Morgunblaðið - 02.02.2006, Síða 18
!"
# $
%%
& ''
(
) *
+
$
, ) - &.
-/ 0 $
1
2 3 4 3 5
(
) ! 6 3
7
89
) 9 % ):
; ! 3
<
= > !
;
%
$
? 9(
@
&
AB
MÁLIÐ ER
Í MIÐJUN
NI Á MOG
GANUM Í
DAG
Akureyri | Það er eiginlega
nokkurs konar vorstemmning í
höfuðborg hins bjarta norðurs,
eins og Akureyri er stundum
kölluð á hátíðarstundum. Blóm
springa út sem á vordegi og
menn keppast við að spúla plön
og dunda við verk sem annars
er hefðbundið að sinna þegar
lengra er komið fram á árið. Á
Akureyrarflugvelli gengur lífið
líka sinn vanagang í blíðviðrinu,
en þar á bæ eru menn bara
nokkuð hressir, enda stöðug
aukning í fluginu.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Er sumarið alveg að koma?
Vorstemmning
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs-
dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114.
Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds-
dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi-
@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Úr
bæjarlífinu
Selma ráðin | Selma Dögg Sigurjóns-
dóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi
Dalvíkurbyggðar til eins árs í fjarveru Mar-
grétar Víkingsdóttur sem er í fæðing-
arorlofi. Selma Dögg var valin úr hópi
þrettán umsækjenda. Selma er Akureyr-
ingur, hún útskrifaðist sem viðskiptafræð-
ingur frá Háskólanum á Akureyri árið 2003
og er auk þess með mastersgráðu í stjórnun
frá Oxford Brooks University í Englandi.
Selma Dögg hefur þegar tekið til starfa á
fjármála- og stjórnsýslusviði.
Risatjald í Borgarnesi | Bæjarráð Borg-
arbyggðar hefur vísað ósk Hlauparans ehf.,
um leyfi til að reisa 4.000 fermetra tjald í
Borgarnesi, til umhverfis- og skipulags-
nefndar. Í bréfi sem Hlauparinn ehf. sendi
bæjarráði kemur fram að óskað er eftir lóð
undir tjaldið og eru nefndir sem hugs-
anlegir staðir Seleyri, við golfvöllinn eða á
Ölduhrygg ofan Borgar. Í tjaldinu hyggst
félagið reka 600–1.000 metra langa
go-kartbraut, að því er fram kemur á vef
Skessuhorns.
Í bréfinu kemur fram að félagið eigi
tjaldið nú þegar klárt til uppsetningar. Er
óskað eftir um 12 þúsund fermetra svæði en
meira svæði gefi möguleika á frekari af-
þreyingu. Þá segir að auk akstursbraut-
arinnar eigi að bjóða upp á sýningarhald og
aðrar uppákomur á svæðinu og hafa fjöl-
breytta afþreyingu fyrir ferða- sem og
heimamenn.
Reykjavík | Tollskóli ríkisins var sett-
ur föstudaginn 13. janúar sl. Tollskól-
inn er starfræktur við embætti toll-
stjórans í Reykjavík. Skólinn veitir
tollvörðum og starfsfólki í tollend-
urskoðun grunn- og sérmenntun í
ýmsum greinum á sviði tollheimtu og
tollgæslu.
Nemendur koma frá tollstjóranum í
Reykjavík og sýslumanninum á Kefla-
víkurflugvelli. Allir sýslumenn á land-
inu eiga kost á að senda nemendur í
inntökupróf fyrir tollskólann.
Mikil vinna hefur farið fram á síð-
ustu mánuðum við að endurskoða
námskrá og kennslufyrirkomulag, að
því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Nemendur í skólanum eru 12 talsins.
Ellefu nemendur eru á tollvarðabraut
og einn nemandi er á tollendurskoð-
unarbraut. Margvísleg sí- og endur-
menntun tollstarfsmanna fer einnig
fram á vegum skólans auk þess sem
haldin eru ýmis námskeið á hans veg-
um ætluð utanaðkomandi aðilum sem
fást við inn- og útflutning.
Tólf nemendur í Tollskólanum
Rúnar Kristjánssoná Skagaströnd lasvísu um „pillow
talk“ eða koddahjal á
þessum stað og rifjaðist
upp fyrir honum kvik-
myndin Pillow Talk með
Rock Hudson og Doris
Day:
Þó prýðilegt sé Pillow Talk
ef pent er hagað orðum,
rifust niðŕ í rauðleitt kok
Rock og Doris forðum!
