Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 18
Reykjavík | Gróður hefur tekið við sér í hlýindunum und- anfarnar vikur og garð- yrkjumenn einnig. Þess hafa víða sést merki og fólk tekið til hendinni í einkagörðum og á opnum svæðum. Helga Björk, starfsmaður hjá Borgargörðum, klippti runna í Laugardalnum. Í gærmorgun var jörð hvít í Reykjavík og vaxandi frost. Það breytist þó aftur þegar líður á vikuna og er vonandi að þetta kuldaskot gangi ekki frá gróskunni í flóru og mannlífi. Morgunblaðið/Ásdís Vorhugur þrátt fyrir kuldaskot Gróður Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds- dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Guðrún Gróa heiðruð | Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona var út- nefnd íþróttamaður Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga 2005. Kjörið fór fram við athöfn í Þinghúsinu á Hvammstanga. Fjórir ein- staklingar voru til- nefndir að þessu sinni, auk Guðrúnar Gróu voru það þau Aðalsteinn Ingi Halldórsson, Fanney Dögg Indriðadóttir og Ólafur Einar Skúlason Í fréttatilkynningu USVH er sagt að Guðrún Gróa sé vel að þessum sigri komin, án þess hallað sé á hina einstaklingana sem voru tilnefnir. Meðal afreka Guðrúnar Gróu á árinu 2005 eru tvö Íslandsmet, í kúluvarpi inn- anhús í flokki 15 til 16 ára og í fjölþraut, 15-16 ára inni. Hún varð Íslandsmeistari í fjórum greinum; kúluvarpi inni, fjöl- þraut úti og inni og í spjótkasti. Þá var hún einnig oft á verðlaunapalli í hinum ýmsu mótum ársins.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir Hestamennska í fjölbraut | Stefnt er að því að námsbraut í hestamennsku verði tek- in upp í tilraunaskyni við Fjölbrautaskóla Suðurnesja næsta haust. Sigurður Sigursveinsson, skólameistari, segir á fréttavefnum sudurland.is að áhugi sé fyrir hendi enda sé Suðurland miðstöð hestamennsku á landinu. Á næstu vikum og mánuðum verður unnið að skipulagningu námsins en samstarfsaðili skólans er Landssamband hestamannafélaga.    Austurríki opnað | Ungmennahúsið Austurríki, sem er til húsa að Strandgötu 44 á Eskifirði, var formlega tekið í notkun sl. föstudag. Húsið er ætlað aldurshópnum 16-25 ára og er opið á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum frá kl. 20:00- 23:00. Fyrirtæki í Fjarðabyggð hafa styrkt hús- ið myndarlega og er afar vel tækjum búið, m.a. með pool-borði, góðu hljóðkerfi, tölv- um með netaðgangi, skjávarpi og fleiru. Verkmenntaskóli Austurlands mun verða með hluta af sínu félagsstarfi í Austurríki og í undirbúningi eru spennandi samstarfs- verkefni skólans og ungmennahússins. Silja Jóhannesdóttir hefur tekið að sér að veita ungmennahúsinu forstöðu til að byrja með. Bensínorkan hefur opn-að bensínstöð á Egils-stöðum og eru því fjórar bensínstöðvar; Bensín- orkan, Esso, Skeljungur og svo Olís í Fellabæ, nánast í hnapp á svæðinu. Þessi nýja bensínstöð Bensínorkunnar á Egilsstöðum er fyrsta lág- verðsbensínstöðin sem opnar á Austurlandi, en fyrirtækið hyggst reisa aðra eins í Nes- kaupstað. Á opnunarhátíð Bensínork- unnar bauð fyrirtækið til skrúðgöngu og hét fim- leikadeild Hattar 500 kr. á hvern göngumann. Rúmlega fjögurhundruð manns gengu frá íþróttahúsinu á Egils- stöðum og að stöð Bensínork- unnar, þar sem boðið var upp á veitingar á Hamborg- arabúllunni og skemmtiatriði. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fjórða bensínstöðin á Egilsstöðum Vignir Víkingsson áAkureyri orti umslysið sem Stein- grímur J. Sigfússon lenti í, en milli þeirra er góður kunningsskapur: Fram í sortann skimar rauður skalli, skelfing örðugt er að rata veginn. Hægri beygja honum varð að falli, hann er allur brotinn vinstra megin. Einar Kolbeinsson yrk- ir af sama tilefni: Steingrím kalla sterkan mann, þó stundum útaf fari, en vinstra megin virðist hann, vera brothættari. Og með vísu Einars fylgja góðar óskir til Steingríms: Raunin ill þó reyni mann, sem rifin hefur brotið, lystisemda lífsins hann, lengi fái notið. Af Steingrími pebl@mbl.is Austur-Flói | Íbúar þriggja sveitahreppa í austanverðum Flóa greiða atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna næstkom- andi laugardag. Hrepparnir eru Gaulverja- bæjarhreppur, Hraungerðishreppur og Villingaholtshreppur. Kjörfundir verða í félagsheimilum hreppanna, Félagslundi, Þingborg og Þjórsárveri, og standa frá kl. 12 til 21. Talning atkvæða fer fram á kjörstað í hverju sveitarfélagi, en niðurstöður kosn- inga verða kynntar sameiginlega af for- manni samstarfsnefndar, Guðmundi Stef- ánssyni, í félagsheimilinu Þingborg þegar úrslit liggja fyrir í öllum hreppunum. Ut- ankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sam- einingarkosninganna stendur yfir hjá sýslumönnum um land allt og einnig er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá sendiráðum, fastanefndum og ræðis- mönnum Íslands erlendis. Undanfarnar tvær vikur hafa farið fram opnir kynningarfundir í sveitarfélögunum, með það að markmiði að vekja umræður um kosti og galla sameiningar. Íbúafund- irnir voru allir mjög vel sóttir, að því er fram kemur í fréttatilkynningu samstarfs- nefndarinnar, og er áætlað að á bilinu 60– 90 manns hafi komið á hvern fund. Hægt er að nálgast upplýsingar um at- kvæðagreiðsluna og upplýsingar sem tekn- ar hafa verið saman vegna hennar á vefsíð- unni www.floi.is. Kosið um sameiningu þriggja hreppa í Flóa Neskaupstaður | Bæjarráð Fjarðabyggð- ar samþykkti nýverið að leggja allt að 900 þúsund krónum í hlutafé óstofnaðs fyrir- tækis um skemmtisiglingar í Fjarðabyggð, eða sem nemur 10% af heildarhlutafé. Sigla á með ferðafólk í 45 manna skemmtiferðabát um austfirska firði. Með- al þeirra sem kom að fyrirtækinu eru Magni Kristjánsson í Neskaupstað, Sam- vinnufélag útvegsmanna í Neskaupstað, Austfjarðaleið og Sæferðir í Stykkishólmi. Kaupa bát til skemmtisiglinga ♦♦♦ Nýr formaður | Bárður Guðmundsson var kjörinn formaður Golfklúbbs Selfoss sem nýlega var haldinn. Kemur þetta fram á fréttavefnum sudurland.is. Aðrir í stjórn eru Guðjón Öfjörð Ein- arsson, formaður vallarnefndar, Jens Uwe Friðriksson, formaður mótanefndar, Jón- björg Kjartansdóttir ritari og Pétur Hjaltason gjaldkeri. Úr stjórn gengu Grímur Arnarson og Sigurður Grétarsson. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.