Morgunblaðið - 07.02.2006, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 37
MINNINGAR
Fyrir tveimur áratugum varð ljóst
að umhverfi upplýsinga var að taka
stórstígum breytingum, sem hafa
komið á daginn. Tölvufræðingar vitn-
uðu þá gjarnan til lögmálsins sem er
kennt við Gordon Moore, stofnanda
Intel. Hann varpaði því fram í grein
árið 1965 að fjöldi smára á rökrásum
gæti tvöfaldast árlega. Þetta myndi
þýða að hægt væri að nota rökrásir
hvar sem er og heimilistölvur yrðu að
veruleika. Hann reyndist hafa verið
svolítið bjartsýnn með hversu hratt
þetta gæti gerst, því tvöföldunin hef-
ur orðið að jafnaði á tæpum tveimur
árum, en niðurstaðan varð sú sama.
Flestir þekkja lögmál Moores í dag
en færri kannast við lögmál Moores
sem kom fram árið 1959. Hann sagði
að notandi myndi ekki nota leitarkerfi
þegar það væri erfiðara að hafa upp-
lýsingar en að hafa þær ekki. Moore
var að vísa til þess tíma þegar ofgnótt
upplýsinga er farin að stýra því
hvernig við nálgumst þær. Þetta eru
meðal annars þau lögmál sem ráða
ferðinni í dag.
Þetta er stórt skref frá þeim tíma
sem áður var þegar vöntun á upplýs-
ingum réð lögum og lofum. Þá var erf-
itt að nálgast upplýsingar og fólk
lagði mikið á sig til að ná í þær. Anne
Clyde stóð föstum fótum í báðum
þessum heimum. Hún var alin upp í
fjalllendi Nýja Suður-Wales í Ástral-
íu. Þar hafði hún lært við kertaljós
enda ekkert rafmagn lagt heim á bæ-
inn. Síðar fór hún til náms í Sydney,
London og lauk doktorsprófi í Bris-
bane. Hún vann við bókasafnaþjón-
ustu í Queensland and Northern
ANNE
CLYDE
✝ Dr. Laurel AnneClyde, prófessor
við bókasafns- og
upplýsingafræði-
skor Háskóla Ís-
lands, fæddist í
Holbrook í Nýja
Suður-Wales í Ástr-
alíu 7. febrúar 1946.
Hún varð bráð-
kvödd á heimili sínu
í Reykjavík 18. sept-
ember síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Fossvogs-
kirkju 27. septem-
ber.
Territories þar sem
fjarkennsla var orðin
rótgróin vegna langra
vegalengda, en þetta
svæði er enn strjál-
býlla en Ísland. Hún
var sagnfræðingur og
rannsakaði sérstaklega
sögu skólasafna í Bret-
landi. Þannig samein-
aði hún hið gamla og
hið nýja.
Hún kom fyrst til Ís-
lands árið 1987 og flutti
fyrirlestur á alþjóð-
legri ráðstefnu um
notkun Internetsins í skólum. Strax
þá hreifst hún af landi og þjóð og
ákvað að koma aftur. Það var fram-
sýnt fólk sem keppti að því að fá Anne
hingað til starfa. Hún starfaði fyrst
sem gistikennari við HÍ 1990 og varð
seinna fastur kennari við skólann.
Anne var gífurlega metnaðarfullur
kennari, bæði fyrir sína eigin hönd og
fyrir hönd nemenda sinna. Þessi
metnaður þýddi að hún krafðist aga í
vinnubrögðum sem ekki féll öllum í
geð. Margir nemendur töldu hana
fjarlæga og hræddust hana jafnvel.
Þeir nemendur sem lögðu sig fram
um verkefni sín áttu hins vegar góðar
minningar um konu sem var tilbúin að
leggja sig alla fram að aðstoða þegar
hún sá að fólki var alvara að skila
góðu verki. Ráð hennar voru ómet-
anleg þegar kom að tengslum við fólk
í rannsóknum hvar sem er í heimin-
um.
Ekki voru allir í bókasafnaheimin-
um sáttir við að hér væri enskumæl-
andi kennari við Háskóla Íslands. Það
var erfitt fyrir marga nemendur að
stunda fyrirlestra á ensku og sérstak-
lega að skila verkefnum á sama máli.