Pálmi Jónsson las Mína
stund og var ánægður
með vísur Rúnars sem
þar birtust. Pálmi orti:
Rúnar yrkir enn sem fyrr,
alls ómyrkum huga.
Andinn styrkur aldrei kyrr
illsku virkin buga.
Ei má gylla, eitrað loft,
orsök hillinganna.
Réttir illir reynast oft,
raunafylling manna.
Davíð Hjálmar Har-
aldsson yrkir limru:
Grýttur og hrjúfur er Hengill.
Í hálku þar upp gekk í spreng ill
um mosa og grjót
Munnhvata-Ljót
og þar varð hún orðljótur engill.
Enn af
koddahjali
pebl@mbl.is
Reykjanesbær | Liðlega 65% þeirra sem af-
stöðu tóku í skoðanakönnun Tíðindanna um
fylgi væntanlegra fram-
boðslista við komandi
bæjarstjórnarkosningar
í Reykjanesbæ segjast
myndu kjósa Sjálfstæð-
isflokkinn, ef kosið væri í
dag. Rúmlega 29% segj-
ast styðja sameiginlegt
framboð Samfylkingar-
innar, Framsóknar-
flokksins og óháðra. Í
könnuninni kom einnig
fram ánægja með störf Árna Sigfússonar
bæjarstjóra.
Héraðsfréttablaðið Tíðindin á Suðurnesj-
um fékk IMG Gallup til að gera skoðana-
könnun um fylgi væntanlegra framboða í
Reykjanesbæ og birtir niðurstöðurnar í
blaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
haft hreinan meirihluta í bæjarstjórn
Reykjanesbæjar frá síðustu kosningum og
samkvæmt könnuninni myndi flokkurinn
bæta við sig ef kosið væri nú. 65,4% þeirra
sem afstöðu tóku kváðust styðja flokkinn.
Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn
eru í minnihluta í bæjarstjórn og undirbúa
sameiginlegt framboð sem óháðir kjósendur
munu eiga aðild að. 29,3% þeirra sem af-
stöðu tóku segjast styðja það framboð og
5,3% aðra flokka eða framboð.
Ánægðir með störf bæjarstjórans
Jafnframt voru viðhorf íbúa Reykjanes-
bæjar til starfa Árna Sigfússonar bæjar-
stjóra könnuð. Niðurstaðan varð sú að
67,3% þátttakenda kváðust mjög ánægð eða
frekar ánægð með störf bæjarstjórans, tæp-
lega 20% sögðust hvorki ánægð né óánægð
en liðlega 13% voru frekar óánægð eða mjög
óánægð með störf Árna.
Könnunin var gerð 13. til 23. janúar. 746
íbúar Reykjanesbæjar voru í úrtaki og svar-
hlutfall var 71,3%.
Sjálfstæðis-
flokkur fengi
65% atkvæða
Árni Sigfússon
Skoðanakönnun
Ánægja | Vörður, félag ungra sjálfstæð-
ismanna á Akureyri, lýsir yfir ánægju
sinni með þau tíðindi að Iceland Express
hafi í hyggju að hefja beint flug milli Ak-
ureyrar og Kaupmannahafnar nú í sumar.
Jafnframt fagnar félagið tilkomu skipa-
félagsins Byrs, sem mun veita reglu-
bundna þjónustu milli Akureyrar og hafna
víðs vegar í Evrópu. Mun félagið hafa já-
kvæð áhrif á fyrirtæki á Norðurlandi sem
standa í útflutningi og leiða til minni um-
ferðar á stórum bílum á þjóðvegi 1.
♦♦♦
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Háskólasetur opnar dyr | Háskólasetur
Vestfjarða tók nú um áramótin í notkun
nýtt húsnæði í Vestrahúsinu að Suðurgötu
12 á Ísafirði. Nú eru Háskólasetrið,
Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Þróun-
arsetur Vestfjarða undir einu þaki og starf-
semin að komast í þá mynd sem væntingar
stóðu til.
Formleg opnun hússins verður á laug-
ardagi og hefst opnunardagskrá klukkan
14. Að lokinni formlegri dagskrá verður síð-
an opið hús og verða léttar veitingar í boði.
Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Skúli Ólafsson og Már Jónsson munu
halda erindi í húsnæði Háskólasetursins kl.
17, sama dag, í tilefni af fjögurra alda af-
mæli Brynjólfs biskups Sveinssonar. Erindi
þeirra eru haldin í tengslum við sýningu
sem nú stendur yfir í Safnahúsinu á Ísa-
firði, Prestastefnudómar Brynjólfs biskups
og íslenskt samfélag á 17. öld.