Morgunblaðið - 08.02.2006, Síða 18

Morgunblaðið - 08.02.2006, Síða 18
Reykjavík | Gróður hefur tekið við sér í hlýindunum und- anfarnar vikur og garð- yrkjumenn einnig. Þess hafa víða sést merki og fólk tekið til hendinni í einkagörðum og á opnum svæðum. Helga Björk, starfsmaður hjá Borgargörðum, klippti runna í Laugardalnum. Í gærmorgun var jörð hvít í Reykjavík og vaxandi frost. Það breytist þó aftur þegar líður á vikuna og er vonandi að þetta kuldaskot gangi ekki frá gróskunni í flóru og mannlífi. Morgunblaðið/Ásdís Vorhugur þrátt fyrir kuldaskot Gróður Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds- dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Guðrún Gróa heiðruð | Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona var út- nefnd íþróttamaður Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga 2005. Kjörið fór fram við athöfn í Þinghúsinu á Hvammstanga. Fjórir ein- staklingar voru til- nefndir að þessu sinni, auk Guðrúnar Gróu voru það þau Aðalsteinn Ingi Halldórsson, Fanney Dögg Indriðadóttir og Ólafur Einar Skúlason Í fréttatilkynningu USVH er sagt að Guðrún Gróa sé vel að þessum sigri komin, án þess hallað sé á hina einstaklingana sem voru tilnefnir. Meðal afreka Guðrúnar Gróu á árinu 2005 eru tvö Íslandsmet, í kúluvarpi inn- anhús í flokki 15 til 16 ára og í fjölþraut, 15-16 ára inni. Hún varð Íslandsmeistari í fjórum greinum; kúluvarpi inni, fjöl- þraut úti og inni og í spjótkasti. Þá var hún einnig oft á verðlaunapalli í hinum ýmsu mótum ársins.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir Hestamennska í fjölbraut | Stefnt er að því að námsbraut í hestamennsku verði tek- in upp í tilraunaskyni við Fjölbrautaskóla Suðurnesja næsta haust. Sigurður Sigursveinsson, skólameistari, segir á fréttavefnum sudurland.is að áhugi sé fyrir hendi enda sé Suðurland miðstöð hestamennsku á landinu. Á næstu vikum og mánuðum verður unnið að skipulagningu námsins en samstarfsaðili skólans er Landssamband hestamannafélaga.    Austurríki opnað | Ungmennahúsið Austurríki, sem er til húsa að Strandgötu 44 á Eskifirði, var formlega tekið í notkun sl. föstudag. Húsið er ætlað aldurshópnum 16-25 ára og er opið á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum frá kl. 20:00- 23:00. Fyrirtæki í Fjarðabyggð hafa styrkt hús- ið myndarlega og er afar vel tækjum búið, m.a. með pool-borði, góðu hljóðkerfi, tölv- um með netaðgangi, skjávarpi og fleiru. Verkmenntaskóli Austurlands mun verða með hluta af sínu félagsstarfi í Austurríki og í undirbúningi eru spennandi samstarfs- verkefni skólans og ungmennahússins. Silja Jóhannesdóttir hefur tekið að sér að veita ungmennahúsinu forstöðu til að byrja með. Bensínorkan hefur opn-að bensínstöð á Egils-stöðum og eru því fjórar bensínstöðvar; Bensín- orkan, Esso, Skeljungur og svo Olís í Fellabæ, nánast í hnapp á svæðinu. Þessi nýja bensínstöð Bensínorkunnar á Egilsstöðum er fyrsta lág- verðsbensínstöðin sem opnar á Austurlandi, en fyrirtækið hyggst reisa aðra eins í Nes- kaupstað. Á opnunarhátíð Bensínork- unnar bauð fyrirtækið til skrúðgöngu og hét fim- leikadeild Hattar 500 kr. á hvern göngumann. Rúmlega fjögurhundruð manns gengu frá íþróttahúsinu á Egils- stöðum og að stöð Bensínork- unnar, þar sem boðið var upp á veitingar á Hamborg- arabúllunni og skemmtiatriði. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fjórða bensínstöðin á Egilsstöðum Vignir Víkingsson áAkureyri orti umslysið sem Stein- grímur J. Sigfússon lenti í, en milli þeirra er góður kunningsskapur: Fram í sortann skimar rauður skalli, skelfing örðugt er að rata veginn. Hægri beygja honum varð að falli, hann er allur brotinn vinstra megin. Einar Kolbeinsson yrk- ir af sama tilefni: Steingrím kalla sterkan mann, þó stundum útaf fari, en vinstra megin virðist hann, vera brothættari. Og með vísu Einars fylgja góðar óskir til Steingríms: Raunin ill þó reyni mann, sem rifin hefur brotið, lystisemda lífsins hann, lengi fái notið. Af Steingrími pebl@mbl.is Austur-Flói | Íbúar þriggja sveitahreppa í austanverðum Flóa greiða atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna næstkom- andi laugardag. Hrepparnir eru Gaulverja- bæjarhreppur, Hraungerðishreppur og Villingaholtshreppur. Kjörfundir verða í félagsheimilum hreppanna, Félagslundi, Þingborg og Þjórsárveri, og standa frá kl. 12 til 21. Talning atkvæða fer fram á kjörstað í hverju sveitarfélagi, en niðurstöður kosn- inga verða kynntar sameiginlega af for- manni samstarfsnefndar, Guðmundi Stef- ánssyni, í félagsheimilinu Þingborg þegar úrslit liggja fyrir í öllum hreppunum. Ut- ankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sam- einingarkosninganna stendur yfir hjá sýslumönnum um land allt og einnig er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá sendiráðum, fastanefndum og ræðis- mönnum Íslands erlendis. Undanfarnar tvær vikur hafa farið fram opnir kynningarfundir í sveitarfélögunum, með það að markmiði að vekja umræður um kosti og galla sameiningar. Íbúafund- irnir voru allir mjög vel sóttir, að því er fram kemur í fréttatilkynningu samstarfs- nefndarinnar, og er áætlað að á bilinu 60– 90 manns hafi komið á hvern fund. Hægt er að nálgast upplýsingar um at- kvæðagreiðsluna og upplýsingar sem tekn- ar hafa verið saman vegna hennar á vefsíð- unni www.floi.is. Kosið um sameiningu þriggja hreppa í Flóa Neskaupstaður | Bæjarráð Fjarðabyggð- ar samþykkti nýverið að leggja allt að 900 þúsund krónum í hlutafé óstofnaðs fyrir- tækis um skemmtisiglingar í Fjarðabyggð, eða sem nemur 10% af heildarhlutafé. Sigla á með ferðafólk í 45 manna skemmtiferðabát um austfirska firði. Með- al þeirra sem kom að fyrirtækinu eru Magni Kristjánsson í Neskaupstað, Sam- vinnufélag útvegsmanna í Neskaupstað, Austfjarðaleið og Sæferðir í Stykkishólmi. Kaupa bát til skemmtisiglinga ♦♦♦ Nýr formaður | Bárður Guðmundsson var kjörinn formaður Golfklúbbs Selfoss sem nýlega var haldinn. Kemur þetta fram á fréttavefnum sudurland.is. Aðrir í stjórn eru Guðjón Öfjörð Ein- arsson, formaður vallarnefndar, Jens Uwe Friðriksson, formaður mótanefndar, Jón- björg Kjartansdóttir ritari og Pétur Hjaltason gjaldkeri. Úr stjórn gengu Grímur Arnarson og Sigurður Grétarsson. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.