Morgunblaðið - 02.02.2006, Síða 51

Morgunblaðið - 02.02.2006, Síða 51
hljómsveit Björgvins Halldórssonar, hljóm- sveitin Papar, Brynhildur „Piaf“ Guðjóns- dóttir, Helgi Björns, Leone Tinganelli og Delizie Italiane. Hemmi Gunn og Logi Ólafs- son veislustjórar. Forsala á Súfistanum og á: thorri@ftp.is Skemmtanir Kiwanishúsið | Félagsvist alla fimmtud. í Kiwanishúsinu Mosfellsbæ, í landi Leirvogs- tungu við Vesturlandsveg. Spilaverðlaun, kaffi. S. 566 7495, húsið opnað kl. 20. Fyrirlestrar og fundir Félag stjúpfjölskyldna | Fræðslufundur kl. 17.15 í Hringsjá, Hátúni 10d. Yfirskrift: Hvernig er að tilheyra stjúpfjölskyldu? Björk Erlendsdóttir félagsráðgjafi flytur erindi um rannsókn sína á upplifun og reynslu stjúp- barna og Júlía Sæmundsdóttir háskólanemi lýsir reynslu sinni. Aðgangur ókeypis. Garðyrkjufélag Íslands | Á fræðslufundi Garðyrkjufélagsins heldur Jóhann Pálsson grasafræðingur, erindi sem hann nefnir „Harðgerar runnarósir“. Fundurinn er í sal Orkuveitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi 1 kl. 20. Jóhann fjallar um rósir sem vaxa á Íslandi. Gigtarfélag Íslands | Margrét S. Jónsdóttir, félagsráðgjafi og forstöðumaður þjónustu- miðstöðvar TR, heldur erindi, febrúar kl. 19.30, í Ármúla 5, 2. hæð. Erindið nefnist: Viltu vita rétt þinn til almannatrygginga? Nánari upplýsingar á www.gigt.is. Kraftur | Kraftur, stuðningsfélag ungs fólks sem greinist með krabbamein og aðstand- endur, heldur félagsfund í húsi Krabba- meinsfélagsins í Skógarhlíð 8, 4. hæð, 7. febrúar kl. 20.00. Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, flytur fyrirlestur og bókin „Með lífið að láni" verður til sölu á kr. 2.000. Listaháskólinn | Jonathan Bell, landslags- arkitekt og kennari við Buckinghamshire Chilterns University College, Englandi, held- ur fyrirlestur um landslagshönnun og sam- starf við aðra hönnuði við Hotel Puerta Am- erica verkefnið í Madrid í stofu 113 í Listaháskólanum, Skipholti 1, kl. 17 í dag. Sögufélag | Nafnfræðifélagið efnir til fræðslufundar 4. febrúar kl. 13.30 í húsi Sögufélagsins í Fischersundi. Tryggvi Gísla- son, fyrrv. skólameistari, talar um norsk ör- nefni á Íslandi og undarleg örnefni í Eyja- firði, örnefni sem borist hafa með norskum landnámsmönnum til Íslands. Útivist og íþróttir Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykja- vík | Klukkutíma gönguferð 1. laugardag hvers mánaðar. Næsta ganga verður farin frá Fella og Hólakirkju 4. feb. nk. kl. 10.30. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 51 DAGBÓK Það stendur til að búa til tværnýjar stofnanir um íslenskamenningu byggðar á eldri stofnunum, eins og kom fram í stefnuyfirlýsingum stjórnmála- flokkanna um íslenska tungu og þýðingar í Lesbók síðustu tvo laug- ardaga. Stofnun íslenskra fræða – Árnastofnun verður til við samein- ingu Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi, Orðabókar Háskóla Ís- lands, Íslenskrar málstöðvar, Ör- nefnastofnunar Íslands og Stofn- unar Sigurðar Nordals. Og Bókmenntamiðstöð myndi sameina Menningarsjóð, Bókmenntakynn- ingarsjóð og Þýðingarsjóð. Ýmsar spurningar vakna við sameiningu þessara stofnana og sjóða sem gegna að mörgu leyti gjörólíku hlutverki. Þjónar það best yfirlýst- um markmiðum þessarar samein- ingar að sameina? Mun formbreyt- ingin skila einhverju? Eða eru önnur ráð haldbetri?    