Morgunblaðið - 07.02.2006, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
!"#
$%%&$
' () *(#&
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís-
lands í gær námu um 4,8 milljörðum
króna, þar af voru viðskipti með
hlutabréf fyrir um þrjá milljarða. Mest
viðskipti voru með bréf Straums-
Burðaráss fjárfestingarbanka.
Mest hækkun varð á bréfum
Dagsbrúnar, 2,9%, en mest lækkun
varð á bréfum Actavis Group, 0,9%.
Úrvalsvísitala aðallista hækkaði
um 0,62% og er hún nú 6.480,47
stig.
Dagsbrún
hækkaði mestHAGNAÐUR af rekstri Dagsbrúnará síðasta ári nam 718 milljónum króna
og er það talsvert undir væntingum
greiningardeilda bankanna en með-
alspá þeirra hljóðaði upp á 786 millj-
óna króna hagnað. Árið 2004 var
hagnaður félagsins 509 milljónir
króna og hefur afkoman því batnað
um 41% en hafa verður í huga að um-
svif félagsins hafa aukist verulega á
tímabilinu, augljósasta dæmið er að
fjölmiðlasvið, 365 miðlar, hefur bæst
við.
Heildartekjur félagsins á árinu
voru um 15,3 milljarðar króna og juk-
ust þær um 118% á milli ára. Heild-
argjöld voru um 13,8 milljarðar og
jukust þau um 129% á milli ára.
Framlegð nam 5,8 milljörðum og
rekstrarhagnaður (EBIT), þ.e. hagn-
aður fyrir skatta og fjármagnsliði,
nam ríflega 1,5 milljörðum. EBITDA
hagnaður (hagnaður fyrir fjármagns-
liði og afskriftir) nam um 3,1 milljarði.
Eiginfjárhlutfall 38,4%
Ef litið er til einstakra sviða innan
fyrirtækisins kemur í ljós að rekstr-
arhagnaður af fjarskiptasviði nam um
1,1 milljarði en rekstrarhagnaður af
fjölmiðlum nam 546 milljónum króna
(226 af ljósvakamiðlum og 320 af
prentmiðlum). Ekki kemur fram í
skýringum með uppgjörinu hver end-
anlegur hagnaður hvers sviðs var þar
sem vaxtagreiðslur og skatta-
greiðslur eru dregnar saman fyrir
alla samstæðuna. Heildareignir sam-
stæðunnar nema um 23 milljörðum
króna og eigið fé hennar er um 8,8
milljarðar. Eiginfjárhlutfall er því
38,4%. Arðsemi eigin fjár (hagnaður
sem hlutfall af eigin fé) er 8,2%
Afkoma undir
væntingum
Uppgjör
Dagsbrún hf.
-
!
.
! "
/!*
0) ) 1
2324(
5467
2(8
7365
9867
9(3
93
#
1
(886
27676
:5'8
4(:7
266
'2:8
948'
9'
9224
83:4
24'((
; !* ) #
!* ) -
!*
6<52
4(=
(=
6<::
4:=
8=
!"#$%!
"&'()(%!
*
+
sverrirth@mbl.is
+,
-$ ./(01 "2
,(/%
./(01 "2
3
%%
-!/ ./(01 "2
45/6# "2
7
4
./(01 "2
8 ./(01 "2
97
#5
#%$ "2
01:$#4 3
#% "2
!40# "2
8
#5
#%$ 97
# "2
/&7 "2
(
$+
$(# "2
9 "2
,/
0;0/<30/=
/> ?>/"25
#%$ "2
@0/ "2
-$(# ./(01 "2
$%;
/%
=0/ 97
# "2
./
#$ "2
A
;1$=?
# "2 '+&7
#$+ ./(01 "2
B &/?$ "2
C ,7
#,$+ &,/(7&0;
/D44$#4
;$=,!=$# "2
E$##70,!=$# "2
!
$%&7$ D?
"?
