Morgunblaðið - 07.02.2006, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 35
MINNINGAR
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.350 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
SÓLSTEINAR
Gæði
Góð þjónusta
Gott verð
Mikið úrval
i
j
i i l
Kársnesbraut 98, 200 Kópavogi – s: 564 4566
www.solsteinar.is – sol@solsteinar.is
15-50% afsláttur
Lokað
verður í dag, þriðjudag, vegna jarðarfarar
ÞÓRU STEFÁNSDÓTTUR.
Ólafur Þorsteinsson ehf.
S. Árnason & Co.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ATLI SIGURÐSSON,
Bólstaðarhlíð 46,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
í dag, þriðjudaginn 7. febrúar, kl. 15.00.
Helga Berglind Atladóttir, Bjarni Már Bjarnason,
Sigurður Atli Atlason,
Ívar Ómar Atlason, Maria Mercedes Peralta,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi,
SIGURGEIR M. JÓNSSON
frá Efri-Engidal,
lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar sunnudaginn 5. febrúar.
Útför auglýst síðar.
Jón Jóhann Jónsson, Ásta Dóra Egilsdóttir,
Halldór Jónsson, Guðný Indriðadóttir,
Magnússína Kristín Jónsdóttir,
Magdalena Jónsdóttir, Ögmundur Einarsson
og frændsystkin.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu
samúð og hlýhug við andlát og útför minnar
elskulegu eiginkonu, dóttur, móður, tengdamóður
og ömmu,
SONJU ANDRÉSDÓTTUR CICHY,
Dynskógum 2,
Hveragerði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á krabbameins-
deild Landspítalans og lungnadeild Landspítala, Fossvogi, fyrir alúð,
vinsemd og góða umönnun.
Lárus J. Kristjánsson,
Kristrún Guðjónsdóttir,
Kristján Helgi Lárusson, Hrönn Waltersdóttir,
Hera Guðmundsdóttir,
Lárus Helgi Kristjánsson, Rúnar Karl Kristjánsson,
Sonja Ósk Kristjánsdóttir, Guðjón Óskar Kristjánsson.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát föður okkar og tengda-
föður,
MAGNÚSAR MÁS LÁRUSSONAR
fyrrverandi rektors Háskóla Íslands.
Monika Magnúsdóttir, Adolf Adolfsson,
Allan Vagn Magnússon, Margrét Gunnarsdóttir,
Sesselja Magnúsdóttir, Ársæll Kjartansson,
Jónas Magnússon, Drífa Freysdóttir,
Finnur Magnússon, Karin Magnússon.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
NJÁLL SVEINBJÖRNSSON,
Háaleitisbraut 22,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn
9. febrúar kl. 13.00.
Blóm vinsamlega afþökkuð en þeir, sem minnast
hans, láti Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins
njóta þess.
Dóra Guðbjörnsdóttir,
Jóna Oddný Njálsdóttir, Einar Ágústsson,
Ágúst Valur Einarsson,
Dóra Esther Einarsdóttir,
Erla Björk Einarsdóttir,
Njáll Örvar Einarsson.
staðar. Kolbeinn var brautryðjandi
meðal íslenskra fluguveiðimanna.
Hann kenndi fluguhnýtingar og
fluguköst í áratugi. Oftast eru menn
annaðhvort flinkir silungsveiðimenn
eða laxveiðimenn. Það er sjaldgæft
að menn séu hvort tveggja en það var
Kolbeinn. Hann var afburðaveiði-
maður. Meðal þess sem mun halda
nafni hans á lofti um ókomna framtíð
eru flugurnar hans. Meðal þeirra er
hin aflasæla Peacock-púpa og
straumflugurnar Hólmfríður og
Rektor.
Kolbeinn var meira en góður veiði-
félagi. Hann var náinn fjölskylduvin-
ur og fylgdist með uppvexti barna
okkar sem dáðu hann. Margar fjöl-
skylduferðir voru farnar t.d. í Hlíð-
arvatn þar sem hann gegndi hlut-
verki leiðbeinandans, sögumannsins
og einlægs vinar. Síðasta veiðferð
okkar var í Elliðaár, þegar elli kerl-
ing hafði sett mark sitt á Kolbein.
Veiðin var góð, en hann setti ekki
saman stöng. Hann aðstoðaði við að
landa, gaf ráð og og skipanir til hægri
og vinstri. Að kveldi gat hann ekki
nógsamlega þakkað fyrir góðan dag.
Enn á ný höfðu ævintýrin gerst við
veiðar.
Það er sjónarsviptir að Kolbeini
Grímssyni gengnum. Við kveðjum
hann með þakklæti, virðingu og
söknuði. Við sendum ættingjum og
vinum samúðarkveðjur. „Orðstír
deyr aldregi, hveim sér góðan getur.“
Björg og Svend Richter.