Stofnun íslenskra fræða – Árna-stofnun á að hefja starfsemi í haust. Tilgangur sameiningarinnar er „að efla rannsóknarstarf og miðlun á sviði íslenskra fræða auk þess að efla fræðilega ráðgjöf til styrktar og eflingar íslenskri menningu“ eins og sagði í lýsingu sjálfstæðisflokksins á stofnuninni. Þá er gert ráð fyrir að „marg- víslegt hagræði“ verði af því að sameina vissa þætti í starfsemi stofnananna fimm, einkum á sviði stjórnunar, tækni og þjónustu. Stofnanirnar fimm hafa allar unnið mikið starf hver um sig en starfssvið þeirra eru mjög ólík, allt frá varðveislu og rannsókn á forn- ritum til málfarsráðgjafar, söfn- unar íslenskra örnefna og um- sjónar með íslenskukennslu við erlenda háskóla svo eitthvað sé nefnt. Þegar stofnanir með svo ólík starfssvið eru sameinaðar vaknar óneitanlega spurningin um það hvernig takist að samþætta þau. Gera má ráð fyrir að þessar stofn- anir geti haft nokkurt gagn af því að starfa nánar saman en þær hafa sumar hverjar gert hingað til. En hættan við sameiningu er hins veg- ar sú að hlutverki einnar eða fleiri þessara stofnana verði minna eða verr sinnt en hingað til. Sennilega mun það velta talsvert á áherslum forstöðumanns stofnunarinnar hverju sinni. Sú staða er ný en menntamálaráðherra mun skipa í hana til fimm ára í senn. Störf for- stöðumanna þeirra stofnana, sem sameinast í Stofnun íslenskra fræða – Árnastofnun, verða lögð niður en þeim sem hafa gegnt þeim boðin rannsóknarstörf við hina nýju stofnun. Á sama hátt má búast við því að eitthvert stjórnunarlegt og tæknilegt hagræði verði af því að sameina starfsemi stofnananna fimm en það getur þó varla verið mikið miðað við að yfirbygging þessara stofnana er að því er virðist afar lítil og tæknibúnaður varla annar en venjulegar tölvur nema í tilfelli Árnastofnunar. Raunverulegur ávinningur af sameiningu þessara stofnana virð- ist því ekki liggja í augum uppi, hann virðist að minnsta kosti ekki vera áberandi mikill þó að það hljómi kannski skynsamlega al- mennt séð að hafa eina stofnun fremur en fimm. Það sem mun einna helst verða til þess að „efla rannsóknarstarf og miðlun á sviði íslenskra fræða auk þess að efla fræðilega ráðgjöf til styrktar og eflingar íslenskri menningu“ er að tvær nýjar rann- sóknarstöður bætast við þær sem fyrir eru í gömlu stofnununum. Það er þó smámál miðað við að það á að reisa nýtt hús utan um starfsemina en ríkisstjórnin hefur þegar ákveð- ið að verja eitt þúsund milljónum í byggingu þess. Nýja húsinu er ætl- að að leysa húsnæðisvanda sem einkum Árnastofnun er í og einnig Örnefnastofnun, sem mun vera á hrakhólum, en við hana starfa þrír. Þegar öllu er á botninn hvolft mun starfsemi Stofnunar íslenskra fræða – Árnastofnunar verða mjög svipuð þeirri sem er í stofnununum sem hún er búin til úr, umfangið verður ekki mikið meira, áherslur verða hugsanlega einhverjar aðrar, rekstrarkostnaður verður hugs- anlega eilítið minni og húsnæðið mun vafalaust verða til bóta fyrir starfsmenn og þeim til yndisauka er ganga um Melana. Spurningin sem eftir stendur er því þessi: Er þetta í raun besta að- ferðin til þess að „efla rannsókn- arstarf og miðlun á sviði íslenskra fræða auk þess að efla fræðilega ráðgjöf til styrktar og eflingar ís- lenskri menningu“? Hefur skipu- lagið staðið starfi þessara stofnana fyrir þrifum? Þarf hugsanlega meira til en formbreytingu? Er ætl- unin að gera meira?    