Morgunblaðið - 07.02.2006, Síða 33

Morgunblaðið - 07.02.2006, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 33 MINNINGAR Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY SÍMONARDÓTTIR, Flétturima 27, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 30. janúar. Jarðarförin verður gerð frá Garðakirkju, Álftanesi, miðvikudaginn 8. febrúar kl. 13.00. Magnús Jónsson, Ágústa Magnúsdóttir, Kristján Sigfússon, Evert Sveinbjörn Magnússon, Hugrún Stefánsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Hildur Kolbrún Magnúsdóttir, Berglind Agnes Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BÖÐVAR INGI ÞORSTEINSSON bóndi á Þyrli, Hvalfjarðarstrandarhreppi, lést á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 2. febrúar. Hann verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í Saur- bæ miðvikudaginn 8. febrúar kl. 14:00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Ásrún Jóhannesdóttir, Jóhannes Ingi Böðvarsson, Helga Hallbjörnsdóttir, Sólrún Jóna Böðvarsdóttir, Reynir Garðar Brynjarsson, Þorsteinn Böðvarsson, María Guðrún Nolan, Guðlaugur Hrafnsson og barnabörn. Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KATRÍN S. JÓNSDÓTTIR, lést á Hrafnistu, Reykjavík, aðfaranótt sunnu- dagsins 5. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hlöðver Helgason, Sævar Hlöðversson, María Pétursdóttir, Guðjón H. Hlöðversson, Björg Ragnarsdóttir, Hafdís Hlöðversdóttir, Sigmar Teitsson, Gunnar Hlöðversson, Sigurlaug M. Ólafsdóttir, Valgerður O. Hlöðversdóttir, Pétur Andrésson. Elskulegur sonur minn og bróðir okkar, GRÉTAR JÓNSSON, er látinn. Jarðarför auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnheiður Hannesdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA MARÍA EMILÍA BJÖRNSDÓTTIR, andaðist á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar mið- vikudaginn 1. febrúar. Útförin verður gerð frá Siglufjarðarkirkju fimmtu- daginn 9. febrúar kl. 14.00. Jóhann Stefánsson, María Jóhannsdóttir, Björn Sigurður Ólafsson, Ólína Sigríður Jóhannsdóttir, Steinar Ingi Eiríksson, Stefán Jóhannsson, Svanfríður Jóhannsdóttir, Sigurbjörn Egilsson, ömmu- og langömmubörn. Ástkær móðir mín, HRAFNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR, Stekkjarbergi 12, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítala Landakoti aðfaranótt þriðjudagsins 1. febrúar. Útförin fer fram frá kapellu kirkjugarðanna í Hafnarfirði fimmtudaginn 9. febrúar kl. 15.00. Herbert J. Hólm, Björk Rögnvaldsdóttir, Ragnar Jónsson, Guðlaug Ragnarsdóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KRISTJÁN HÁKONARSON, Kleifahrauni 2a, Vestmannaeyjum, áður Kirkjuvegi 88, Vestmannaeyjum, andaðist laugardaginn 4. febrúar síðastliðinn. Aðstandendur þakka starfsfólki Sjúkrahúss Vestmannaeyja frábæra umönnun og hlýhug. Fyrir hönd aðstandenda, Halldóra Kristín Björnsdóttir, Björn Bjarnar Guðmundsson, Guðrún Erna Björnsdóttir, Halldór Ingi Guðmundsson, Anna Þóra Einarsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Sigríður Stefánsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Valgerður Karlsdóttir, Eygló Guðmundsdóttir, Heimir Freyr Geirsson, Bjarni Ólafur Guðmundsson, Guðrún Mary Ólafsdóttir, Þröstur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar og fósturmóðir, INGUNN ELÍN ANGANTÝSDÓTTIR, Þingeyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði laugar- daginn 4. febrúar. Nanna Magnúsdóttir, Halldóra Magnúsdóttir, Anton Haukur Gunnarsson. Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 – www.englasteinar.is 15% afsláttur af öllum legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista Fimleikasambandi Svíþjóðar um að senda fimleikaflokk á svo- nefnda Lingviku í Gautaborg. Ár- mannsstúlkunum var gefinn kost- ur á ferðinni og hófst því löng og ströng þjálfun. Á þessum tíma var ekki auð- hlaupið að fá far milli landa, því að Íslendingar höfðu misst mörg sín bestu farþegaskip í styrjöldinni og flugsamgöngur við útlönd ekki hafnar. Það þótti því hálfgerður óþarfi „að senda stelpur út til að sýna sig hálfstrípaðar á þverbita“ eins og komist var að orði í les- endabréfi í Morgunblaðinu. En út fór flokkurinn og hlaut lofsamlega dóma í sænsku og íslensku blöð- unum. Í Gautaborg urðum við fyrir því, að fánaberinn okkar, ein reyndasta stúlkan í hópnum, veiktist alvarlega. Jón Þorsteins- son valdi þá Þóru, þessa fallegu og tignarlegu stúlku í hennar stað. Þóra mín skilaði því hlutverki með miklum sóma. Árið l947 var haldin fjölsótt íþróttahátíð í Helsinki í Finnlandi. Fjölmennur hópur íþróttamanna úr Ármanni tók þátt í þessari há- tíð og fékk Íslenski