Morgunblaðið - 07.02.2006, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnuauglýsingar Tölvu-
og iðnmenntaður einstaklingur
Margmiðlunarfræðingur og hljóðfærasmiður
með reynslu af vefumsjón og námskeið í net-
stjórnun óskar eftir atvinnu.
Upplýsingar í síma 699 7131 eða
runars@btnet.is.
Tæknimaður
Óskum eftir tæknimanni á verkstæði hjá Tölvu-
virkni.
Umsóknir sendist á info@tolvuvirkni.is.
Öllum umsóknum verður svarað.
Sölustarf
Tímaritaútgáfan Fróði ehf.
óskar eftir að ráða kraftmikla og drífandi sölu-
menn til starfa í auglýsingadeild Fróða ehf.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendast til Tímarita-
útgáfunnar Fróða ehf., Höfðabakka 9,
110 Reykjavík, eða á netfangið gbald@frodi.is
undir fyrirsögninni - Sölustarf.
Umsóknum skal skila í síðasta lagi föstudaginn
10. febrúar nk.
Sinfóníuhljómsveit
Íslands
auglýsir lausa til
umsóknar stöðu
óbóleikara
með skyldur á englahorn
frá og með 1. september
2006
Skylduverkefni:
W.A. Mozart: Óbókonsert (m/cadensu)
R. Strauss: Óbókonsert
Umsóknir, ásamt ferilskrá, skulu hafa borist
hljómsveitinni fyrir 31. mars 2006.
Hæfnispróf fer fram 3. maí 2006.
Þættir úr hljómsveitarverkum verða sendir
umsækjendum með tveggja vikna fyrirvara.
Laun skv. kjarasamningi starfsmannafélags
SÍ og fjármálaráðherra.
Umsóknir og hæfnispróf gilda í eitt ár (sbr.
reglur um ráðningu hljóðfæraleikara, 9. gr.)
Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri.
Sinfóníuhljómsveit Íslands,
Háskólabíó v. Hagatorg,
pósthólf 52, 127 Reykjavík.
Sími 545 2500 - Fax 562 4475.
Netfang: kristin@sinfonia.is
http://www.sinfonia.is.
Raðauglýsingar 569 1100
Nauðungarsala
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti
107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Bjarkarbraut 5, 01-0301, Dalvík (215-4691), þingl. eig. LMS ehf, gerð-
arbeiðendur LMS ehf., Ræsir hf. og Tollstjóraembættið, föstudaginn
10. febrúar 2006 kl. 10:00.
Grund II, landspilda, reitur B, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Sturla
Snæbjörnsson, gerðarbeiðandi Draumakaffi ehf., föstudaginn
10. febrúar 2006 kl. 10:0.
Grund II, landspilda, reitur F, eignarhl. Eyjafjarðarsveit, þingl. eig.
Sturla Snæbjörnsson, gerðarbeiðandi Draumakaffi ehf., föstudaginn
10. febrúar 2006 kl. 10:00.
Hjallalundur 11, íb. 03-0301, Akureyri (214-7456), þingl. eig. Sólrún
Helgadóttir, gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, föstudaginn
10. febrúar 2006 kl. 10:00.
Norðurgata 17a, 01-0201, Akureyri (214-9480), þingl. eig. Þuríður
María Hauksdóttir, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður, Íbúða-
lánasjóður, Kreditkort hf. og Tryggingamiðstöðin hf., föstudaginn
10. febrúar 2006 kl. 10:00.
Oddagata 1, íb. 01-0101, Akureyri (214-9629), þingl. eig. Sigurbjörn
Viðar Júlíusson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akureyri, föstudag-
inn 10. febrúar 2006 kl. 10:00.
Rauðamýri 11, Akureyri (214-9912), þingl. eig. Sólrún Helga Birgis-
dóttir, gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, föstudaginn 10. febrúar
2006 kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
6. febrúar 2006.
Eyþór Þorbergsson, ftr.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Strandgötu
52, Eskifirði, miðvikudaginn 8. febrúar 2006 kl. 10:00, sem
hér segir á eftirfarandi eignum:
Nesgata 18, Neskaupstað (216-9572), þingl. eig. Sveinn Þór Gíslason,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður.