Samkvæmt upplýsingum fráSjálfstæðisflokki sem birtust í Lesbók síðastliðinn laugardag er nú unnið að því að kanna möguleika á heildarlöggjöf um stuðning rík- isins við bókmenntir, meðal annars með það fyrir augum að gera stuðn- ingskerfi bókmenntanna gagn- særra og áhrifameira. „Stefnt er að því stofnuð verði bókmennta- miðstöð sem m.a. tæki við verk- efnum núverandi Bókmenntakynn- ingarsjóðs,“ sagði þar en sameina á þrjá sjóði í bókmenntamiðstöðinni, Menningarsjóð, Bókmenntakynn- ingarsjóð og Þýðingarsjóð. „Með þessu væri verið að efla þýðingar og útgáfu vandaðra rita á íslenskt tungumál og að stuðla að þýðingum á íslenskum verkum á erlend tungumál og kynna á erlendum vettvangi,“ segir í yfirlýsingu flokksins og enn fremur: „Mik- ilvægt er að breytt fyrirkomulag verður annars vegar að tryggja aukinn stuðning við þýðingar ís- lenskra bókmennta og kynningar þeirra og hins vegar aukinn stuðn- ing við útgáfu verka sem verða mega til eflingar íslenskri menn- ingu.“ Markmiðin með þessari breyt- ingu eru mikið fagnaðarefni. Það er nauðsynlegt að efla þýðingar á og af íslensku og hlúa að útgáfu bóka sem án stuðnings frá hinu op- inbera myndu annars varla komast á prent. En spurningin er aftur þessi: Skiptir skipulagið á starfsemi þess- ara sjóða höfuðmáli? Mun samein- ingin skila raunverulegum ávinn- ingi? Allir þessir sjóðir hafa unnið gríðarlega gott starf þrátt fyrir að hafa úr litlu að moða. Mun skipu- lagsbreytingin skila sér í auknum fjármunum sem hægt er að leggja til þess starfs sem styðja á við? Ef svo, þá er þetta mjög skynsamleg breyting. Ef ekki, skiptir hún engu máli. Tvær nýjar menningarstofnanir ’Spurningin sem eftirstendur er því þessi: Er þetta í raun besta aðferð- in til þess að „efla rann- sóknarstarf og miðlun á sviði íslenskra fræða auk þess að efla fræðilega ráðgjöf til styrktar og efl- ingar íslenskri menn- ingu“?‘ throstur@mbl.is AF LISTUM Þröstur Helgason Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa, bað og jóga kl. 9. Boccia og spænska kl. 10. Sheena með myndlist kl. 13. Vídeó- stund kl. 13.15, ýmsar myndir og þættir. Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Boccia kl. 9.30. Helgi- stund kl. 10.30. Leikfimi kl. 11. Mynd- list kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, leikfimi, myndlist, bókband, fótaaðgerð. Dalbraut 18 – 20 | Tungubrjótar upplestur/framsögn á mánud., fé- lagsvist á þriðjud., leikfimi á mánud., söngur á fimmtud., postulín á föstud. o.s. frv. Til boða myndlist- arnámskeið á þriðjud. kl. 9–12. Þorrablótið hefst kl. 17 á föstudag. Uppl. 588 9533. FEBÁ, Álftanesi | Gönguhópur kl. 10–11. Mæting fyrir framan Bessann og kaffisopi þar eftir göngu. Allir eldri borgarar velkomnir. Nánari uppl. gefur Guðrún í síma 565 1831. FEBÁ, Álftanesi | Útskurð- arnámskeið í smíðastofu Grunnskól- ans fimmtudaga kl. 15.30–18.30. Leiðbeinandi Friðgeir H. Guðmunds- son. Upplýsingar gefur Guðrún í síma 565 1831. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13. Námskeið í fram- sögn og upplestri hefst 7. febrúar, leiðbeinandi Bjarni Ingvarsson. Skráning og uppl. í síma 588 2111. Félag kennara á eftirlaunum | Brids í Kennarahúsi kl. 14–16. EKKÓ-kórinn í KHÍ kl. 17–19. Félagsheimilið Gjábakki | Kl. 9.05 og kl. 9.50 leikfimi, kl. 9.15 ramma- vefnaður, kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 10.50 rólegar æfingar, kl. 13 bókband, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Handavinnustofan opin frá kl. 9–16, leiðbeinandi á staðnum. Jóga kl. 10, laus pláss. Brids kl. 13. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Opið í Garðabergi kl. 12.30–16.30. Glerbræðsla kl. 9 í Kirkjuhvoli. Vatnsleikfimi kl. 9.45 og karla- leikfimi kl. 13.15 í Mýri. Handa- vinnuhorn kl. 13 í Garðabergi. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30 helgistund, umsjón Ragnhildur Ás- geirsdóttir djákni. Kl. 12.30 vinnu- stofur opnar, m.a. myndlist og fjöl- breytt föndurgerð. Kl. 14 kemur í heimsókn Herdís Jónsdóttir, hjúkr- unarfræðingur á Heilsugæslustöð í Efra Breiðholti, og veitir ráðgjöf og stuðning, allir velkomnir. Veitingar í Kaffi Berg. Glæsibær | Þorrablót SÁÁ verður haldið í Glæsibæ laugardaginn 4. febrúar. Lúdó sextett leikur fyrir dansi, fjölbreytt skemmtiatriði, veislustjóri séra Gunnar Sig- urjónsson. Húsið opnað kl. 19. Borð- hald hefst kl. 20. Félagsstarf SÁÁ. Hraunbær 105 | Kl. 9 perlusaumur, postulínsmálun, hjúkrunarfræðingur á staðnum, kaffi, spjall, dagblöðin, hárgreiðsla. Kl. 10 boccia. Kl. 11 leik- fimi. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14 fé- lagsvist. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Pútt kl. 10. Leikfimi kl. 11.20. Gler- bræðsla kl. 13. Bingó kl. 13. Hvassaleiti 56–58 | Hannyrðir hjá Halldóru kl. 9–16. Boccia kl. 10–11. Fé- lagsvist kl. 13.30, aukavinningar í fyrstu vist mánaðarins, kaffi og gott meðlæti. Böðun fyrir hádegi. Hæðargarður 31 | Fjölbreytt hand- verk í Listasmiðju alla daga. Brids á föstudögum, „Skapandi skrif“ á mánud., framsögn á þriðjud., tölvu- námskeið á laugard. o.s.frv. Kynntu þér dagskrána eða hringdu í síma 568 3132 og fáðu hana semda. Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30 á morgun. Laugardalshópurinn Blik, Laug- ardalshöll | Leikfimi eldri borgara í Laugardalshöll kl. 11. Norðurbrún 1, | Leirnámskeið kl. 9– 12, smíði kl. 9, opin vinnustofa kl. 9– 16.30, séra Þórhildur Ólafs, prestur í Áskirkju, verður með helgistund kl. 10.30. Leir kl. 13–16.30. SÁÁ félagsstarf | Félagsstarf SÁÁ stendur fyrir danskennslu í sam- starfi við Dansskóla Auðar Haralds fimmtudaginn 2. febr. í íþróttahúsi Setbergsskóla í Hafnarfirði. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu | Félagsheimilið, Hátún 12. Skák í kvöld kl. 19. Vesturgata 7 | Helgistund 2. febr- úar kl. 10.30 í umsjón séra Jakobs Ágústs Hjálmarssonar dóm- kirkjuprests. Kór félagsstarfs aldr- aðra syngur undir stjórn Árna Ísleifs. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9. Bókband og pennasaumur kl. 9, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, almenn handmennt kl. 13. Gler- skurður kl. 13. Brids, frjálst, kl. 13. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 12. Léttur hádeg- isverður á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 15. Ræðumaður: Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri. Ein- söngur: Óskar Pétursson. Áskirkja | Foreldrum er boðið til samveru með börn sín í safn- aðarheimili kirkjunnar í dag, milli kl. 10 og 12. Samvera milli kl. 17 og 18 í dag. Furðufatadagur (allir koma með skrítin föt). Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl. 10 á neðri hæð. Leikfimi ÍAK kl. 11. Bænastund kl. 12. Barnastarf 6–9 ára kl. 17–18 á neðri hæð. Unglinga- starf kl. 19.30–21.30 á neðri hæð. www.digraneskirkja.is Dómkirkjan | Alla fimmtudaga frá kl. 14–16 er opið hús í safnaðarheim- ilinu, Lækjargötu 14a. Fríkirkjan í Reykjavík | Kyrrðar- og bænastund í hádeginu á fimmtudög- um, kl. 12.15. Garðasókn | Kyrrða- og fyrirbæna- stund kl. 22. Tekið er við bæn- arefnum af prestum og djákna. Kaffi í lok stundarinnar. Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, ýmis konar fyr- irlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. TTT fyrir börn 10–12 ára á fimmtudögum í Húsa- skóla kl. 17.30–18.30. Hafnarfjarðarkirkja | 7–9 ára starf kl. 17–18. Margt skemmtilegt er gert saman, vonumst til að sjá sem flesta. Háteigskirkja | Taize-messa öll fimmtudagskvöld. Kirkjan opnuð klukkan 19 og messan hefst klukkan 20. Hljóð stund í nærveru Guðs. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Bridsaðstoð í Setrinu, Háteigskirkju á föstudögum kl. 13–16. Kaffi kl. 15. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Sam- vera eldri borgara kl. 15. Hugleiðing, syngjum saman og fáum okkur kaffi og meðlæti. Eldurinn kl. 21. Lofgjörð, vitnisburðir og kröftug bæn. KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUM Holtavegi 28, fimmtudaginn 2. feb. kl. 20. „Landsvirkjun – Góðir straumar í 40 ár“. Friðrik Soph- usson forstjóri sér um efnið. Sr. Kjartan Jónsson hefur hugleiðingu. Kaffi. Allir karlmenn eru velkomnir. Langholtskirkja | Opið hús kl. 10–12 fyrir foreldra ungra barna í umsjón Lóu Maju Stefánsdóttur. Fræðsla: Kynning á þjónustu nýju heilsu- gæslustöðvarinnar í hverfinu. Jón- ína Jónasdóttir, hjúkrunarfræð- ingur/ljósmóðir. Kaffisopi og söngstund fyrir börnin. Laugarneskirkja | Kl. 12 kyrrðar- stund í hádegi. Að bænastund lok- inni, kl. 12.30, er léttur málsverður í boði í safnaðarheimilinu. Kl. 13 helgi- stund í umsjá sóknarprests í fé- lagsmiðstöðinni að Dalbraut 18–20. Kl. 17 Adrenalín gegn rasisma. Selfosskirkja | Morguntíð sungin kl. 10. Beðið fyrir sjúkum og bág- stöddum. Einnig tekið við bæn- arefnum. Kaffisopi að lokinni athöfn- inni. Fundur í Æskulýðsfélagi Selfosskirkju kl. 19.30, í safn- aðarheimili kirkjunnar. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos 40 dögum eftir fæðingu Jesú komu María og Jósef í musterið í Jerúsalem og færðu Drottni fórnir samkvæmt lögmálinu. Kertavígsla þennan dag er tákn um trú vora á Jesúm Krist, ljós heimsins. Hátíðarmessa með helgigöngu verður haldin kl. 18 sem „ljósamessa“: Slökkt er á öllum rafmagnsljósum og kirkjugestir eru með logandi kerti í hendi alla mess- una. Að messu lokinni er veitt Blasíusar- blessun, til verndar gegn hálsmeinum og öðrum sjúkdómum. Kyndilmessa í Landakoti Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.