Höfði til áar
hinsta sinni
hallar með reisn
list sín nam
lofgjörð söng
og líf sitt gaf
vel hann unni
víst og kenndi
veiðigyðjunnar.
Minning stór
margir fiskar
mörgum sleppt
stæltar sögur
stoltur maður
staðreynd hvar?
veiðilendur
víðar, breiðar
virðast bíða, þar.
Farvel gamli.
Sigurður Rósarsson.
Kolbeinn sagði oft sögur. Ein
þeirra var eitthvað á þessa leið:
„Ástríðufullur fluguveiðimaður
hverfur yfir móðuna miklu. Þegar
þangað er komið blasir við yndisleg
náttúran, fuglasöngur og sól skín í
heiði. Tær og vatnsmikil áin liðast í
flúðum og breiðum. Árniðurinn er
hljómfagur og ekki ber á öðru en
fiskur vaki um allt. Á árbakkanum
sér hann flugustöng og annað það
sem við á að éta. Gleðitilfinning hrís-
last um veiðimanninn – ekki er um að
villast, hann hefur fengið vist í
himnaríki. Hann egnir nú fyrir
lónbúann, og hann er á í fyrsta kasti,
og í öðru og svo í því þriðja. Í ljós
kemur að engu skiptir hvaða flugu
hann brúkar eða hvernig línan leggst
á vatnið, alltaf er fiskur á. Það þykkn-
ar á honum brúnin. Hann er sviptur
gleðinni yfir góðum feng, veiðin er
ekki lengur áskorun. Þetta er hel-
víti!“
Þegar veiðifélagar Kolbeins í Ár-
mönnum vildu heiðra hann á tíma-
mótum fyrir allmörgum árum hlaut
hann nafnbótina „faðir fluguveiðinn-
ar á Íslandi“. Hvorki var það vegna
þess að hann væri fyrstur til að kasta
flugu hérlendis né heldur að hann
hefði hnýtt eða hannað fleiri flugur
en aðrir þótt svo kunni þó að vera.
Nafngiftin var til komin vegna þess
að hann var óþreytandi að deila
ástríðu sinni með öðrum, að miðla af
einstakri þekkingu sinni, hæfni og
reynslu í fluguveiðum – einkum til
byrjenda. Ármót, stórverslun flugu-
mannsins í bílskúrnum hans Steina á
Flókagötunni, var uppeldisstöð og
safnaðarheimili þar sem menn voru
innvígðir í samfélag heilagra. Steini
var að vísu í þessu út af gróða (að eig-
in sögn) og leit því siðareglurnar ekki
eins alvarlegum augum og Kolbeinn.
En saman voru þeir heili og hjarta
safnaðarins sem á þessum tíma var
ekki ýkja stór og jaðraði við að væri
talinn sértrúarhópur.
Fyrir um tuttugu árum varð ég
fyrir þeirri lífsreynslu að missa kær-
an veiðifélaga og sameiginlegan vin
okkar Kolbeins í veiðiferð í fjalla-
vatn. Í kjölfar þessa tapaði ég ástríð-
unni til veiða þar til Kolbeini tókst
með ákveðni sinni að fá mig með sér í
Hlíðarvatn. Það var fyrsta veiðiferð
okkar af mörgum árlega, oftast
ásamt með veiðifélaga hans, Svend
Richter. Þar skipa minningarnar frá
bökkum Laxár í Mývatnssveit æðsta
sess þótt af mörgu sé að taka.
Kolbeinn var sögumaður, oft gagn-
orður og hnyttinn. Eftir laxlausan
dag í dýrri laxveiðiá setjumst við fé-
lagarnir að kvöldverði í veiðihúsi,
lúnir og þöglir en sælir eftir yndisleg-
an dag. Gengilbeinan misskilur þögn-
ina og segir skilningsrík: „Það hlýtur
að vera sárt að kaupa leyfi í svona
dýrri á og fá svo ekki neitt!“ Stund-
arþögn, en svo mælir Kolbeinn al-
vöruþrunginn: „Nei, það vill nú svo
vel til að við erum ríkir!“
Við erum ríkir sem áttum Kolbein
að veiðifélaga og vini. Þess auðs njót-
um við áfram þótt Kolbeinn sé farinn.
Við vitum að hann er þar sem flugan
skiptir máli og hvernig hún er fram
borin – þar sem veiðin er áskorun og
ekki er á vísan að róa. Fjölskyldu
Kolbeins og öðrum ástvinum votta ég
samúð mína.
Bragi Guðbrandsson.
Vinátta þeirra sem veiða saman er
einstök. Við deilum tíma okkar, gleði
og sorgum. Við sofnum hver út frá
annars hrotum, dreymir sömu
draumana og vöknum saman til veiða
að morgni.
