Morgunblaðið - 07.02.2006, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
E
inar Sigurðsson út-
gerðarmaður frá Vest-
mannaeyjum hefði
orðið hundrað ára
þriðjudaginn 7. febr-
úar.
Einar var einn helsti forystumað-
ur Íslendinga í útflutningi sjávaraf-
urða um áratuga skeið. Hann var
kunnur að áræði og framtakssemi
og rak á eigin vegum eða var þátt-
takandi í útgerð báta og togara og
fiskvinnslu víða um land, allt frá
Seyðisfirði eystra til Flateyrar
vestra. Hann beitti sér á fleiri svið-
um þjóðlífsins, iðulega af framsýni
og þrótti og sjást þess merki víða.
Ellefu börn á fimmtán árum
Einar Sigurðsson fæddist á Heiði
í Vestmannaeyjum 7. febrúar árið
1906. Foreldrar hans voru hjónin
Guðríður Jónsdóttir og Sigurður
Sigurfinnsson bóndi, hreppstjóri og
einn af upphafsmönnum vélbátaút-
gerðar í Eyjum.
Einar Sigurðsson var tvígiftur.
Fyrri kona hans hét Þóra Eyjólfs-
dóttir og áttu þau einn fósturson,
Einar Þór. Þau skildu. Einar kvænt-
ist síðar Svövu Ágústsdóttur úr
Reykjavík. Þau áttu ellefu börn á
fimmtán árum og komust tíu þeirra
á legg, átta stúlkur og tveir drengir,
en eitt barnið lést í æsku.
Lærði Möllersæfingar sex ára
Snemma varð ljóst í hvað stefndi,
því Einar skar sig þegar úr á fæð-
ingardeildinni, vó 22 merkur ný-
fæddur og mun snemma hafa viljað
mat sinn og engar refjar.
Ekki var Einar hár í loftinu þegar
lagður var grunnur að ævilangri
íþróttaiðkun. Þó að efalaust hafi
hann verið hærri en jafnaldrarnir.
Hann byrjaði sex ára gamall að læra
sund í sjónum við Eyjar, en þá var
engin sundlaug í bænum. Kennarinn
var ungur stúdent, Ásgeir Ásgeirs-
son, sem síðar varð forseti. Einar
iðkaði sund alla tíð og fór í sundhöll-
ina á hverjum morgni sem hann var
í Reykjavík. Þá gerði Einar alltaf
Möllersæfingar, en þær lærði hann
sex ára hjá Guðmundi Sigurjónssyni
í þinghúsinu í Eyjum. Ekki fór hjá
því að Einar beitti sér á þessum
vettvangi sem öðrum og var hann
lengi formaður Knattspyrnufélags
Vestmannaeyja.
Fyrstu skrefin í viðskiptum
Einar lauk verslunarprófi frá
Verzlunarskóla Íslands vorið 1924
og hóf eigin atvinnurekstur þegar
um haustið, átján ára gamall. Hann
opnaði Verzlunina Boston 20. nóv-
ember og segist Einar hafa haldið
upp á þann dag síðan sem tímamót í
lífi sínu. Og metnaðurinn kom
snemma fram í rekstrinum, eins og
frá segir í ævisögu Einars, sem
skráð var af Þórbergi Þórðarsyni:
„Verslanir voru opnar frá klukkan
9 á morgnana til klukkan 7 á kvöldin
og laugardaga líka. Þetta fannst mér
ekki nóg. Ég sældist til að opna hálf-
tíma fyrr á morgnana og loka hálf-
tíma seinna á kvöldin. Fólkinu þótti
þetta gott. Karlarnir komu snemma
í morgunmund, skelþunnir eftir
kvöldið áður og nóttina og fengu sér
pilsner, og neftóbaksmaður fékk sér
á baukinn, og Siggi Munda, með
taumana niður munnvikin, var búinn
með tóbakstöluna sína og bað mig
um einn pakka af mellemskro frá
Brödrene Braun. Og Oddný í Gröf,
tuttugu barna móðir, hafði orðið sein
fyrir að fá sér á könnuna og kom
með þeim fyrstu til að ná sér í kaffi-
pakka og rótarbréf.“
Þórbergur skráði ævisögu Einars
í þremur bindum og var hún að hluta
til byggð á dagbókum Einars. Yfir-
skrift ævisögunnar var Einar ríki,
en það viðurnefni var honum gefið
og hafði hann gaman af, þó að til
annars hafi verið ætlast af þeim sem
gáfu. Og Einar sagðist raunar aldrei
hafa átt neina peninga, alltaf verið
búinn að eyða þeim áður en hann
eignaðist vonina í þeim. Hann var
maður framkvæmda.
