Morgunblaðið - 02.02.2006, Síða 25

Morgunblaðið - 02.02.2006, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 25 DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR „DÓSAMATUR er sniðugur, hann er ekkert fallegur í dósinni en er yf- irleitt mjög góður á bragðið. Oft fæst líka spennandi matur í dósum, ég kaupi stundum dósamat í útlönd- um og kem með heim. Uppi í hillu á ég t.d. niðursoðnar svínalappir frá Spáni sem ég ætla borða við gott tækifæri,“ segir Kristján Valur Jónsson matgæðingur. Hann segist yfirleitt ekki gera nein stórinnkaup en kaupi talsvert af dósamat og öðru tilbúnu fæði í Europris og ferskvöru í Nóatúni. Kristján segir sig vera árstíðamann í matargerð og því sé dósamatur mikið á borðum hjá honum núna. „Ég borða mat sem passar við árstíðirnar, t.d er ég ekki mikið fyrir að borða ferskt sal- at á veturna heldur er dósamatur, eins og baunir og makríll, meiri vetrarmatur.“ Aðspurður hvað heilli hann svona við Europris segir Kristján að þetta sé matvörubúð fyrir karlmenn. „Í búðinni eru sniðugar og þægilegar matvörur annars vegar og svo getur maður keypt framlengingarsnúru í næstu hillu hins vegar, t.d. við hlið- ina á makrílsdósunum eru laxanet.“ Kristján telur sig frekar hagsýn- an í innkaupum. „Ég kaupi ekki vörur bara vegna þess að þær heita einhverju fínu nafni eða eru með upprunavottorði. Ég er mikill aðdá- andi iðnbyltingarinnar í mat og er svolítið í andófi við þessa nátt- úrudýrkun sem er í mat núna. Stað- reyndin er sú að iðnbyltingin hefur brauðfætt heiminn.“ Íslensk matarmenning snobbuð Kristján segist ekki elda mikið enda séu þau bara tvö í heimili. „Þegar ég elda bý ég til einhvers konar kjötrétti, kássur og annað slíkt en þegar það er skyndimatur held ég mikið upp á frosnar pítsur sem fást í Europris.“ Kristján segir það vissa eldamennsku að hita upp frosna pítsu og sérstaklega ef hann bætir einhverju á hana. Konan hans, Erla Óskarsdóttir, er ágæt- lega sátt við þessa eldamennsku en Kristján segir hana vera meira fyrir ferskvörur og hollustu en dósamat. „Ég kaupi oftar inn og elda meira en hún en mér finnst mjög gaman þegar hún eldar og kemur mér á óvart. Ég hef mjög gaman af fram- andi og spennandi mat svo lengi sem hann er ekki alltaf aust- urlenskur. Mér finnst martarmenn- ingin á Íslandi ágæt en samanborin við þýska matarmenningu er hún svolítið snobbuð. Fólk á voðalega erfitt með að sætta sig við hefð- bundinn íslenskan mat og þá er ég ekki að tala um súrmat heldur venjulegan mat eins og kjötbollur í brúnni sósu með kartöflumús, þetta þykir ekkert fínt. Þjóðverjar halda mikið upp á heimilismat en Íslend- ingar gleyma honum og elda alltaf rosalega framandi og nýstárlegan mat.“ Bjúgu herramannsmatur Kristján segir saltfisk vera í miklu uppáhaldi hjá sér. „Ég elda hann ekki oft en ég hef verið mikill saltfiskkarl í gegnum tíðina og býð mér stundum í heimsóknir þar sem hann er á borðum. Ég bjó lengi í Þýskalandi og þar af leiðandi er ég líka áhugamaður um kjöt og finnst pylsur og íslensk bjúgu mjög góður en vanmetinn matur. Að fá sér bjúgu einu sinni í mánuði er ægilega gott,“ segir Kristján en vinnu- félagar hans hjá hugbúnaðarfyr- irtækinu CCP hf. hafa ekki farið varhluta af þeim áhuga Kristjáns. „Við búum svo vel í vinnunni að vera með frábæran kokk sem er af gamla skólanum. Stundum eldar hann eftir mínum óskum og ekki alltaf við mikla hrifningu starfs- félaganna, t.d. hef ég staðið fyrir reglulegum bjúgnaveislum í vinnunni.“ Kristján ætlar að gefa lesendum uppskrift að sniðugum partírétti. „Þessa ostasúpuuppskrift fékk ég hjá þýskum vini mínum sem var skriðdrekakennari í austur-þýska hernum. Ég hef boðið upp á súpuna í partíum og þykir hún lostæti, sér- staklega á veturna því hún er þung og saðsöm. Uppskriftin er fyrir 8– 10 manns,“ segir Kristján að lokum.  HVAÐ ER Í MATINN? | Finnst dósamatur sniðugur og spennandi Iðnbyltingin hefur brauðfætt heiminn Morgunblaðið/ÞÖK Kristján Valur Jónsson birgir sig gjarnan upp af dósamat í Europris. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Ostasúpa 1 kg svínahakk 4 stórir laukar 3–4 púrrulaukar 1 stór dós af sveppum 300 g smurostur án bragðefna (góðostur) 300 g smurostur með blaðlauk 1,5 l kjötsoð, t.d. úr súputeningum Brúnið hakkið. Saxið lauk og púrru og bætið saman við ásamt soðinu. Bætið við sveppunum ásamt safanum úr dósinni. Eftir u.þ.b. 20 mínútna suðu, kryddið með salti, pipar og múskati. Að síðustu er ostinum hrært saman við og dill eða steinselja sett út í að lokum. Hafa má öðruvísi smurosta í uppskriftina, t.d. beikon- eða hvít- lauksost. Einnig er upplagt að drýgja hana með gömlum osta- afgöngum úr ísskápnum. Þetta er síðan borið fram með þéttu brauði, t.d. Dinkelberger. Uppskriftin er nokkuð stór svo að sjálfsagt er að helminga hana fyrir smærri samsæti. Sniðugur partíréttur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.