Morgunblaðið - 07.02.2006, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 23
UMRÆÐAN
!"#
##$! %%&%' ()* +
, !!-!-$ . !!-!-$ /# '0 )1*
,2-3* * 45! " 6"# ) !- 7,+
,8 !- 95! !- 45! 3 *5! 45! " *5!
,--:!- :5-
!"#
##$! %%&%' ()* + , !!-!-$ . !!-!-$
/# '0 )1* ,2-3* *
45! " 6"# ) !- 7,+ ,8 !-
95! !- 45! 3 *5! 45! " *5!
,--:!- :5-
.* !"#
##$! '&
' /# 0
)1* ) !-
)+*#+ !- 7,+ !- . !-
()* + ;++*1< 45! 3 *5! 45! " *5!
!
.* !"# 9 = >
##$!
&%' /# 0
)1* +25 - 9 48 !-
,8 !- ) !- ?&@A +*#+
!! +- B-!-$ +*#+!! >.2. !!-!- 7,+ !-
. !- "C:$ , $! ()* + 45! 3 *5!
45! " *5!
"
!"#
##$! %%&%'
()* + , !!-!-$
. !!-!-$ /# %0
) !- 7,+ !-
95! !- 45! 3 *5!
45! " *5!
,--:!- :5-
#
! !
!"#
/# 0
)1*
45! 3 *5!
()* +
) !-
+*#+ !-
7,+ !-
. !-
#
$ %
!"# *
, # +- B"#
# C "D #0
, 1 71 7E1
4.71F.=@ B"#
* 414 +-
C" *!! -
!!1B 1, !! +- B
-!-$ G5! !-
7,+ !- / :5-
-!-$ :5 +- ,
SVO LENGI má þæfa ull að
breytist í silki, svo mætti halda ef
miðað er við hvernig sjálfstæð-
ismenn böðlast á hugtakinu skatta-
lækkanir. Sjálfstæðismenn hafa
boðað skattalækkanir í takt við
minnkandi útgjöld ríkissjóðs en
reyndin er öll önnur, hækkaðir
skattar og aukin ríkisútgjöld.
Það eru staðreyndir sem ekki
ætti að eyða tíma í að deila um
Efnahags- og þróunarsam-
vinnustofnun Evrópu, OECD, hefur
reiknað út að skatthlutfall hafi hér
farið úr 31,8% af þjóðarframleiðslu
á árinu 1995 í 40,3% árið 2003. Við
skoðun ríkisreiknings kemur fram
að útgjöld ríkisins hafa aukist um
120 milljarða á föstu verðlagi frá
árinu 1995. Þessi upphæð svarar til
nálega tvöfalds söluverðmætis Sím-
ans. Til þess að eiga fyrir þessum
útgjöldum hefur ríkisstjórnin
hækkað álögur á almenning.
Prófessor sagði
frá staðreyndum
Stefán Ólafsson prófessor greindi
frá þeim staðreyndum í blaðagrein
að skattar hefðu hækkað og legðust
með meiri þunga á þá sem hafa lág-
ar tekjur. Þetta eru staðreyndir
sem tekur ekki nema nokkrar mín-
útur að ganga úr skugga um að séu
réttar. Það er óskiljanlegt að verða
vitni að því að hver þingmaður
Sjálfstæðisflokksins á fætur öðrum
neiti jafnaugljósum staðreyndum og
að skattar hafi hækkað í stjórnartíð
flokksins. Ekki er nóg með að menn
reyni að teygja og toga staðreyndir
heldur leggja þeir einnig til atlögu
við persónu prófessorsins sem sagði
frá skattahækkun ríkisstjórn-
arinnar. Dómsmálaráðherra bjó til
einhverja mjög svo einkennilega
pólitíska samsæriskenningu þar
sem nýmælið var að ekki væri að
finna neinn „baug“ heldur einhvern
þríhyrning.
Þessi hættulegi þríhyrningur að
mati Björns Bjarnasonar er Háskóli
Íslands, Öryrkjabandalagið og
stjórnarandstaðan. Ég vonast til
þess að dómsmálaráðherra fari að
ná áttum því að þetta er afar óeðli-
leg umræða, algerlega út í hött og í
raun er óskiljanlegt að stjórnarliðar
komist upp með að afneita stað-
reyndum.
Ég er á því að fjölmiðlar eigi að
upplýsa almenning skilyrðislaust
um raunverulega stöðu mála.
Ríkissjónvarpið setti upp spjall-
þátt þar sem prófessorinn sem
greindi frá staðreyndum var látinn
svara útúrsnúningum þingmanns
Sjálfstæðisflokksins
sem dró trúverð-
ugleika prófessorsins
og skattahækkanirnar
í efa og sneri út úr
staðreyndum. Í sjálfu
sér er þetta óskilj-
anlegt en jafnframt
lýsandi fyrir það í
hvaða far umræðan í
þjóðfélaginu getur far-
ið ef umræðuefnið er
viðkvæmt fyrir stjórn-
arflokkana, s.s. um
leynilegt bókhald
stjórnmálaflokkanna.
Fjármálaráðuneytið bætti síðan
gráu ofan á svart með því að dreifa
villandi dæmum sem
voru sett upp til þess
að villa um fyrir upp-
lýstri umræðu um
skattahækkanir.
Í dæmunum var bor-
in saman skattbyrði á
sömu krónutölu árin
1994 og 2006. Hvergi
var þess getið að 120
þúsund króna laun árið
1994 eru ósambærileg
við 120 þúsund króna
laun árið 2006. Miklu
meiri verðmæti feng-
ust fyrir 120 þúsund kallinn 1994 en
2006. Til ársins 2005 hafa laun tvö-
faldast. Ef eitthvert vit á að vera í
samanburðinum ætti að bera saman
hversu hátt hlutfall launþegi greiðir
árið 1994 af launum sínum í skatt
og að sama skapi hversu hátt hlut-
fall af 240 þúsund króna launum fer
í skatt árið 2005.
Í útreikningum fjármálaráðherra
kemur fram að samkvæmt öllum
þessum dæmum, sem fjármálaráðu-
neytið setur upp, hafi skattbyrðin
þyngst ef borin eru saman 120 þús-
und króna laun árið 1994 og 240
þúsund króna laun árið 2006 en það
eru sambærileg laun miðað við þró-
un launavísitölu eins og að framan
greinir.
Stjórnvöld hafa viðurkennt að
misskipting hafi aukist en ekki veit
ég hve langan tíma það á að taka
fyrir stjórnvöld að viðurkenna þá
augljósu staðreynd að skattar hafa
hækkað. Stjórnarstefna umliðinna
ára hefur einkennst af miðstýrðri
misskiptingu og almenningur blæð-
ir.
Svo lengi má þæfa ull að breytist í silki
Sigurjón Þórðarson fjallar um
auknar álögur á almenning ’Stjórnarstefna umlið-inna ára hefur einkennst
af miðstýrðri misskipt-
ingu og almenningur
blæðir.‘
Sigurjón Þórðarson
Höfundur er alþingismaður.
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050