Morgunblaðið - 07.02.2006, Síða 29

Morgunblaðið - 07.02.2006, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 29 UMRÆÐAN REYKJAVÍKURBORG hefur í nokkurn tíma staðið í viðræðum við ríkið um kaup þess á hlut borgarinnar í Landsvirkjun, en Reykjavíkurborg á um 45% hlut í Lands- virkjun. Þessar við- ræður hafa strandað á verðmati á fyrirtækinu, þar sem ríkið hefur ekki viljað koma til móts við eðlilegar kröfur borg- arinnar um greiðslur fyrir sinn hlut. Nú virð- ist ríkið hafa fundið nýja aðferð til að minnka verðmæti Landsvirkj- unar og sú leið er að losa Landsvirkjun við eignir fyrirtækisins á undirverði og rýra þannig efnahag þess. Nýstofnað sameiginlegt smásölufyr- irtæki RARIK, Orkubús Vestfjarða og Landsvirkjunar tekur til sín Lax- árvirkjun á bókfærðu verði sem nemur rétt rúmum milljarði króna. Lax- árstöðvar framleiða 27,5 MW og er því verðmæti á hvert MW 38,6 milljónir. Til samanburðar má nefna að gert er ráð fyrir að hvert MW Kára- hnjúkavirkjunar muni kosta 150–200 milljónir. Samkvæmt verðmati stjórn- enda Orkuveitu Reykjavíkur er verð- mæti Laxárvirkjunar að minnsta kosti 2 milljarðar króna, sem er tvöföld sú upphæð sem Landsvirkjun verðmetur virkjunina á þegar hún er færð út úr Landsvirkjun og inn í þetta nýja rík- issmásölufyrirtæki. Með öðrum orðum hefðu stjórnendur OR verið tilbúnir að leggja það til við stjórn OR að Lax- árvirkjun væri keypt á 2 milljarða. OR kaupir 60% af þeirri raforku, sem fyr- irtækið selur í smásölu, af Lands- virkjun. Verðið sem Landsvirkjun býð- ur OR upp á í heildsölu og tjóðrar niður í 12 ára samninga er hærra en það sem OR væri að greiða fyrir raforku frá Laxárvirkjun, stæði henni til boða að kaupa virkjunina á 2 milljarða. Það stóð OR ekki til boða að bjóða í Lax- árvirkjun þar sem ríkið tók í þessu máli einhliða ákvörðun um að stofna fjórða orkufyrirtæki ríkisins og leggja Lax- árvirkjun inn í það púkk á undirverði. Þessi ákvörðun er tekin án útboðs og án þess að aðrir eig- endur séu spurðir. Það er því vandséð að þessi gjörningur standist lög. Við þessar eignatilfærslur stingur ríkið í raun undan tæpum milljarði króna úr Landsvirkjun með of lágu verðmati Laxárvirkjunar. Reykvík- ingar verða því af um 400 milljónum króna, ef tekið er mið af eign- arhlutdeild borgarinnar í Lands- virkjun. Það er umhugsunarefni að oddviti sjálfstæðismanna í borginni Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson studdi þenn- an gjörning með atkvæði sínu í stjórn Landsvirkjunar. Hann situr þar sem fulltrúi borgarinnar og á eðli málsins samkvæmt að gæta hagsmuna hennar, en kýs að nýta atkvæði sitt til að styðja ríkisvaldið í eignatilfærslum sem rýra eigur borgarbúa. Þessu máli er ekki lokið. Borgarráð samþykkti í síðustu viku að láta kanna lagaheimildir stjórnar Landsvirkjunar til að taka út úr fyrirtækinu svo mik- ilvægar eignir án þess að leita sam- þykkis eigenda. Samkeppnisstofnun er að kanna málið enda fæst ekki séð að eðlileg samkeppni á raforkumarkaði geti sprottið af því að ríkið niðurgreiði virkjanir til þessa nýstofnaða fyr- irtækis, svo það geti selt raforku í smá- sölu á óeðlilega lágu verði til höfuðs OR og Hitaveitu Suðurnesja, sem Landsvirkjun svo á sama tíma nið- urnjörvar í tólf ára samninga um raf- orkukaup á mun hærra verði. En hvað sem þessu líður þá er odd- viti og borgarstjóraefni sjálfstæð- ismanna í Reykjavík samstiga rík- isvaldinu í þessu máli og virðast hagsmunir Reykvíkinga víkja þar hratt og örugglega þegar rétta þarf upp hönd og slá þarf saman hælum fyrir ríkið til að skjóta undan eignum frá Reykvíkingum. Vilhjálmur Þ. snuðar Reykvíkinga Eftir Sigrúnu Elsu Smáradóttur ’Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-son styður ríkisvaldið í eignatilfærslum sem rýra eigur borgarbúa.