Það þekkja flestir að erfiði og ávinn-
ingur haldast í hendur í námi og starfi
og ávinningur nemenda varð mikill af
námskeiðum Anne. Sökum atorku
hennar og fylgni má segja það sama
um rannsóknir í bókasafns- og upp-
lýsingafræðum í landinu. Það er sjón-
arsviptir að Anne, sem lést 18. sept-
ember síðastliðinn. Ég votta öllum
vinum hennar og samstarfsfólki sam-
úð um leið og ég vil minnast atorku-
konu á þeim degi sem 60 ár eru liðin
frá fæðingu hennar.
Sveinn Ólafsson.
✝ Ágústa Engil-bertsdóttir
fæddist í Litlabæ í
Vestmannaeyjum
24. september
1929. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 30. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Kristín Ást-
geirsdóttir frá
Litlabæ í Vest-
mannaeyjum og
Engilbert Ágúst
Guðmundsson,
uppalinn á Hliði á
Álftanesi. Systkini Ágústu voru
fimm og er Ásta systir hennar,
sem búsett er í Reykjavík, ein
eftirlifandi.
og iii) Birna Dís, f. 1992. Sonur
Ólafs frá fyrra hjónabandi er
Ægir, f. 19 febrúar 1975, maki
Elín Rós Þráinsdóttir, dætur
þeirra eru Sunna Dís, f. 1995,
og Lea Fjóla, f. 2001. 2) Stúlka,
f. 9 ágúst 1952, d. 20 nóvember
1952. 3) Íris, f. 1953, maki Har-
aldur Kornelíusson, börn
þeirra eru; i) Sirrý Hrönn, f.
1971, maki Ásgrímur Helgi
Einarsson, synir þeirra eru
Haraldur Einar, f. 2000 og
Helgi Snær, f. 2001, og ii) Birg-
ir Grétar, maki Hafrún Huld
Þorvaldsdóttir, dóttir þeirra
Bríet Íris, f. 2003. 4) Bára, f.
1961, maki Snorri Gissurarson,
börn þeirra eru Alda, f. 1993
og Ægir Örn, f. 1995. 5) Alda,
f. 1963, maki Hans Helgi Stef-
ánsson, börn þeirra eru Eva
Rut, f. 1991, og Patrekur, f.
1996.
Útför Ágústu verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Hinn 25. nóvem-
ber 1949 giftist
Ágústa Ægi Krist-
jánssyni hárskera,
f. 10. júlí 1926, d.
10. júní 1974. For-
eldrar hans voru
Guðrún Sigurðar-
dóttir, ættuð frá
Ólafsfirði og Krist-
ján Ásgrímsson á
Kambi í Siglufirði.
Börn Ágústu og
Ægis eru:
1) Ólafur, f. 1950,
maki Sigríður Ein-
arsdóttir. Dætur
þeirra eru; i) Íris Ósk, f. 1981,
maki Helgi Bjartur Þorvarðar-
son, dóttir þeirra er Sara Mist,
f. 2005, ii) Kristín Erla, f. 1985,
Elsku amma. Nú er komið að
kveðjustund og margar góðar og
hlýjar minningar koma fram. Það
fyrsta sem kemur upp í huga okk-
ar er þegar við komum alltaf til
þín á aðfangadagskvöld þegar við
vorum yngri og allir sunnudag-
arnir sem við komum til þín í kök-
ur, það var svo notalegt að koma
heim til þín. Við munum líka eftir
því þegar við spiluðum Svarta Pét-
ur með þér og þegar við töpuðum
settir þú ösku á nefið á okkur svo
við líktumst Svarta Pétri. Svo eig-
um við auðvitað frábærar minn-
ingar frá því að við vorum saman í
útileigum á Siglufirði, það var allt-
af svo gaman hjá okkur þar.
Það er skrýtið að hugsa til þess
að í næstu laufabrauðsgerð verður
þú ekki með okkur og munum við
sakna þín mjög. Við erum ánægð-
ar með það að þú hafir fengið að
kynnast Söru Mist barnabarna-
barninu þínu, henni leið alltaf svo
vel í fanginu á þér. Við munum
segja henni sögur af þér þegar
hún verður eldri. Með sorg í
hjarta kveðjum við þig elsku
amma. Minningin um þig mun
ávallt lifa í huga okkar.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Íris Ósk, Kristín Erla og
Birna Dís Ólafsdætur.
