Morgunblaðið - 02.02.2006, Side 55

Morgunblaðið - 02.02.2006, Side 55
Sími - 551 9000 Sími 553 2075 • www.laugarasbio.is „...falleg og skemmtileg fjölskyldumynd...“ MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 B.i. 16 ára Mögnuð stríðsmynd með Jake Gyllenhaal og Óskarsverðlaunahöfunum Jamie Foxx og Chris Cooper. Mögnuð hrollvekja sem fær hárin til að rísa! M YKKUR HENTAR  DÖJ, Kvikmyndir.com VJV, Topp5.is  H.J. MBL Sprenghlægilegt framhald. Steve Martin fer enn og aftur á kostum! Ó.Ö.H. / DV A.G. / BLAÐIÐ  D.Ö.J. / Kvikmyndir.com 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Sýnd kl. 6 F U N Sýnd kl. 6, 8 og 10 STÓRKOSTLEG SAGA UM ÁSTIR OG ÁTÖK BYGGÐ Á HINNI ÓGLEYMANLEGU METSÖLUBÓK EFTIR ARTHUR GOLDEN BESTA TÓNLISTIN, JOHN WILLIAMS GOLDEN GLOBE VERÐLAUN Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.is  Rolling Stone  Topp5.is Sýnd kl. 5, 8 og 10.15 JOHN WILLIAMS GOLDEN GLOBE FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Þegar þokan skellur á… er enginn óhultur!   Kvikmyndir.is   Rolling Stone FUN WITH DICK AND JANE kl. 6, 8 og 10 BROKEBACK MOUNTAIN kl. 6 og 9 B.I. 12 ÁRA MEMOIRS OF A GEISHA kl. 6 og 9 BROTHERS GRIMM kl. 5.30 B.I. 12 ÁRA LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 8 og 10 B.I. 14 ÁRA THE FOG „... ástarsaga eins og þær gerast bestar - hreinskilin, margbrotin og tilfinningarík...“  L.I.B. - Topp5.is Golden Globe verðlaun N ý t t í b í ó VINSÆLASTA MYNDIN á Íslandi í dag! VINSÆLASTA MYNDIN á Íslandi í dag! 6TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 55 Laugavegi 54, sími 552 5201 1.000 kr. dagur * Peysur * Buxur * Toppar * Bolir Póstsendum * Gallabuxur * Jakkar * Pils Nú er hægt að gera ótrúleg kaup ÞÆR fregnir heyrast nú úr herbúðum Kimono-manna að þeir séu einn af öðrum að tínast til landsins frá Berlín þar sem sveitin hefur alið manninn undanfarna mánuði. Eftir vel heppnaða tónleikaför um Þýskaland, sem farin var í nóvember og desember á síðasta ári, er förinni nú heitið til Englands, Írlands, Austurríkis, Sviss og Þýska- lands en túrinn, sem stendur út febrúar, hefst í Lund- únum þriðjudaginn 7. febrúar. Áður en það ævintýri hefst allt hefur sveitin ákveðið að safna kröftum á Íslandi og af því tilefni verður blásið til tvennra tónleika í Reykjavík. Þeir fyrri verða í Þjóð- leikhúskjallaranum í kvöld en þeir seinni í Hellinum (TÞM) á föstudaginn. Síðari tónleikarnir eru opnir öllum aldurshópum en að sögn Gylfa Blöndal í Kimono hefur það ávallt verið sveitinni mikilvægt að bjóða upp á slíka tónleika, enda er tónlistaráhugafólk í öllum aldurs- hópum. Þeir sem ekki eru með heimilisfang TÞM á hreinu, þá er hún á Hólmaslóð 2 vestur á Granda. (Leiðarvísi er til dæmis að finna á www.tonaslod.is.) Útgáfa í Evrópu Það er annars að frétta af Kimono að seinasta plata sveitarinnar, Arctic Death Ship, kemur út í Evrópu 10. febrúar og er tónleikaförin liður í að kynna hana. Plötu- fyrirtækið Bad Taste UK gefur út en það er Rough Trade sem dreifir. Þá heyrðust fregnir af því að Kimono- liðar hefðu lent í lagaflækju af verstu sort í Berlín í haust, þegar lögfræðingur þýskrar hljómsveitar með sama nafn hótaði að hefja málsókn ef hin íslenska Kimono breytti ekki um nafn. Eftir mikið lagaþras hefur hin þýska hins vegar ákveðið að breyta sínu nafni því það þótti sannað að hin íslenska Kimono hefði heitið þessu nafni mun lengur. Allt er gott sem endar vel. Tónlist | Kimono heldur tvenna tónleika í Reykjavík Hitað upp fyrir Evróputúr Kimono fer í Evróputónleikaferðalag í mánuðinum. Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Fimmtudag 2. feb. kl. 22. Þjóðleikhúskjallarinn, sér- stakir gestir Jakobínarína. Miðaverð 750 kr. Föstudag 3. feb. kl. 20. Hellirinn (TÞM), sérstakir gestir I adapt. Miðaverð 500 kr. ÞÆTTIRNIR um Latabæ fengu fyrstu verðlaun fyrir talsetningu á þýsku í síðustu viku. Latibær er sýndur í Þýskalandi á sjónvarpsstöð- inni Super RTL og sá stöðin um tal- setninguna í samvinnu við framleið- endur þáttanna hér heima. Verðlaunin voru afhent á sérstakri hátíð í Potsdam í Þýskalandi sl. föstu- dag. Í Þýskalandi er rík hefð fyrir tal- setningu erlends sjónvarpsefnis og hafa Þjóðverjar náð mikilli færni í faginu. Sjónvarpsþættirnir um Latabæ voru teknir til sýninga á Super RTL í Þýskalandi í ágúst 2005. Í ár voru 42 sjónvarpsseríur og kvikmyndir til- nefndar og voru veitt verðlaun í alls sjö flokkum. Á meðal þeirra mynda sem tilnefndar voru í sama flokki og Latibær var stórmyndin Madagascar sem DreamWorks framleiddi. Glanni glæpur, Solla stirða og Íþróttaálfurinn tala góða þýsku. Latibær verðlaunaður í Þýskalandi DICK og Jane Harper (Jim Carrey og Téa Leoni) eru útivinnandi for- eldrar sem lifa í amerískum vísitölu- fjölskyldudraumi. Jane er reyndar ekki mjög ánægð í sínu starfi en sér fram á að geta hætt að vinna, þar sem Dick er nýbúinn að fá stöðu- hækkun hjá tölvufyrirtækinu sem hann vinnur hjá, Globodyne. Starfs- ferill hans fær þó sviplegan endi því fyrsta daginn í starfinu sem varafor- stjóri almannatengsla er Dick sendur í sjónvarpsviðtal (sem er sennilega eina fyndna atriði myndarinnar) þar sem hann þarf óundirbúinn og í beinni útsendingu að svara til saka fyrir vafasama viðskiptahætti fyr- irtækisins. Fyrirtækið fer á hausinn og Dick missir vinnuna, og sama dag segir Jane sínu starfi lausu. Þetta er með öðrum orðum slæmur dagur hjá Harper-fjölskyldunni og liggur leiðin aðeins niður á við eftir það. Varasjóð- urinn og spariféið voru bundin í Globodyne-hlutabréfum sem nú eru verðlaus og brátt standa Harper- hjónin andspænis gjaldþroti. Þau velta fyrir sér hvað skuli til bragðs taka og lýsir Dick því yfir að þau hjónin hafi fram til þessa spilað eftir leikreglunum og trúað á ameríska drauminn. Það hafi hins vegar ekki dugað til og því sé tími til kominn að breyta um leikáætlun. Þau gerast glæpamenn, ekkert sérstaklega harðsnúnir þó, enda miðast glæpir hjónanna fyrst og fremst að því að viðhalda millistéttarlífsstíl sínum. Þau ræna kaffibollum og köku- sneiðum í Starbucks og annars konar lífsnauðsynjum, s.s. flatskjássjón- varpi. Hér er með öðrum orðum á ferðinni gamanleikur sem tekur til umfjöllunar Enron-tímabilið með sínum stóru fjármálahneykslum og sprungnu verðbréfabólum. Það er því leiðinlegt að horfa upp á hvernig myndinni mistekst að standa undir væntingum eftir að hafa farið ágæt- lega af stað. Hér er annars vegar um að kenna kraftlausu og hroðvirkn- islegu handriti þar sem gagnrýn- isbroddurinn tapast fljótlega. Hins vegar má segja að myndin líði fyrir ofvaxið egó aðalleikarans, Jims Carr- eys. Carrey getur verið kraftmikill leikari, en hann fetar vandmeðfarið einstigi milli þeirra sniðugu skrípa- láta sem eru hans einkenni og þess að verða eins og skopstæling á sjálf- um sér. Í Skemmtum okkur með Dick og Jane leiðist Carrey út í að „leika“ Carrey, án þess þó að ná að hressa upp á gamlar tuggur. Að lok- um týnist frásögnin í skugga sjálf- hverfra og hálffurðulegra atriða þar sem Carrey sleppir fram af sér beisl- inu. Gamanleikur á tímum Enron KVIKMYNDIR Smárabíó, Borgarbíó, Laugarásbíó Leikstjórn: Dean Parisot. Aðalhlutverk: Jim Carrey, Téa Leoni, Richard Jenkins og Alec Baldwin. Bandaríkin, 90 mínútur. Skemmtum okkur með Dick og Jane (Fun With Dick and Jane)  Heiða Jóhannsdóttir „Carrey getur verið kraftmikill leikari, en hann fetar vandmeðfarið einstigi milli þeirra sniðugu skrípa- láta sem eru hans einkenni og þess að verða eins og skopstæling á sjálfum sér,“ segir í dómi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.