‘ Sigrún Elsa Smáradóttir Höfundur er varaformaður stjórnar OR og sækist eftir 2.–4. sæti í próf- kjöri Samfylkingarinnar. Prófkjör í Reykjavík UNDIRRITUÐ benti á þá stað- reynd í grein í Morgunblaðinu á dög- unum að hluti reyk- vískra skólabarna nýtur ekki hádegismatar sem boðið er upp á í mötu- neytum skólanna og sagði brýnt að tryggja öllum skólabörnum mál- tíð í hádeginu án endur- gjalds. Morgunblaðið tekur síðan mjög ákveð- ið undir þessi sjónarmið í leiðara blaðsins undir yfirskriftinni Matur og stéttaskipting en þar segir að það sé skylda samfélags að draga úr misskiptingu eins og unnt er og tryggja jafnrétti barna. Því næst er haft eftir Stefáni Jóni Hafstein í frétt að það sé ekki efna- hagur sem ræður því hvort foreldrar kaupa mat fyrir börnin sín eða ekki. Miklu fremur sé um að ræða að börn- in hafi ekki vanist heitum mat auk sérvisku, ofnæmis og annarra orsaka af svipuðum toga. Í þessu sambandi er ástæða til að taka upp orð Jóns Bjarnasonar al- þingismanns sem í fyrrasumar vakti máls á mikilvægi þess að matur sé eldaður og borinn fram í skólanum en ekki sendur langar leið- ir eins og tíðkast sums staðar úti um land í nafni sparnaðar. Jón segir: „Með samfelldum skóladegi og þeirri breytingu að börn fara ekki heim í hádegismat hefur verið lögð aukin áhersla á mötuneyti í skólunum sjálfum og að þar sé boðið upp á holl- an og fjölbreyttan mat. Eldhúsið, matargerðin og borðhaldið sjálft er þá allt í einu orðið ein þungamiðjan í starfsemi hvers skóla og skipar lykilsess í að gæða vinnu- staðinn hlýju heimilisandans.“ Jón vekur sömuleiðis athygli á menning- unni og uppeldinu sem í því felst að safnast saman á hverjum degi yfir góðri máltíð. Finnar hafa boðið upp á ókeypis skólamáltíðir allt frá árinu 1948 og leggja áherslu á mikilvægi þess til að tryggja eins og hægt er jöfnuð við matarborðið í skólanum, hollan og næringarríkan mat en ekki síður að kenna börnum góða borðsiði og fræða þau um næringu og matarsamsetn- ingu. Virðingu Finna fyrir skólastarfi og árangur þeirra á mælikvarða PISA má eflaust rekja að hluta til þessarar góðu venju. Samtökin Familie og samfund í Danmörku berjast fyrir ókeypis há- degismat og segja: „Hollur og ókeypis matur í skólanum getur leyst fjölda vandamála sem tengjast offitu og syk- ursýki meðal barnanna.“ Samtökin leggja einnig áherslu á þann vanda að börnin hafa ekki lært að borða hollan mat frá því þau eru lítil. Stjórnmálamenn hafa ekki leyfi til að líta undan þegar bent er á þá stað- reynd að ekki nýti allir matinn í há- deginu. Okkur ber skylda til að kanna ástæður þess og hlusta á þá sem best þekkja til. Skólastjóri Fellaskóla er einn þeirra og hann segir að ætla megi að efnaleysi sé ástæðan hjá mörgum fjölskyldum. Þessa umræðu má ekki þagga nið- ur. Markmiðið á að vera að útrýma gjaldtöku í grunnskólanum með heil- brigði, jöfnuð og góða matarmenn- ingu að leiðarljósi. Vel nærðu barni líður betur og er þar með öflugri þátt- takandi í skólastarfinu. Þetta er stórt réttlætismál, baráttumál Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs sem snýst um grunnþarfir barnanna okkar allra. Börnin þurfa á borginni að halda! Heilbrigði, jöfnuður og matarmenning fyrir öll börn Svandís Svavarsdóttir fjallar um hádegismat í grunnskólum ’Stjórnmálamenn hafaekki leyfi til að líta undan þegar bent er á þá stað- reynd að ekki nýti allir matinn í hádeginu. Okkur ber skylda til að kanna ástæður þess og hlusta á þá sem best þekkja til.