Mörgum góðum mönnum hef ég
kynnst í veiði. Ýmis nöfn koma upp í
hugann, en að öðrum ólöstuðum er
enginn mér jafnkær og Kolbeinn
Grímsson. Hann var hófsamur, yfir-
vegaður og prúður. Hann hleypti
ekki öllum nærri sér en ég var lán-
samur.
Ég kynntist Kolbeini fyrir rúmum
áratug. Þá vildi svo til að ég átti tvö
veiðileyfi í Hlíðarvatni og félagi minn
hafði forfallast á síðustu stundu.
Daginn fyrir veiðiferðina fékk ég þá
djörfu hugmynd að spyrja Kolbein
hvort hann vildi koma með strákn-
um, jafnvel þótt við þekktumst lítið
sem ekki neitt.
Ég fór í Ármót, verslun þeirra Þor-
steins á Flókagötu, og heilsaði Kol-
beini þar sem hann sat við að hnýta.
Ég velti við nokkrum pokum með
fjöðrum en kom ekki upp orði. Hugs-
aði með mér að ég hlyti að vera orð-
inn eitthvað verri að hanga í þessum
bílskúr, taugaveiklaður eins og tán-
ingur, að bera víurnar í gamlan mann
sem ég þekkti ekki hót. Loks stundi
ég upp erindinu. Sagðist ætla í Hlíð-
arvatn í fyrramálið, væri einn en ætti
tvö leyfi.
Kolbeinn virti mig fyrir sér athug-
ull, teygði hægri hönd í rassvasann,
tók upp svart seðlaveski og rétti mér
pening fyrir leyfinu: „Vertu fyrir ut-
an hjá mér á Freyjugötu 44 klukkan
sjö í fyrramálið.“
Þar með var hafin óslitin vinátta
okkar. Við vorum eins og jafnaldrar
alla tíð, þótt 40 ár skildu að, og alltaf
þegar ég spurði hvað hinn eða þessi
væri gamall svaraði Kolbeinn: „Hann
er á aldur við okkur.“
Eitt sinn bauð hann mér að koma
með sér að veiða og ég svaraði van-
hugsað: „Ég verð að spyrja kell-
inguna.“ Þá tók hann um handlegg-
inn á mér og sagði alvarlegur í
bragði: „Svona máttu aldrei segja.“
Kolbeinn virti íþrótt, bráð, land og
annan mann.
Mér líða seint úr minni ótal ferðir
okkar í Hlíðarvatn. Þær snerust
helst um það að leggja sig, fá sér kaffi
og kleinur, segja sögur, leggja sig
aftur og fara síðan aðeins út að veiða.
Stóru fiskarnir skiptu ekki megin-
máli. Við nutum þess að vera frjálsir
og eiga nægan tíma en nú er tími
okkar saman á þrotum.
Í fluguveiði var Kolbeinn besti
fræðari sem völ var á. Fyrstu árin sat
ég oft á bakkanum og horfði á meist-
arann kasta flugu. Hin síðari ár hvíldi
hann sig oftar og sagði mér til. Lét
þau orð stundum falla, stríðinn og
kankvís, að líklega gæti ég aldrei
lært að kasta flugu.
Ég þakka Kolbeini Grímssyni allt
sem hann gaf mér.
Minning um einstakan vin lifir.
Ragnar Hólm Ragnarsson.
Kveðja frá Ármönnum
Ármenn kveðja nú einn af frum-
kvöðlum íþróttarinnar að veiða með
flugu, snilldarinnar að hnýta flugur
og listarinnar að njóta íslenskrar
náttúru í sátt við guð og menn.
Kolbeinn var einn af stofnendum
stangveiðifélagsins Ármanna og kjöl-
festa í því félagi frá upphafi til dauða-
dags.
Stangveiðifélagið Ármenn var
stofnað árið 1973 af hópi áhuga-
manna um stangveiðar með flugu. Á
þeim tíma var ekki algengt að menn
stunduðu fluguveiðar en Kolbeinn
var einn örfárra Íslendinga sem
höfðu stundað þá íþrótt um árabil.
Ármenn nutu leiðsagnar og leið-
beininga Kolbeins frá öndverðu enda
var hann ávallt reiðubúinn að miðla
okkur af viskubrunni sínum á sinn
hægláta og áhrifaríka hátt.
Fyrir þessa leiðsögn erum við ein-
læglega þakklát.
Við kveðjum ekki bara vin okkar
heldur fræðara okkar og meistara
með söknuði, minnug margra góðra
stunda í starfi og leik.
Stjórn Ármanna.
Fleiri minningargreinar um
Kolbein Grímsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Höfundar eru: Stefán Jón, Guðrún
og Goði, Ívar Bragason, Stefán B.
Hjaltested.