Elsku amma, hver hefði trúað
því fyrir hálfu ári, já eða jafnvel
fyrir 3 mánuðum, að við ættum
ekki eftir að eiga lengri tíma með
þér. Hvílíkur nagli. Hvernig þú
tókst á þessum veikindum, það var
sko ekki heyglum hent. Ég mun
alltaf sjá eftir því að hafa ekki
verið duglegri að heimsækja þig
síðustu vikuna, en ég veit að þú
veist að ég var oft hjá þér í hug-
anum.
Þig var alltaf gott heim að
sækja og þegar við vorum yngri
þá var nú ekki leiðinlegt fyrir okk-
ur Bigga að fara með rútunni til
Keflavíkur og heimsækja ömmu
Gústu. Hvílíkt ævintýri fyrir svo
unga krakka! En síðan fluttir þú
til Reykjavíkur, þannig að við gát-
um mun oftar komið í heimsókn.
Á Fálkagötunni fékkstu síðan
eldhús með glugga, sem þú hafðir
svo lengi þráð, en þegar þú fluttir
á Fálkagötuna, þá fækkaði heim-
sóknum frá Steinaselinu. Bæði
voru við systkinin orðin stálpaðri
og lengra var að fara. Síðasta
haust léstu síðan verða að því að
flytja aftur í Breiðholtið og hefði
nú verið skemmtilegra, ef sá tími
hefði getað orðið lengri og
ánægjulegri í nýju fínu íbúðinni
þinni. Þá var frábært að geta
hjálpað þér með dót sem við hjón-
in þurftum ekki að nota og þú gast
nýtt og þú varst svo ánægð með
allt sem þú fékkst og alla þá sem
voru að aðstoða þig á einhvern
hátt.
Strákunum mínum fannst alltaf
rosalega gaman að koma til lang-
ömmu Gústu, því þá gekk amma í
barndóm aftur og varð eitt af
börnunum, lá á gólfinu og lifði sig
inn í leikinn með strákunum. Oft
mátti ekki á milli sjá hver hafði
mesta skemmtun af.
Það er svo margs að minnast,
s.s. Benidorm 1982, heimsóknun-
um til þín þegar þú varst að vinna
í Miklagarði, öllum afmælum,
laufabrauðs- og skötudögum og
svo margs margs fleira. Í dag er
gott að hugsa til þess að við eigum
þessar minningar, þannig að þú
verður alltaf til í huga okkar og
hjörtum.
Elsku mamma, Óli, Alda, Bára
og fjölskyldur, guð veiti ykkur
styrk til að takast á við þessa
miklu sorg. Amma var algjör hetja
og skulum við minnast hennar sem
slíkrar.
Sirrý.
ÁGÚSTA ENGIL-
BERTSDÓTTIR
AF einhverjum ástæðum hefur
skáksagan æxlast svo að konur hafa
ekki náð jafngóðum árangri í skák og
karlmenn. Sjálfsagt eru margvísleg-
ar ástæður fyrir því og má rekja þær
flestar til samfélagslegrar stöðu
kvenna um margra alda skeið. Ein
undirstaða þess að þetta breytist er
að haldin séu mót fyrir stúlkur og að
þær fái þjálfun við hæfi.
Í fyrsta skipti í mörg ár var um
síðustu helgi haldið sérstakt
Stúlknameistaramót Reykjavíkur og
kepptu þátttakendurnir ellefu um
veglegan farandbikar sem var gefinn
af tveim máttarstólpum Taflfélags
Reykjavíkur um nokkurra áratuga
skeið, hjónunum Ólafi S. Ásgríms-
syni og Birnu Halldórsdóttur. Hall-
gerður Helga Þorsteinsdóttir og Sig-
ríður Björg Helgadóttir voru í
fantaformi á mótinu og unnu allar
sínar skákir fyrir utan að gera jafn-
tefli í innbyrðis viðureign. Lokastaða
mótsins varð annars þessi:
1.–2. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og
Sigríður Björg Helgadóttir 6½ vinning af 7
mögulegum.