‘ Svandís Svavarsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. NÚ GERIST skammt stórra högga á milli í fjölmiðlaheiminum. Rík- isútvarpið undirbýr að halda með hlutafélagið Ríkisútvarpið hf. út á markaðstorgið. Á RÚV stýra nú för menn sem leggjast á árarnar með ríkisstjórn og stjórn- armeirihluta í þessu efni. Ég neita því ekki, að heldur óþægilegt var að horfa á mennta- málaráðherra og út- varpsstjóra, sem jafn- framt færir okkur hinar hlutlausu fréttir Rík- isútvarpsins sem frétta- þulur, í sameiningu kynna þjóðinni og mæra hið umdeilda stjórnarfrumvarp um RÚV í Kastljósi á dög- unum. Það háttalag gagnrýndi ég á Alþingi enda um að ræða al- mannastofnun – ennþá – sem við höfum öll rétt á að hafa skoðun á, auk þess sem við getum komið á framfæri gagn- rýni og óskum ef ástæða þykir til. Öðru máli gegnir um markaðsmiðlana svokölluðu. Þeir lúta öðrum lögmálum. Þannig erum við áhrifalausir áhorfendur þegar Baug- smiðlarnir, sem svo hafa verið nefndir vegna eignatengsla við Baugs- samsteypuna, reka fréttamenn skýr- ingalaust og ráða nú hvern sjálfstæð- ismanninn á fætur öðrum í æðstu stjórnendastöður. Björgvin Guð- mundsson, fyrrum formaður Heim- dallar, var nýlega ráðinn ritstjóri DV, Ari Edwald, áhrifamaður í Sjálfstæð- isflokknum og fyrrum fram- kvæmdastjóri samtaka atvinnurek- enda er orðinn forstjóri 365 miðla, fyrirtækis sem rekur Stöð 2, NFS, DV og Fréttablaðið. Og til að kóróna allt er Þorsteinn Pálsson, fyrrum formað- ur Sjálfstæðisflokksins, nú ráðinn rit- stjóri Fréttablaðsins. Ari sagði að Þor- steinn byggi yfir ómetanlegu tengslaneti! Þeir menn sem hér eru nefndir eru prýð- ismenn og ég efast ekki um heiðarleika þeirra. Hitt er staðreynd að allir koma þeir úr valda- kjarna Sjálfstæð- isflokksins og þangað liggja þeirra pólitísku tengsl fyrst og fremst. Morgunblaðið spyr í Staksteinum sl. föstu- dag, hvort stjórnarand- staðan sjái nú ekki að setja þurfi löggjöf um eignarhald fjölmiðla. Ég vil spyrja á móti hvort Morgunblaðinu finnist ekki ástæða til að endur- skoða áform um að hlutafélagavæða Rík- isútvarpið. Hluta- félagavæðing mun fyrr eða síðar leiða til sölu fyrirtækisins. En jafnvel þótt það ekki gerðist í bráð þá er hitt staðreynd að með hlutafélagavæð- ingu myndi stjórnsýslan gerbreytast að því leyti að pólitískt ráðinn útvarpsstjóri fengi nánast al- ræðisvald yfir mannahaldi og dagskrá, á sama tíma og dregið yrði úr gagnsæi stofnunarinnar. Verkefnið ætti að vera að draga úr heljartökum stjórn- armeirihlutans á Ríkisútvarpinu, bæta hag og kjör starfsmanna, setja stjórn- sýsluna í markvissari farveg og stuðla að enn meira gagnsæi en nú er. Allt þetta er hægt að gera án þess að breyta stofnuninni í hlutafélag og það sem meira er, settar hafa verið fram tillögur þessa efnis. Sjálfstæðisflokkurinn dregur sér baug á fingur Ögmundur Jónasson fjallar um stjórnendur fjölmiðla ’… allir komaþeir úr valda- kjarna Sjálf- stæðisflokksins og þangað liggja þeirra pólitísku tengsl fyrst og fremst.‘ Höfundur er alþingismaður. Ögmundur Jónasson Marteinn Karlsson: „Vegna óbil- gjarnrar gjaldtöku bæjarstjórnar Snæfellsbæjar af okkur smábáta- eigendum, þar sem ekkert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bátinn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrifar um bækur Lizu Marklund sem lýsa heimilisofbeldi. Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel að það liggi ekki nægilega ljóst fyrir hvernig eða hvort hinn ev- angelísk-lútherski vígsluskilningur fari í bága við það að gefa saman fólk af sama kyni …“ Birgir Ásgeirsson: Opið bréf til vígslubiskups Skálholtsstiftis, biskups Íslands, kirkjuráðs og kirkjuþings. Prófkjörsgreinar á mbl.is www.mbl.is/profkjor Ágúst Ólafur Ágústsson styður Sigrúnu Elsu Smáradóttur í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Reykja- vík. Ingólfur Margeirsson styður Dag B. Eggertsson í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Gísli Gunnarsson styður Sigrúnu Elsu Smáradóttur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Guðrún Ögmundsdóttir styður Sigrúnu Elsu Smáradóttur í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Reykja- vík. Birgir Dýrfjörð rafvirki styður Sigrúnu Elsu Smáradóttur sem býður sig fram í 2. til 4 sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÖRVA skal áhuga námsmanna á öll- um aldri fyrir stærðfræði, er sagt í umræðu dagsins. Áhuga Jóns Krist- jáns Þorvarðssonar stærðfræðings og kennara hefur þó ekki þurft að örva. Hann skyldi gefa út bók um undur stærðfræðinnar, en allt frá því í fornöld hafa mestu hugsuðir heims glímt við gáturnar í greininni. Höf- undur hafði ekki bara áhuga, heldur einnig kraft og þrautseigju til þess að gefa út glæsilega bók. Hún heitir: Ég skal hreyfa jörðina – forngrísku stærðfræðingarnir og áhrif þeirra. Höfundurinn hlýtur að hafa veru- legan innri kraft. Hann sýnir og þrautseigju, því að út er komin glæsi- leg bók, sem hverri þjóð er til sóma að eiga á sinni tungu. Þetta gerði maðurinn án opinberra styrkja. Að því er mér er sagt sótti hann þó um styrki úr mörgum sjóðum, þar á með- al til Menningarsjóðs. Einnig var sótt í sjóði rithöfunda og fræðirita. Allt án árangurs, þrátt fyrir góð meðmæli fé- laga á stærðfræðisviði. Eitthvað lítið eitt fékkst úr litlum sjóði, en ekkert frá hinu opinbera. Menningarsjóður er skipaður beint af Alþingi. Menntamálaráðherra er allt í öllu og skipar formann. Sagt er í umræðu dagsins, að gera þurfi eitt- hvað af festu til þess að unga fólkið okkar fái áhuga á stærðfræði. Þeir í ráðuneytinu virðast hvorki hafa áhuga né kunnáttu. Hvað gæti verið vænlegra en að fella stærðfræðisögur inn í ramma hinnar fornu hámenn- ingar? Nei, þeir pólitíkusarnir hafa engan skilning á gildi stærðfræðinnar. Kannski vill menntamálastjórnin helzt fækka tímum í skólunum, þegar stefnir í strand vegna lítils stuðnings við stærðfræðina, undirstöðu vísinda og tækni nútíma sem og fortíðar. Mér finnst stjórnmálamenn mega skammast sín. Kannski getur kerfið þó enn gert einhverja yfirbót. Höf- undurinn ætti í.þ.m. að fá verðlaun. Ég tilnefni hann til virðingarinnar. Vandinn er bara, eins og hann smá- bókaútgefandinn segir í Lesbók- argrein. Dómnefndirnar eru inni í klíkunni, sem sér bezt um sína. Ragnar S. Halldórsson, verkfræð- ingur og fyrrverandi forstjóri, kom á ritvöll Morgunblaðsins hinn 5. janúar sl. Ég hefi nú ekki séð greinar eftir hann um smámál, en nú gat hann ekki setið á sér að hæla bókinni hans Jóns Kristjáns án orðlenginga. Um ágæti bókarinnar, sem hér er rætt um, er ég sammála Ragnari. Ég sendi þessa grein til þess að minna þingkerfiskalla, -kellur og þeirra umboðsmenn á sínar skyldur. Það hlýtur að vera skylda þeirra að skilja, að einn helzti hornsteinn heimsmenningarinnar er stærðfræði. Var svo allt frá Grikklandi hinu forna og til tunglsins, allt til enn fjarlægari heimshnatta á vorum dögum. SVEINN GUÐMUNDSSON, verkfræðingur. Stærðfræðin firnagóð allt frá fornöld Frá Sveini Guðmundssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.