Morgunblaðið - 07.02.2006, Side 8

Morgunblaðið - 07.02.2006, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Miðasala: 4 600 200 / www.leikfelag.is brúðkaupiðheldur áfram! Ekki missa af einni vinsælustu sýningu LA frá upphafi! Fös 10. feb kl. 20 örfá sæti laus Fös. 10. feb. kl. 23 AUKASÝNING – í sölu núna! Lau 11. feb kl. 19 örfá sæti laus Lau 11. feb kl. 22 AUKASÝNING – örfá sæti laus Fös 17. feb kl. 19 AUKASÝNING – í sölu núna! Fös 17. feb kl. 22 AUKASÝNING – í sölu núna! Lau 18. feb kl. 19 UPPSELT Lau 18. feb kl. 22 UPPSELT - síðasta sýning Miðasala allan sólarhringinn á netinu. Síðustu sýningar! Miðasalan opin 13-17 alla virka daga og frá kl. 15 á laugardögum. Þá ætti nú allt að vera orðið í góðu! Framboð á áætlunar-flugferðum milliÍslands og annarra landa eykst nokkuð í sum- ar og jafnvel til frambúð- ar. Tvö ný flugfélög, Brit- ish Airways og SAS Braathens, hefja áætlun- arflug milli Íslands og London og Oslóar 26. mars og bæði Icelandair og Iceland Express hefja flug á nýja áfangastaði. Alls verður vikulegt fram- boð flugfélaganna kring- um 44 þúsund sæti og á Icelandair stærstan hlut að máli, með tæplega 30 þúsund sæti vikulega. Fyrir utan áætlunarflugið virð- ist einnig síst minni þróttur í framboði ferðaskrifstofa á leigu- flugi og má gera ráð fyrir að alls sinni 15 þotur farþegaflugi til og frá landinu í sumar. Icelandair með 140 ferðir í viku Í sumar fljúga vélar Icelandair 140 ferðir í viku til 22 borga, 6 í Bandaríkjunum og 16 í Evrópu. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, tjáði Morgun- blaðinu að sumarið 2003 hefðu ferðirnar verið 100 á viku, 120 á viku sumarið 2004 en álíka margar í fyrrasumar og þær verða í sum- ar, um 140. Tíðustu ferðirnar eru milli Kaupmannahafnar og Kefla- víkur eða 3–4 á dag, flogið er til London tvisvar á dag og síðan daglega til margra áfangastaða. „Það hefur verið gríðarlegur vöxtur í framboði okkar síðustu árin en í ár hægjum við aðeins á,“ segir Guðjón. Sem dæmi um aukn- inguna nefnir hann að árið 1985 flutti félagið kringum 490 þúsund farþega, um 830 þúsund áratug síðar og í fyrra var farþegafjöld- inn rúmlega 1,5 milljónir. Lang- mest er flogið á B757 þotum sem taka kringum 190 farþega en t.d. til San Francisco á B767 þotum sem taka um 260 manns. Alls er sætaframboðið því fyrir hátt í 30 þúsund manns á viku. Nýr áfangastaður í ár er Man- chester á Englandi og í fyrra var hafið flug til San Francisco. Um 40% aukning hjá Iceland Express Birgir Jónsson, framkvæmda- stjóri Iceland Express, tjáði Morgunblaðinu að í sumar yrði kringum 40% aukning á sæta- framboði félagsins. Verða alls 255 þúsund sæti í boði mánuðina maí til september, eða hátt í 13.000 á viku. Munar þar mestu um þá nýju áfangastaði sem félagið byrjar að fljúga til. Í sumar bætast við Alic- ante, Berlín, Friedrichshafen, Stokkhólmur og Gautaborg en í fyrrasumar var einnig flogið til Hahn við Frankfurt og verður svo áfram í sumar. Þá eru London og Kaupmannahöfn inni í áætluninni sem fyrr og í vor hefst einnig flug milli Kaupmannahafnar og Akur- eyrar eins og fram hefur komið. Birgir segir þessa aukningu ekki of mikla, viðtökur hafi þegar sýnt það, og ekki síst hafi góðar viðtökur fengist hjá Þjóðverjum við auknu ferðaframboði til Ís- lands. Segir hann kringum 65% bókana frá þýsku áfangastöðun- um vera frá Þjóðverjum en Íslend- ingar séu með um 35% bókana. Þá segist Birgir fagna flugi British Airways, það hafi hleypt meira kappi í markaðssetningu Ice- landair og BA og Iceland Express njóti einnig góðs af. Þrjár MD 90 vélar sinna flugi Iceland Express í sumar og sú fjórða kemur inn til að sinna Akureyri. Þær taka um 150 farþega og segir Birgir sæta- fjöldann hafa verið minnkaðan úr 167 til að auka rýmið. British Airways og SAS Braathens byrja í mars British Airways byrjar sitt flug til landsins 26. mars, fimm sinnum í viku yfir sumarið og fjórum sinn- um næsta vetur. Flogið er milli Gatwick og Keflavíkur og segir Bolli Valgarðsson, talsmaður BA á Íslandi, að bókanir hafi þegar ver- ið talsverðar. Þá hafi fyrirspurnir með tölvupósti verið um þúsund á dag frá 27. janúar þegar auglýst var tilboðsverð, 12.145 krónur báðar leiðir með sköttum. Í áætl- unum sínum gerir BA ráð fyrir að um 70% bókana komi frá Bretum og 30% frá Íslendingum. Gera má ráð fyrir að sætaframboð BA verði kringum 1.500 á viku. Fjórða flugfélagið sem hyggst halda uppi reglulegu áætlunar- flugi milli Íslands og útlanda er SAS Braathens sem byrjar 26. mars að fljúga tvisvar í viku milli Keflavíkur og Oslóar. SAS flaug á árum áður milli Íslands og Kaup- mannahafnar, m.a. í tengslum við Grænlandsflug félagsins, og hefur löngum átt samstarf við Icelanda- ir. Miðað við tvær ferðir á viku í 150 farþega vél verður sætafram- boðið kringum 600 á viku. Erlend flugfélög hafa gegnum árin heldur lítið prófað Íslands- ferðir. Fyrir margt löngu flaug bandaríska flugfélagið Pan Amer- ican milli Íslands og Bandaríkj- anna og kanadíska flugfélagið Kanada 3000 gerði einnig tilraunir með Íslandsflug. Þá flaug lággjaldafélagið Go hingað til lands frá Bretlandi og ótalin eru erlend leiguflugfélög sem reynt hafa fyrir sér með flug hingað. Fréttaskýring | Tvö erlend og tvö íslensk flugfélög sinna millilandaflugi í sumar Framboð hefur aukist frá í fyrra Kringum 15 þotur sinna áætlunar- og leiguflugi til og frá landinu í sumar Flugið er sívinsæll ferðamáti. Einnig nýir áfangastaðir í leiguflugi ferðaskrifstofa  Íslendingar ferðast í auknum mæli til útlanda og erlendir ferðamenn sækja æ meira hing- að til lands með stöðugu mark- aðsstarfi íslenskra og í seinni tíð erlendra flugfélaga. Framboð ís- lenskra ferðaskrifstofa í leigu- flugi virðist fara vaxandi rétt eins og í áætlunarfluginu. Bjóða ferðaskrifstofurnar bæði upp á hefðbundnar sólarstrendur og hafa einnig fikrað sig inn á nýja áfangastaði. Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.