Morgunblaðið - 07.02.2006, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 07.02.2006, Qupperneq 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn SÆLL JÓN, ÉG VAR Í GRENDINNI ÞANNIG AÐ ÉG ÁKVAÐ AÐ FÆRA ÞÉR ÞETTA SJÁLFUR TAKK FYRIR ÞAÐ KALLINN GRETTIR OKKUR ER BOÐIÐ Í BRÚÐKAUPS- AFMÆLI! MATUR! „ÓFORMLEGUR KLÆÐNAÐUR. ALLAR GJAFIR AFÞAKKAÐAR” ÓKEYPIS MATUR MÉR AÐ KOSTNAÐAR LAUSU HVAÐ GETURÐU GERT VIÐ HÖFNUNAR- LOSTI? SAGT VIÐKOMANDI AÐ ÞAÐ SEM HANN SKRIFAÐI SÉ JAFN GOTT OG MARGT AF ÞVÍ SEM ER GEFIÐ ÚT SNOOPY, SAGAN ÞÍN ER JAFNGÓÐ OG MARGT AF ÞVÍ SEM VERIÐ ER AÐ GEFA ÚT ÞESSA DAGANA 5.KR! HVAÐ GERÐ- IST? GEÐHJÁLP 5 kr. GEÐHJÁLP 5 kr. ÞAÐ VAR VERIÐ AÐ SEGJA MÉR FRÁ GRÓÐUR- HÚSAÁHRIFUM ÖLL ÞESSI MENNGUN ER AÐ EYÐA ÓSONLAGINU OG BRÁÐUM MUNU ALLIR ÍSJAKARNIR BRÁÐNA ÞÚ VERÐUR EFLAUST DAUÐ ÞEGAR ÞAÐ GERIST EN ÉG VERÐ LIFANDI. HVERNIG GETIÐ ÞIÐ GERT MÉR ÞETTA ÞÚ SEM VILT LÁTA SKUTLA ÞÉR ALLT SEM ÞÚ FERÐ JÁ, EN ÉG VISSI EKKI AF ÞESSUM ÁHRIFUM! TIL SÖLU TIL SÖLU OKKUR LÝST VEL Á KASTA- LANN EN VIÐ GETUM EKKI BORGAÐ UPPSETT VERÐ GERIÐ MÉR ÞÁ TILBOÐ EN VERIÐ MJÖG SNÖGG AÐ ÞVÍ! EN HVAR ERT ÞÚ Á HENNI? ÉG NEITAÐ AÐ SITJA, LEGGJAST EÐA VELTA MÉR FYRIR ÞESSA MYND ÞETTA ER ÚTSKRIFTARMYNDIN MÍN ÚR HLÝÐNISKÓLANUM HVAÐ ER ÞETTA? ÞETTA ER UPPSTOPPAÐUR HAMSTUR MEÐ BANJÓ ÞETTA ER REYNDAR BJÓR, ENHAFÐIRÐU HUGSAÐ ÞÉR AÐ HAFA HANN HÉRNA Í STOFUNNI? ÉG GÆTI SETT HANN Í BORSTOFUNA EN HANN PASSAR EKKI VIÐ HÚSGÖGNIN ÞAR ÉG VIL EKKI HAFA HANN Í HÚSINU TARANTÚLAN ER STÓRHÆTTULEG MEÐ ÞESSA HNÍFA SÍNA... ... EN RÓSA ER MEÐ BYSSU Á M.J. ÉG HEF BARA TÍMA TIL AÐ SKJÓTA EINUM VEF SVO... HVAÐ?ERFIÐ ÁKVÖRÐUN... Dagbók Í dag er þriðjudagur 7. febrúar, 38. dagur ársins 2006 Víkverji fór nýlega aðstunda danstíma ásamt spúsu sinni. Læra þau skötuhjúin þar djæf, tsja tsja tsja, tjútt og fleiri tjáning- armáta gleðinnar af bestu lyst og skemmta sér gríðarvel. Hér er um að ræða skemmti- lega hreyfingu og lík- amsrækt, en einnig hina frábærustu sam- veru og andlega rækt fyrir Víkverja og ek- takvinnuna. Þau hlæja saman hvort að annars klaufaskap og kætast saman þegar þeim tekst eftir miklar tilraunir að ná hreyfingunum sem virðast kennaranum svo áreynslu- lausar. Smám saman stilla þau saman strengi sínar og sálir. Víkverja þykir frábært að hafa uppgötvað þessa frábæru sam- bandsrækt sem dansinn er. Vildi að hann hefði fundið þetta fyrr. Bæði líður honum betur með líkama sinn og líkamsburðurinn er allur að batna. Þá hefur skilningur hans og innsæi inn í sálarlíf makans batnað til muna. Þau tala um ótrúlegustu hluti þegar þau eru að reyna að ná tökum á dansinum og hugurinn fer á flug. Dansinn er svo sannarlega allra meina bót, fyrir sál og líkama. Félagi Víkverja ertónlistarmaður og spilar reglulega í hvers konar veislum og teit- um fyrir fólk. Gjarnan eru þetta einhverjir vinir hljómsveit- armeðlima og um að ræða vinargreiða, svo verði flutningsins er stillt í hóf. Um daginn spilaði sveitin fyrir veislu hjá iðn- aðarmanni langt undir kostnaðarverði. Iðn- aðarmaðurinn var hinn kátasti þangað til fé- laginn nálgaðist hann með spurningar um íbúðina sína, en þar ku vera einhver mál sem þarf að laga. Iðnaðarmaðurinn sagðist hund- leiður á því að gera hluti ódýrt fyrir fólk, bara af því það þekkti hann. Kom þetta undarlega á félagann, sem hafði nýlokið við að stunda sína iðn, flytjandi tónlist og haldandi uppi fjöri, langt undir kostnaði fyrir iðn- aðarmanninn, fjölskyldu hans og vini, sökum kunningsskapar hljóm- sveitarmeðlims við iðnaðarmanninn. Fannst honum greinilegt að ekki líta allir sömu augum iðnina. Víkverji tók undir orð félagans. Undarlegt að iðn tónlistarmanna skuli ekki njóta sömu virðingar og annarra iðn- aðarmanna. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is     Sydney | Nú er hásumar suður í Ástralíu, og fátt notalegra en að eyða frí- stundum í dorg, – jafnvel þótt hann rigni. Ekki er víst að gulklæddi andfæt- lingurinn þori að leggja sér aflann til muns, enda hafa íbúar Sydney verið varaðir við að eta fisk sem veiðist á hafnarsvæðinu, vegna mengunar. Um mánaðamótin var að auki lagt þriggja mánaða bann við veiðum í atvinnu- skyni á hafnarsvæðinu. Höfnin í Sydney er erilsöm, hundruð skipa, skúta og strætóbáta eiga þar leið um daglega, og margir fara þar um til að skoða krúnudjásn borgarinnar, óperuhúsið. Reuters Ópera á önglinum MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Ég kann að búa við lítinn kost, ég kann einnig að hafa allsnægtir. Ég er fullreyndur orðinn í öllum hlutum, að vera mettur og hungraður, að hafa allsnægtir og líða skort. (Fil. 4, 12.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.