Skólabraut 12, Stöðvarfirði (217-8397), þingl. eig. Erling Ómar Er-
lingsson, gerðarbeiðendur Austurbyggð, Glerharður ehf., Íbúða-
lánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf.
Skólavegur 49, Fáskrúðsfirði, ásamt vélum, tækjum og búnaði, þingl.
eig. Unnsteinn Rúnar Kárason, gerðarbeiðandi Byggðastofnun.
Strandgata 10, Eskifirði (217-0375), þingl. eig. Staðarhraun ehf.,
gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Rekstrarvörur ehf.
Sýslumaðurinn á Eskifirði,
4. febrúar 2006.
Styrkir
Styrkur
til tónlistarnáms
Söngmenntasjóður Marinós Péturssonar veit-
ir á þessu ári íslenskum söngvurum styrki
til tónlistarnáms erlendis. Einn eða fleiri
styrkir veittir.
Umsóknir með upplýsingum um námsferil og
framtíðaráform sendist fyrir 25. febrúar nk. til:
Söngmenntasjóður Marinós Péturssonar
b.t. Haukur Björnsson
Flyðrugranda 8-A2
107 Reykjavík
Umsóknum fylgi hljóðritanir og/eða önnur
gögn sem sýna hæfni umsækjenda.
Endurnýja skal eldri umsóknir.
Tilboð/Útboð
Útboð
Kópavogsbær óskar eftir tilboðum í
uppsteypu og fullnaðarfrágang á Sala-
skóla V. áfanga
Um er að ræða steinsteypta byggingu á tveim-
ur hæðum einangraða og klædda að utan. Í
verkinu felst að steypa upp húsið og fullgera
það að utan og innan ásamt þeim innréttingum
og búnaði sem upp eru talin í útboðsgögnum.
Lokið er við að steypa undirstöður og botn-
plötu byggingarinnar.
Helstu magntölur eru:
Flatarmál
(heildar grunnflötur)
930 m²
Mótaflötur 3.600 m²
Steypa 450 m³
Steypustyrktarjárn. 30 tonn
Lokið skal við fyrri hluta verksins 20. desember
2006 og verður sá hluti þess þá tekinn í notkun.
Verkinu skal að fullu lokið 1. mars 2007.
Útboðsgögn verða seld á kr. 5.000 á Tækni-
deild Kópavogs, Fannborg 2, lll hæð, frá og
með miðvikudeginum 8. febrúar nk.
Tilboðum skal skilað á sama stað þriðjudaginn
21. febrúar 2006 fyrir kl. 11:00 og verða þau
þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda er þar
mæta.
Framkvæmdadeild
Kópavogs.
Félagslíf
I.O.O.F. Rb. 4 155278 EI*
HLÍN 6006020719 VI
Hamar 6006020719 I Þorraf.
FJÖLNIR 6006020719 II
Félagsfundur í kvöld
Í kvöld, þriðjudaginn 7. febrúar.
verður haldinn félagsfundur
Lífssýnar í Bolholti 4, 4. hæð.
Hringborðsumræðan verður um
„frelsi“. Frummælendur eru þeir
Ólafur Pétursson og Ámundi
Sigurðsson. Fundurinn er opinn
öllum og er aðgangseyrir 500.
Stjórnin.
EDDA 6006020719 III
Í dag er tengdamóð-
ir okkar Magdalena
Ólafsdóttir Thoroddsen
áttræð. Það er okkur
kært tilefni að stinga
niður penna og árna
henni heilla í tilefni
dagsins, um leið og við
þökkum henni hina
bestu viðkynningu þá
áratugi sem við höfum
átt því láni að fagna að
eiga samleið með
henni.
Magdalena er Barð-
strendingur að ætt og
uppruna, fædd í Vatns-
dal í Rauðasandshreppi. Þar ólst
hún upp, næstyngst í hópi 14 systk-
ina, við árvökul kærleiksaugu for-
eldra sinna, hjónanna Ólínu Andr-
ésdóttur og Ólafs
Einarssonar Thor-
oddsen, skipstjóra,
kennara og bónda.