Hraðfrysting sjávarafurða
Einari nægði ekki búðarrekstur-
inn. Hann stofnaði Vöruhús Vest-
mannaeyja árið 1927 og varð síðan
einn af brautryðjendum í hraðfryst-
ingu sjávarafurða hér á landi fyrir
erlendan markað. Tilraunir með
hraðfrystingu á fiski hófust í Vöru-
húsinu í Vestmannaeyjum í febrúar
árið 1937 og um vorið 1939 var byrj-
að að flaka og frysta fisk þar í
stórum stíl. Í árslok keypti Einar
Garðs og Godthåbseignirnar, sem
höfðu staðið auðar frá um 1930.
Það segir sitt um framkvæmda-
huginn að Einar gekk frá afsali á
eignunum 22. desember árið 1939,
10. febrúar 1940 voru vélar Hrað-
frystistöðvar Vestmannaeyja settar
í gang í nýjum húsakynnum og 14.
febrúar hófst flökun og frysting.
Markaði það upphaf hraðfrystingar í
Eyjum og var Hraðfrystistöðin í
áratugi eitt stærsta og öflugasta
frystihús landsins.
Samhliða öllum þessum umsvifum
sínum ræktaði hann stærsta túnið í
Eyjum og rak þar búskap og var
lengi í stjórn Búnaðarfélags Vest-
mannaeyja. Þannig er honum lýst í
sögu SH: „Sannleikurinn er sá að í
athafnaþrá sinni var Einar ekki ein-
hamur. Hann þurfti minni svefn en
aðrir menn og á kvöldin og nóttunni
vann hann oft dagsverk sem aðrir
hefðu talið sig fullsæmda af. Var
hann þó óvenjuleg hamhleypa í dag-
legum störfum.“
Beitti sér fyrir stofnun SH
Einar og Ólafur Þórðarson, sem
hafði rekið frystihús í Siglufirði,
voru aðalhvatamenn að stofnun SH
eða Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna árið 1942. Ólafur varð síðar
forstjóri Jökla, skipafélags sem var í
eigu frystihúsanna og flutti frystan
fisk á erlenda markaði.
SH varð fljótt stærsta útflutn-
ingsfyrirtæki Íslendinga og hefur
verið það æ síðan. Einar og Elías
Þorsteinsson voru einkum í forystu
fyrir SH fyrstu áratugina ásamt
fjölmörgum frystihúsamönnum víðs-
vegar að af landinu. Ráðist var í
markaðssetningu í Bandaríkjunum
og réð stjórn SH ungan verkfræð-
ing, Jón Gunnarsson, til starfa fyrir
Coldwater sem var dótturfyrirtæki
SH í Bandaríkjunum og var tákn-
rænt að hann skyldi ráðinn 17. júní
1944. Markaðssóknin tókst vel og er
Coldwater stærsta sölufyrirtæki á
frystum fiski í Bandaríkjunum.
Einar var stjórnarformaður
Coldwater um áratuga skeið og sat
sömuleiðis í stjórn Sölumiðstöðvar-
innar lengst af sem varaformaður,
um tíma sem formaður. Einar varði
miklum tíma í þessa uppbyggingu
og skynjaði það sem eitt mikilvæg-
asta verkefni Íslendinga eftir stríð
að þróa frystiiðnaðinn hratt og ná
fótfestu með íslensk fyrirtæki við
sölu afurðanna erlendis.
Ýmis fyrirtæki voru stofnuð í
tengslum við SH, s.s. Umbúðamið-
stöðin, Jöklar og Tryggingamið-
stöðin. Félögin eru öll starfandi enn
í dag og standa traustum fótum.
Fyrirtæki Einars voru stórir hlut-
hafar í þessum fyrirtækjum, en
eignaraðild var annars dreifð.
Til forystu kallaður
Einar tók virkan þátt í starfi SÍF,
Sölusambandi íslenskra fiskfram-
leiðenda, sem annast hefur útflutn-
ing á saltfiski fyrir Íslendinga um
áratuga skeið. Þá tók hann þátt í
mörgum öðrum félögum innan sjáv-
arútvegsins, s.s. LÍÚ og Fiskifélag-
inu. Alls staðar var hann ásamt öðr-
um til forystu kallaður.
„Eins og títt er um menn, sem
standa í stórræðum, stóð oft styrr
um Einar Sigurðsson, enda sópaði
að honum hvar sem hann fór. Eng-
inn frýði honum samt áræðis og
framtakssemi …“ segir í minningar-
orðum Más Sigurðssonar í Ægi.