/=
/ "2 7>,0/"F7
4 0=0/7
# -"2
"# $%
'G
H=
,
-$=%2-&/=
<
<
<
<
<
<
<
<
3/&D,$#4 "/>
"D//
-$=%2-&/=
< <
<
< <
<
<
< <
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
I <
J
I J
I J
I
J
<
I
J
I J
I J
<
I <J
<
<
I J
I J
<
I < J
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
A&$7
/-$=%$1,$
4$#
$75(= H 7(%
4K
01
7
2 2 2 2
2
2 2 2
2 2 2
2
2 2 2 <
2
<
<
<
<
<
<
<
E$=%$1,$ H :62 %/2
A2 L , 040#
/7$,$ ?!7$
-$=%$1,
<
<
<
<
<
<
<
<
● NORVEST ehf. hefur selt tæplega
6,5 milljónir hluta, jafngildi 0,98%
hlutafjár, í Kaupþingi banka á geng-
inu 933 krónur/hlut. Heildarandvirði
viðskiptanna er því um 6 milljarðar
króna. Þetta kemur fram í tilkynningu
til Kauphallar Íslands en Norvest er
fjárhagslega tengt Brynju Halldórs-
dóttur, stjórnarmanni í Kaupþingi
banka.
Norvest, sem er í eigu Jóns Helga
Guðmundssonar, á eftir viðskiptin 10
milljónir hluta í bankanum og er mark-
aðsverðmæti þeirra 9,38 milljarðar
króna miðað við lokagengi í gær.
Norvest selur
í KB banka fyrir
sex milljarða
LAUN og önnur hlunnindi
bankaráðsmanna, bankastjóra
og helstu stjórnenda Lands-
bankans námu 840 milljónum
króna á síðasta ári, samkvæmt
ársskýrslu bankans sem lögð
var fram á aðalfundi um
helgina.
Þar kemur fram að laun for-
manns bankaráðs, Björgólfs
Guðmundssonar, námu þremur
milljónum króna, laun Kjartans
Gunnarssonar varaformanns
námu tveimur milljónum og
aðrir bankaráðsmenn fengu alls
sex milljónir króna.
Launagreiðslur til Halldórs
J. Kristjánssonar bankastjóra
námu 149 milljónum króna, en
hluti þeirrar upphæðar tengist
uppgjöri á kaupréttarsamning-
um. Greiðslur til Sigurjóns Þ.
Árnasonar bankastjóra námu
83 milljónum króna samkvæmt
ársskýrslunni og alls fengu 16
framkvæmdastjórar sviða og
dótturfélaga greiddar 598 millj-
ónir í laun og hlunnindi.
Kaupréttir
og lán
Kaupréttir bankastjóra og
framkvæmdastjóra á hlutabréf-
um í Landsbankanum eru á
genginu 3,58–14,25. Kaupréttir
eru yfirfæranlegir milli ára og
má safna þeim upp og innleysa í
lok tímabils. Kaupréttir starfs-
manna og stjórnenda í lok árs-
ins námu samtals 946,4 milljón-
um króna að nafnverði. Áunnir
en ónýttir kaupréttir í árslok
námu 484 milljónum króna.
Þá kemur fram í ársskýrsl-
unni að lán til bankastjóra og
framkvæmdastjóra, og til fé-
laga í eigu þeirra, námu 78
milljónum í lok síðasta árs.
Laun
stjórnenda
LÍ 840
milljónir
● KJÖR Íslandsbanka á skuldabréfa-
útgáfu í Sviss sem lauk í síðustu viku
voru að sögn Ingvars H. Ragn-
arssonar, forstöðumanns alþjóð-
legrar fjármögnunar Íslandsbanka,
betri en kjör hafa verið á eftirmark-
aði með skuldabréf bankans að und-
anförnu. Hann leggur áherslu á að
mjög erfitt er að gera samanburð á
milli svissneska markaðarins og
þess evrópska. „Því er erfitt að segja
til um hver kjör yrðu ef ráðist yrði í út-
gáfu á Evrópumarkaði í dag.“ Ingvar
segir að þetta séu jákvæð tíðindi í
ljósi erlendrar umfjöllunar um bank-
ana að undanförnu.