Í Vatnsdal stóð
menningarheimilið
föstum fótum. Þar
var jafnan margt um
manninn og oft á tíð-
um mikill gestagang-
ur og þó munnar
væru margir til að
metta var ætíð nóg til
að víkja að þeim sem
minna máttu sín.
Eins og að líkum læt-
ur þurftu allir að
vinna, börn jafnt sem fullorðnir.
Samheldnin var mikil og eldri
systkinin hlúðu jafnan að þeim
yngri. Foreldrar þeirra Vatnsdals-
systkina lögðu áherslu á að veita
þeim hina bestu menntun heima
fyrir. Þetta þótti jafn sjálfsagt og
að kenna þeim að ganga og tala.
Hinn félagslegi þáttur mannlífsins
var heldur ekki afræktur. Fjöl-
skyldan öll söngvin, ljóðelsk og
skáldmælt. Þeim varð ekki skota-
skuld úr því að koma saman kvið-
lingum og vísum, jafnvel var stíl-
vopninu beitt til leikritsgerðar. Þá
var æfður söngur og systkinin
mynduðu raddaðan kór. Í öllu
þessu tók móðirin virkan þátt og
kenndi meðal annars öllum hópnum
að dansa. Lífsgleði og trú voru
samofin heild sem kom fram í leik
og starfi í dagsins önn. Fyrir daga
útvarpsins voru lesnir húslestrar
og passíusálmarnir ævinlega
sungnir á föstunni. Allt heimilis-
fólkið tók þátt í þeirri helgistund.
Þannig má segja að guðsótti og
góðir siðir hafi mótað daglegt líf
Vatnsdalsheimilisins. Veganesti
mótað á traustum grunni, sem í
meðlæti og mótlæti veitti styrk og
festu um langa og farsæla ævi.
Á unglingsárum fluttist Magda-
lena til Reykjavíkur þegar foreldr-
ar hennar brugðu búi. Hún settist í
Húsmæðraskóla Reykjavíkur einn
vetur og nokkru síðar sigldi hún til
Svíþjóðar til náms í blaðamanna-
skóla í Stokkhólmi og útskrifaðist
þaðan. Heimkomin var hún ein af
fyrstu konunum hér á landi sem
lögðu fyrir sig blaðamennsku.
Starfaði hún bæði á Tímanum og
Morgunblaðinu.
Leiðir lífsförunautar hennar og
eiginmanns Þorvarðar Kjerúlfs
Þorsteinssonar lágu saman um
þetta leyti og gengu þau í hjóna-
band 4. janúar 1958. Dætur þeirra
eru tvær, Ólína, skólameistari á
Ísafirði og Halldóra, prófastur í
Rangárvallaprófastsdæmi. Þor-
varður var deildarstjóri í sam-
gönguráðuneytinu, en tók við emb-
ætti sýslumanns og bæjarfógeta á
Ísafirði árið 1973 og fluttist þá fjöl-
skyldan vestur. Magdalena tókst
nú á við nýtt hlutverk, sem fór
henni afar vel úr hendi, eins og við
var að búast. Rausnarskapur og
gestrisni einkenndi sýslumanns-
heimilið og þar stjórnaði húsfreyj-
an innan dyra af skörungsskap.
Þar var gestkvæmt: vinir og ætt-
ingjar, sýslungar og lengra að
komnir stóðu við í kaffi, mat eða til
gistingar. Sumir í kurteisiserind-
um, aðrir í erindum embætta og
starfa og enn aðrir í erindisleysu
eða jafnvel í vanda staddir. Öllum
var heimilið opið, enginn fór bón-
leiður af tröppunum í Hrannargötu
4. Þar var ekki farið í manngrein-
arálit. Húsmóðirin mat mannkosti
framar mannvirðingum og innræti
framar umgjörð. Allir fengu sömu
trakteringar, að höfðingja sið, og
áttu þá færi á að sýna sinn rétta
mann. En færi svo að yfirgangur
og hroki læddist inn fyrir hennar
þröskuld var því mætt með vel
völdum vestfirskum orðaforða og
kannski Thoroddsen-fasi, ef annað
dugði ekki. Ævinlega var þó sátta
og viðreisnar von ef menn sáu að
MAGDALENA
THORODDSEN
AFMÆLI