Einar hafði gaman af félagsmál-
um og gilti einu hvort það var á vett-
vangi atvinnulífs eða stjórnmála.
Hann þótti góður ræðumaður, lá
hátt rómur á fundum og var rökfast-
ur í deilum. Það var sjaldnast logn-
molla í kringum hann og starfs-
þrekið var mikið. Hann átti gott með
að laða til samstarfs unga og upp-
rennandi menn; margir þeirra urðu
snemma skipstjórar og síðar lands-
þekktir aflamenn.
Stærsti togari Íslendinga
Umsvifin voru orðin það mikil ut-
an Vestmannaeyja árið 1950 að Ein-
ar flutti til Reykjavíkur. Þá rak
hann mörg og fjölbreytileg fyr-
irtæki. Má þar nefna Hraðfrysti-
stöðina í Reykjavík og útgerð-
arfélagið Ísfell, sem gerði m.a. út
Sigurð, eitt mesta aflaskip Íslend-
inga.
Sigurður var smíðaður í Bremer-
haven árið 1960 og var þá ásamt
systurskipum sínum stærsti togari
Íslendinga. Framan af var útgerð
skipsins brösótt, um tíma var þessu
nýja skipi lagt við hafnarbakkann,
en svo rættist úr og það varð afla-
hæst ár eftir ár. Í lok sjöunda ára-
tugarins tók Einar þá ákvörðun að
breyta Sigurði í loðnuskip.
„Þetta þótti mörgum undarleg
ráðstöfun,“ segir Guðmundur H.
Garðarsson, fyrrverandi þingmaður,
sem vann lengi með Einari hjá SH.
„Einar sýndi með þessu hversu
djarfur hann var í hugsun og hversu
framsýnir hann og samstarfsmenn
hans voru.“ Skemmst er frá því að
segja að togarinn varð aflahæstur
hverja vertíðina á fætur annarri. Er
hann enn gerður út frá Eyjum, kom-
inn á fimmtugsaldur, og er eitt besta
skip flotans.
Fáir komið jafn mikið við sögu
Einar rak einnig Hraðfrystistöð
Keflavíkur þar sem fiskur var fryst-
ur, saltaður og hertur, og um tíma
útgerð og frystihús á Flateyri og á
Höfnum. „Einar rak svo mörg
frystihús og var í tengslum við svo
mörg útgerðarfyrirtæki smá og stór
að ég held að fáir hafi komið jafn
mikið við sögu í íslenskum sjávar-
útvegi,“ segir Guðmundur. „En það
er leitun að mönnum sem hafa verið
jafn lítillátir gagnvart starfi sínu úti
á vettvangi. Allir vissu hvað hann
var athafnasamur, en hann var ekk-
ert að halda því á lofti. Það spurð-
ist.“
Að sögn Guðmundar var stofnun
SH liður í því að treysta grundvöll
fyrirtækja víða um land sem byggðu
afkomu sína á sjávarútvegi. „Mér
fannst hann þrautseigur og úrræða-
góður í þeirri baráttu. Það kom aldr-
ei til greina að gefast upp. Einn
stærsti kostur Einars var að kenna
aldrei öðrum um ef illa gekk. Hann
leit alltaf fyrst á sjálfan sig og svo á
okkur hina. Og niðurstaðan var allt-
af á sömu lund: Hvernig getum við
gert þetta betur – en áfram skal
haldið hvað sem tautar og raular.“
Betri aðbúnaður starfsmanna
„Ég get sagt þér að hann var í
orðsins fyllstu merkingu einstakur
húsbóndi,“ segir Stefán Runólfsson,
sem vann hjá Einari í rúman áratug,
sem verkstjóri hjá Hraðfrystistöð-
inni í Vestmannaeyjum og einnig
framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðv-
ar Keflavíkur um tveggja ára skeið.
„Af öllum þeim mönnum sem ég
hef kynnst á lífsleiðinni var Einar sá
hugmyndaríkasti. Og hann hafði
100 ár liðin frá fæðingu Einars Sigurðssonar útgerðarmanns
Áfram skal haldið
hvað sem tautar og raular
Þórbergur Þórðarson skráir ævisögu Einars Sigurðssonar.
Fjölskyldumynd frá 1974: Efri röð: Sólveig, Svava, Ágúst, Einar, Sigurður,
Ólöf og Helga. Fremst: Elísabet, Elín, Svava, Auður og Guðríður.
Einar skrifaði fasta þætti um sjávarútveg í Morgunblaðið.
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is