Viðskipti með þessi skuldabréf á
eftirmarkaði hafa ekki farið fram
ennþá en að sögn Ingvars er ekki
ástæða til þess að ætla annað en
að kjörin þar verði í takt við kjörin á
frummarkaði.
Kjörin betri
en á eftirmarkaði
STRAUMUR-BURÐARÁS fjár-
festingabanki á liðlega 6% hlut í
Skandia og mun eignast 1,1% hlut
í Old Mutual við yfirtöku þess á
Skandia og verður þá næststærsti
hluthafinn í Old Mutual af fyrrver-
andi eigendum Skandia, aðeins
Fidelity verður með stærri hlut, að
því er kemur fram í frétt Dagens
Industri.
Þar er haft eftir Björgólfi Thor
Björgólfssyni að hann stefni að því
að breikka fjárfestingarsafn Nova-
tor og fjárfesta í löndum utan Evr-
ópu eins og Indlandi, Kína og
Brasilíu.
Halda bréfunum í Old Mutual
Björgólfur Thor segir jafnframt
að Straumur-Burðarás hyggist
eiga hlut sinn í Old Mutual. „Mér
líkar félagið. Með
kaupunum á Skandia
skapast mörg spenn-
andi viðskiptatæki-
færi,“ hefur blaðið eft-
ir honum.
Þá er í fréttinni
greint frá því að
Forbes hafi í fyrra
metið eignir Björgólfs
Thors á 1,4 milljarða
dala og sagt að ætla
megi að eignir hans
hafi losað tvo millj-
arða dala, jafngildi
liðlega 150 milljarða
íslenskra króna, í lok
síðasta árs.
Minnt er á að Björg-
ólfur Thor hafi einkum fjárfest í
fjarskipta-, fjármála- og lyfjageir-
anum í Evrópu og
hann var spurður að
því hvar hann myndi
bera næst niður í
fjárfestingum sínum.
„Það er kominn
tími til þess að auka
breiddina í fjárfest-
ingum Novator og
láta þær taka til
landa utan Evrópu.
Þar er átt við [fjár-
festingar] á vaxta-
mörkuðum á Indlandi,
Kína og Brasilíu,“
segir Björgólfur Thor
við Dagens Industri
og bætir við að hann
geti einnig hugsað sér
að fjárfesta í rússneskum olíufyr-
irtækjum.
Novator mun horfa
til landa utan Evrópu
Björgólfur Thor
Björgólfsson
NÝ stjórn hefur verið kjörin hjá
hugbúnaðarfyrirtækinu Calidris.
Stjórnarformaður verður Sig-
urður Helgason, fv. forstjóri
Flugleiða og Icelandair, en aðrir
í stjórn eru Guðni B. Guðnason,
framkvæmdastjóri ANZA, og
Halla Tómasdóttir, fram-
kvæmdastjóri Viðskiptaráðs Ís-
lands. Varamenn í stjórn eru Kol-
beinn Arinbjarnarson og Magnús
Ingi Óskarsson.
Calidris er íslenskt fyrirtæki
sem selur sérhæfðar hugbún-
aðarlausnir til
flugfélaga á al-
þjóðamarkaði.
Meðal við-
skiptavina fyr-
irtækisins eru
leiðandi flug-
félög eins og
Emirates,
Finnair og Ice-
landair. Starfs-
menn eru 30
talsins og framkvæmdastjóri er
Arna Harðardóttir.
Stjórnarformaður hjá Calidris
Sigurður
Helgason
Kaupaukasala
hjá Íslandsbanka
● ÍSLANDSBANKI seldi hinn 1. febr-
úar síðastliðinn tæplega 6,8 millj-
ónir hluta í bankanum á genginu
18,6 krónur/hlut en hlutirnir voru
notaðir sem greiðsla á árlegum
kaupauka til starfsmanna. Heild-
arverðmæti viðskiptanna er um 126
milljónir króna en miðað við loka-
gengi bréfa bankans í gær er mark-
aðsverðmæti bréfanna nú um 135,9
milljónir króna.