3.–4. Júlía Rós Hafþórsdóttir og Hrund
Hauksdóttir 4 v.
5.–6. Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir og
Tinna Kristín Finnbogadóttir 3½ v.
7.–10. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Gyða
Katrín Guðnadóttir, Elísabet Ragnarsdóttir
og Birta Össurardóttir 3 v.
11. Brynja Vignisdóttir 2 v.
Júlía Rós hreppti þriðja sætið þar
eð hún varð hlutskarpari á stigum en
Hrund Hauksdóttir. Hallgerður og
Sigríður tefldu tveggja skáka einvígi
um titilinn og vann Hallgerður það
með tveimur vinningum gegn engum
og varð Hallgerður því stúlkna-
meistari Reykjavíkur þriðja árið í
röð. Sannarlega vel að verki staðið
hjá þessari 13 ára stúlku en allar
stúlkur 15 ára og yngri gátu tekið
þátt í mótinu.
Elsa María lenti í 3.–6. sæti
á Meistaramóti Noregs
Elsa María Þorfinnsdóttir tók þátt
í stúlknameistaramóti Noregs sem
boðsgestur en því lauk sunnudaginn
5. febrúar síðastliðinn. Alls voru
tefldar sex umferðir á mótinu og í
flokki Elsu voru sex umferðir. Hún
fékk þrjá og hálfan vinning og lenti í
3.–6. sæti en danska stúlkan Marie
Frank-Nielsen varð hlutskörpust
með 4½ vinning.
Meistaramót
Taflfélagsins Hellis
Dagana 6.–24. febrúar fer Meist-
aramót Taflfélagsins Hellis fram en
búast má við sterku og skemmtilegu
móti. Um kappskákmót er að ræða
og verða tefldar sjö umferðir. Hægt
er að skrá sig til leiks þó að fyrstu
umferð sé lokið. Vegleg verðlaun eru
í boði í hinum ýmsu flokkum. Nánari
upplýsingar um mótið er að finna á
www.skak.is og www.hellir.com.
Hallgerður
stúlkna-
meistari
Reykjavíkur
Verðlaunahafar á Stúlknameistaramóti Reykjavíkur ásamt hjónunum
Ólafi Ásgrímssyni og Birnu Halldórsdóttur.
SKÁK
Taflfélag Reykjavíkur
STÚLKNAMEISTARAMÓT REYKJAVÍKUR
4.–5. febrúar 2006
HELGI ÁSS GRÉTARSSON
daggi@internet.is
FRÉTTIR
ÍSLENSKU vigtarráðgjafarnir og
veitingahús Nings hafa undirritað
samstarfssamning um framleiðslu
og dreifingu á tilbúnum réttum sem
uppfylla nákvæma staðla Íslensku
vigtarráðgjafanna, stundum nefnd-
ur Danski kúrinn.
Samningur þessi felur í sér að
meðlimum IV og reyndar öllum
öðrum gestum Nings, gefst kostur á
að kaupa sér heita og kalda tilbúna
rétti á veitingahúsum Nings, hvort
sem er til að borða á staðnum, taka
með eða fá sent.
Þessir Nýju heilsuréttir Nings
hafa hlotið nafnið 120/300 vegna
samsetningar þeirra en þeir inni-
halda flestir 120 gr af kjöti eða fiski
og 300 gr grænmeti ásamt því að
við matreiðsluna er ekki notaður
neinn sykur, ekkert salt og mjög lít-
il en holl olía, og síðast en ekki síst
nákvæm vigtun.
Í byrjun verða þessir réttir ein-
göngu seldir á veitingahúsum
Nings á Suðurlandsbraut 6, í Hlíða-
smára 12 Kópavogi og Stórhöfða
17. En fljótlega er von á þeim í
verslanir og verður það kynnt bet-
ur síðar, segir í fréttatilkynningu.
Frá undirritun samningsins: F.v.: Bjarni Óskarsson, eigandi Nings, Kristín
Óladóttir, eigandi Borðaðu þig granna ehf. og Íslensku vigtarráðgjafanna,
og Hilmar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri veitingahúsa Nings.
Nings setur tilbúna
heilsurétti á markaðinn