kvennaflokk- urinn þau ummæli, að hann væri fremstur flokka Norðurlanda í jafnvægisæfingum á hárri slá. Þóra átti eftir að tengjast Finn- um og Finnlandi síðar á ævinni, þar sem eiginmaður hennar gegndi embætti ræðismanns Finna um árabil. Þóra var glæsileg fimleikakona og vakti athygli og aðdáun hvar sem sýnt var. Eftir sýningu í Stokkhólmi kom amerískur blaða- maður frá tímaritinu LIFE og óskaði eftir að fá að taka myndir af henni til birtingar í tímaritinu og í sænsku blaði var talað um hve íslenski fánaberinn væri fallegur. Eftir þessa fimleikaför dvöldum við Þóra um tveggja mánaða skeið í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Þetta voru dýrlegir dagar. Við vorum ungar og glaðar og nutum alls þess sem fyrir augu og eyru bar. Ég man hversu hrifnar við vor- um á Skansinum í Stokkhólmi, þar sem við sáum í fyrsta skipti úti- leikhús. Sýningin fór fram við sól- setur svo að allt var hjúpað rauð- um bjarma, sem samhljómaði vel við hug okkar á þessum tíma. Á æskudögum myndast oft traustasta vináttan. Þóra og syst- ur hennar Sigrún og Áslaug og við vinkonurnar Halla Lilja og Þur- íður höfum myndað traustan vin- kvennahóp, sem fyrst hét sauma- klúbbur, en breyttist síðan í vináttuklúbb. Margs er að minn- ast og ótaldar þær ánægjustundir, sem við höfum átt saman og sem munu ylja okkur um ókomin ár. Þóra átti miklu lífsláni að fagna. Hún átti ástríka foreldra og sam- heldin systkini. Móðir hennar, hún Júníana, var okkur vinkonum systranna einkar kær. Hjónaband Þóru var afar far- sælt. Hún eignaðist traustan og umhyggjusaman eiginmann, sem mat hana og dáði að verðleikum og þau eignuðust indæl og mann- vænleg börn. Þóra var frábær húsmóðir og allt sem hún gerði bar svip mik- illar smekkvísi og vandvirkni. Í framkomu bjó hún yfir hógværð og hlýju og mikilli reisn. Sterkasti þátturinn var þó tryggð hennar og umhyggja fyrir öllum, sem henni þótti vænt um. Þar áttu barna- börnin sérstakan sess. Það er með miklum trega, sem kær vinkona er kvödd. Við í vin- áttuklúbbnum og eiginmaður minn, Þórhallur, þökkum allar góðar samverustundir á liðnum árum. Samúð okkar og hugur dvelur hjá Haraldi, börnum, tengdabörn- um, barnabörnum og systkinum hinnar látnu. Megi minningin um líf hennar og mannkosti sefa sárustu sorg- ina. Katrín Ármann. Árin 1944–1950 var vor hins ís- lenska lýðveldis. Bjartsýni, gleði og áhyggjuleysi ríkti meðal æsku þessa lands. Unga fólkið átti sér stóra drauma. Í draumi þessum leyndist stúlkan hans Haraldar. Ég fer á fund við ástina – í fylgd með þér og er aldrei síðan – með sjálfum mér. (Þ. Sv.) Þóra var glæsileg stúlka, hrafn- svart þykkt hárið myndaði sterk- an bakgrunn fyrir fagurt andlit og dökk tindrandi augu. Hún var framarlega í þekktum fimleikaflokki sem sýndi listir sín- ar hérlendis sem erlendis. Haraldur íþróttamaður af guðs náð, m.a. sigurvegari í víðavangs- hlaupinu lýðveldisárið 1944. Heillandi viðmót unga fólksins var innsiglað með hárnákvæmri sveiflu hennar beint af fimleik- aránni inn í stórfjölskyldu Har- aldar. Þau áttu það sameiginlegt að koma bæði úr sjómannafjölskyld- um. Feður beggja farsælir og þekktir skipstjórar. Eftir brúðkaup þeirra tóku við annasöm störf, en Haraldur var eigandi og framkvæmdastjóri í stóru fyrirtæki, það kallaði á breytta lífshætti. Starf Haraldar leiddi af sér mikil ferðalög bæði innanlands sem erlendis, Þóra tók mikinn þátt í þeim störfum með honum og hlúði jafnframt að heim- ilinu. Síðar tók við erilsamt starf þeg- ar Haraldur varð konsúll Finn- lands. Þetta þýddi aukið álag á heimilið sem hún tók sem sjálf- sögðum hlut. Þóra stóð vörð um velferð stækkandi fjölskyldu, börn og barnabörn áttu þar endalaust skjól. Hún var sem björkin í skóg- inum sem aldrei bifast. Um leið og hún hlúir að lággróðrinum teygir hún greinar og blöð sín í ljósið sem síðan veita flögrandi fuglum og ungviði öryggi og skjól. Hún unni íþróttum og studdi dyggilega við bakið á fjölskyld- unni, sem öll lifði og hrærðist með íþróttunum. Þóra var mjög listræn í hvers- dagslegum störfum, hélt heimili með reisn þannig að eftir var tek- ið. Það var árviss ánægja þegar hún gladdi vini sína með fallega föndruðum jólakortunum sem skreytt voru gullnu letri með fag- urri rithendi hennar. Við fráfall Þóru kemur tími sorgar. Á slíkri stundu eru allir vitrari en sá er ritar og þögnin áhrifamest. Með djúpstæðum söknuði sendir litli hópurinn okkar Haraldi og öðrum ástvinum inni- legustu samúðarkveðjur. Þórir Jónsson.  Fleiri minningargreinar um Þóru Stefánsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Elín G. Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.