræður eru fyrirhugaðar í dag. Önnur um samninginn um líffræðilegan fjölbreytileika og hin um stytt- ingu náms til stúdentsprófs. ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinn- ar skorar á menntamálaráðherra að falla frá tillögum sínum um stytt- ingu náms til stúdentsprófs. „Komi tillögurnar til framkvæmda skerðist nám í framhaldsskóla um 20% og verulega dregur úr fjölbreytni og sjálfstæði framhaldsskólanna. Þær auka miðstýringu í skólakerfinu og eru pólitísk ákvörðun um sparnað á tímum þegar þörf er á aukinni fjár- festingu í menntun. Þær eru settar fram í andstöðu við skólasamfélagið og munu því setja starfsemi fram- haldsskólanna í uppnám,“ segir í ályktuninni. „Samfylkingin leggur áherslu á fjölbreytni og sveigjanleika í skóla- starfi þannig að skólinn geti mætt þörfum ólíkra nemenda bæði hvað varðar námsval og hraða. Tillögur menntamálaráðherra vinna gegn þessu. Samkvæmt þeim eykst vægi kjarnagreina og val nemenda minnkar, vægi þriðja máls í stúd- entsprófinu minnkar og raungreina- kennsla skerðist. Veganesti ís- lenskra stúdenta verður minna en verið hefur og framhaldsskólinn skilar þeim verr undirbúnum undir háskólanám hér heima og erlendis.“ Þá segir að fram hafi komið sann- færandi rök fyrir því að tillögurnar auki brottfall í framhaldsskólum í stað þess að draga úr því. Fátt sé eftir sem styður flausturslegar hug- myndir menntamálaráðherra um styttingu náms til stúdentsprófs. Þingflokkur Samfylkingarinnar Fallið verði frá tillögum um stytt- ingu náms ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði á Al- þingi í gær að hún myndi sem menntamálaráðherra ekki beita sér fyrir samræmdum reglum um notk- un skólafatnaðar í grunnskólum landsins. Þetta kom fram í svari hennar við fyrispurn Björgvins G. Sigurðssonar, Samfylkunni. „Ákvörðunin um það hvort setja eigi slíkar samræmdar reglur ligg- ur að mínu mati hjá sveitarfélög- unum og samtökum þeirra í sam- ráði við skóla og foreldra,“ sagði ráðherra. Einnig þyrfti að ræða við börnin. Beitir sér ekki fyr- ir skólabúningum FRUMVARP iðnaðarráðherra um breytingar á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu var afgreitt sem lög frá Alþingi í gær. Frumvarpið var samþykkt með 39 atkvæðum gegn fimm. Þingmenn VG greiddu atkvæði gegn frum- varpinu, en aðrir með því. Auðlindafrum- varp samþykkt „ÞAÐ skiptir máli að samhljómur sé meðal hagsmunaaðila um það til hvaða ráðstafana verði gripið, ef til einhverra ráðstafana verður grip- ið,“ sagði Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra á Alþingi í gær, í um- ræðu utan dagskrár um skattalegt umhverfi íslenskra kaupskipaút- gerða. Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var málshefjandi umræðunnar. Hann gerði það m.a. að umtalsefni að Eimskip hefði ákveðið færa áhafn- arekstur félagsins til Færeyja. Í til- kynningu félagsins, frá síðasta mánuði, segir að það hafi m.a. verið gert vegna hagfellds umhverfis í skattamálum í Færeyjum, sem fyr- irtækjum stæði til boða. „Það er umhugsunarefni fyrir Ís- lendinga,“ sagði Guðmundur, „þeg- ar svo er komið að athafnaleysi ís- lenskra stjórnvalda hefur leitt til þess að áhafnarkostnaður kaup- skipa í reglubundnum siglingum milli Evrópu og Íslands, svo og ol- íuflutningaskip, sem dreifir olíu á stærri hafnir landsins, er niður- greiddur af Færeyingum, sem þrátt fyrir það hafa í tekjur um tvö hundruð milljónir af íslenskri kaup- skipaútgerð.“ Guðmundur spurði ráðherra hvort hann hefði reynt að leiða málið til lykta. Ráðherra svaraði því m.a. til að hann hefði þegar fundað með for- svarsmönnum hagsmunafélaga þeirra sjómanna, sem í hlut ættu, vegna þessa máls „og ég hef gert ráðstafanir til að hitta forsvars- menn kaupskipaútgerðarinnar síðar í vikunni. Vonandi koma von bráðar niðurstöður um það til hvaða að- gerða eigi að grípa. Þá geta stjórn- völd vegið það og metið – á móti öðrum atriðum sem skipta máli – hvort rétt sé að grípa inn í.“ Fjármálaráðherra um skattalegt umhverfi kaupskipaútgerðar Samhljómur verði að vera milli hagsmunaaðila Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.